Seinlegt og erfitt að hreinsa tyggjóklessur Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. febrúar 2013 06:00 Starfsmenn véladeildar Reykjavíkurborgar nýta sér veðurblíðu í janúar til að hreinsa tyggjóklessur af götum borgarinnar. Fréttablaðið/GVA Borgarstarfsmenn sem annars hefðu rutt snjó af götum nýta hlýindi í febrúar til að hreinsa tyggjóklessur af götum Reykjavíkur. „Véladeildin hjá okkur annast þessi þrif. Þeir finna núna svigrúm til að hlaupa í þetta," segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. „Segja má að þetta sé stund milli stríða, þótt auðvitað sé þetta töluvert stríð að eiga við tyggjóklessurnar." Jón Halldór segir misjafnt eftir svæðum hversu hratt menn komast yfir við þrifin. Að jafnaði nái tveir menn með sérhæfð tæki að þrífa klessur af sem nemur 200 fermetrum á dag. „Þeir mældu þetta um daginn og voru þá einn og hálfan dag með 300 fermetra. Þetta er seinlegt, en við reynum bara að gera þetta vel." Meðan veður leyfir á að halda áfram að þrífa tyggjóklessur af götum borgarinnar, samkvæmt Jóni Halldóri. Ekki veiti hins vegar af því að biðla til borgaranna um aðstoð því þeir sem standa í þrifunum sjái að klessur séu fljótar að koma aftur á svæði sem nýbúið er að hreinsa. „Og svona ætlum við að halda áfram og taka hvert svæðið á fætur öðru, en um leið og fer að snjóa fer þessi sami mannskapur strax í að ryðja snjóinn." Allnokkur fyrirtæki taka að sér að hreinsa tyggjóklessur af stéttum. Gísli Óskarsson, verkefnastjóri hjá Hreinsitækni, segir mjög misjafnt eftir svæðum og stærð verkefna hver kostnaður sé við hreinsunina. „Það er þá sett eitthvað tímaverð á minni verkefni," segir hann, en kveður um leið alveg óhætt að reikna með að hreinsun á stærri svæðum kosti 250 til 300 krónur á fermetrann. Er þá gert ráð fyrir gufuþvotti með lágþrýstingi til að stéttin verði eins og ný. Hætt sé við að háþrýstiþvottur geri ekki annað en að losa upp tyggjóklessuna og þá verði eftir svartur blettur í stéttinni. Tengdar fréttir Tyggjó var bannað í Singapúr árið 1992 Mikill óþrifnaður af völdum jórturleðurs hafði um árabil verið ráðamