Innlent

Telja söluna vera dýra lántöku

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Fréttablaðið/GVA
Fréttablaðið/GVA
„Að ýmsu leyti hefur fyrirliggjandi sölusamningur yfirbragð lánssamnings til 10-20 ára og í því ljósi má segja að Orkuveitan sé í raun að taka dýrt lán," bókuðu sjálfstæðismenn í borgarstjórn þegar þar var samþykkt sala Orkuveitunnar á byggingum á Bæjarhálsi og Réttarhálsi.

Orkuveitan selur Straumi fasteignirnar fyrir 5,1 milljarð króna og skuldbindur sig um leið til að taka þær á leigu. „Það má ef til vill líta svo á að sá gerningur að „selja" húsið og leigja það aftur sé neyðarúrræði þar sem eignasöluhluti aðgerðaáætlunar OR hefur ekki gengið eftir," segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.

„Líti menn svo á að um lánasamning sé að ræða, er um afar dýrt lán að ræða á mun verri kjörum en bæði OR og Reykjavíkurborg njóta."

Í bókun sinni sögðust sjálfstæðismenn hlynntir því að húsnæðið yrði selt en vilja að starfsemin flytji í ódýrara húsnæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×