Kaup á formúluliði til sérstaks saksóknara Þórður Snær Júlíusson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Formúlu 1 bíll. Mynd/ Getty. Slitastjórn Glitnis kærði í janúar veitingu fjögurra milljarða króna bankaábyrgðar vegna kaupa á Williams Formúlu 1-liðinu sumarið 2008 til sérstaks saksóknara vegna rökstudds gruns um umboðssvik. Engir einstaklingar eru sérstaklega kærðir heldur er þess óskað að embættið rannsaki málið í heild. Málið snýst um að Jón Ásgeir Jóhannesson, þá forstjóri Baugs og einn aðaleigenda Glitnis, gerði samkomulag um að bresk félög í eigu Baugs gerðust styrktaraðilar Williams-liðsins í desember 2007. Í janúar 2008 gerði hann síðan samning, í nafni dótturfélags Baugs að nafni Sports Investments, um að kaupa stóran hlut í Williams-liðinu. Jón Ásgeir gekk í persónulegar ábyrgðir fyrir þessum kaupum. Þegar líða tók á árið 2008 kom í ljós að bæði kaup- og styrktarsamningarnir voru vanefndir. Var þá ráðist í að gera breytingarsamninga vegna beggja samninganna og hluturinn sem átti að kaupa í Williams þar festur sem tíu prósent. Í ágúst 2008 kynnti Lárus Welding, þá forstjóri Glitnis, fyrir áhættunefnd bankans að Sports Investments væri að leita að 20 milljóna punda, fjögurra milljarða króna, bankaábyrgð til að kaupa hlut í og gera styrktarsamninga við Williams-liðið. Sports Investments var á þessum tíma eignalaust félag. Kynningin fyrir áhættunefndinni var þó til málamynda þar sem Lárus Welding og Magnús Arnar Arngrímsson, þá framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis sem sat einnig í áhættunefnd bankans, höfðu samþykkt veitingu ábyrgðarinnar daginn áður en hún fór fram. Með þessum gerningi var ábyrgð á upphæðinni velt yfir á Glitni. Síðar kom í ljós að aldrei var skrifað undir breytingarsamninga vegna kaupa á hlut í Williams-liðinu og voru þau á endanum látin ganga til baka. Eftir hrun Glitnis gerði Williams-liðið hins vegar 10,75 milljón punda, rúmlega tveggja milljarða króna, kröfu í bú bankans vegna vanefnda á styrktarsamningnum. Þeirri kröfu var hafnað sem varð til þess að Williams-liðið stefndi Glitni fyrir dóm. Málið verður tekið fyrir á morgun. ----------------------------------------------------------Athugasemd frá Jóni Ásgeiri JóhannessyniBirt klukkan 11:50 Þetta mál er algjörlega fráleitt frá hendi Slitastjórnar Glitnis; A) Verulegar fjárhæðir voru greiddar til Willams án þess að hlutur fengist afhentur og það er klárt að greiðslur færu til Willams sem átti að afhenda hluti í samræmi við það. Ef eitthvað er stendur út af þá stendur það upp á Willams. B) Á fundi með Slitastjórn í London 2011 bauðst ég til að hjálpa þeim að klára þetta mál með því að tala við Willams og fá þá til að falla frá þessari vitlausu kröfu. Slitastjórn Glitnis tók því fálega og þáði aldrei aðstoð mína í þessu máli. C) Willams hefur aldrei höfðað mál á mig persónulega út af þessu. Hversvegna hafa þeir ekki gert það ef lýsing Slitastjórnar á málinu er rétt? D) Willams liðið er skráð í Kauphöllinni í Frankfurt og er markaðsverðmæti þess 229 milljónir EURO. Þetta er í alla staði sérkennilegt mál og lítur út fyrir að vera ómerkilega tilraun Slitastjórnar Glitnis við að beina athyglinni frá því moldviðri sem hún er nú stödd í vegna umræðu um himinn há laun sem þau hafa skammtað sér á síðustu árum. Laun sem eiga sér engin fordæmi í íslensku samfélagi í dag. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira
Slitastjórn Glitnis kærði í janúar veitingu fjögurra milljarða króna bankaábyrgðar vegna kaupa á Williams Formúlu 1-liðinu sumarið 2008 til sérstaks saksóknara vegna rökstudds gruns um umboðssvik. Engir einstaklingar eru sérstaklega kærðir heldur er þess óskað að embættið rannsaki málið í heild. Málið snýst um að Jón Ásgeir Jóhannesson, þá forstjóri Baugs og einn aðaleigenda Glitnis, gerði samkomulag um að bresk félög í eigu Baugs gerðust styrktaraðilar Williams-liðsins í desember 2007. Í janúar 2008 gerði hann síðan samning, í nafni dótturfélags Baugs að nafni Sports Investments, um að kaupa stóran hlut í Williams-liðinu. Jón Ásgeir gekk í persónulegar ábyrgðir fyrir þessum kaupum. Þegar líða tók á árið 2008 kom í ljós að bæði kaup- og styrktarsamningarnir voru vanefndir. Var þá ráðist í að gera breytingarsamninga vegna beggja samninganna og hluturinn sem átti að kaupa í Williams þar festur sem tíu prósent. Í ágúst 2008 kynnti Lárus Welding, þá forstjóri Glitnis, fyrir áhættunefnd bankans að Sports Investments væri að leita að 20 milljóna punda, fjögurra milljarða króna, bankaábyrgð til að kaupa hlut í og gera styrktarsamninga við Williams-liðið. Sports Investments var á þessum tíma eignalaust félag. Kynningin fyrir áhættunefndinni var þó til málamynda þar sem Lárus Welding og Magnús Arnar Arngrímsson, þá framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis sem sat einnig í áhættunefnd bankans, höfðu samþykkt veitingu ábyrgðarinnar daginn áður en hún fór fram. Með þessum gerningi var ábyrgð á upphæðinni velt yfir á Glitni. Síðar kom í ljós að aldrei var skrifað undir breytingarsamninga vegna kaupa á hlut í Williams-liðinu og voru þau á endanum látin ganga til baka. Eftir hrun Glitnis gerði Williams-liðið hins vegar 10,75 milljón punda, rúmlega tveggja milljarða króna, kröfu í bú bankans vegna vanefnda á styrktarsamningnum. Þeirri kröfu var hafnað sem varð til þess að Williams-liðið stefndi Glitni fyrir dóm. Málið verður tekið fyrir á morgun. ----------------------------------------------------------Athugasemd frá Jóni Ásgeiri JóhannessyniBirt klukkan 11:50 Þetta mál er algjörlega fráleitt frá hendi Slitastjórnar Glitnis; A) Verulegar fjárhæðir voru greiddar til Willams án þess að hlutur fengist afhentur og það er klárt að greiðslur færu til Willams sem átti að afhenda hluti í samræmi við það. Ef eitthvað er stendur út af þá stendur það upp á Willams. B) Á fundi með Slitastjórn í London 2011 bauðst ég til að hjálpa þeim að klára þetta mál með því að tala við Willams og fá þá til að falla frá þessari vitlausu kröfu. Slitastjórn Glitnis tók því fálega og þáði aldrei aðstoð mína í þessu máli. C) Willams hefur aldrei höfðað mál á mig persónulega út af þessu. Hversvegna hafa þeir ekki gert það ef lýsing Slitastjórnar á málinu er rétt? D) Willams liðið er skráð í Kauphöllinni í Frankfurt og er markaðsverðmæti þess 229 milljónir EURO. Þetta er í alla staði sérkennilegt mál og lítur út fyrir að vera ómerkilega tilraun Slitastjórnar Glitnis við að beina athyglinni frá því moldviðri sem hún er nú stödd í vegna umræðu um himinn há laun sem þau hafa skammtað sér á síðustu árum. Laun sem eiga sér engin fordæmi í íslensku samfélagi í dag.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira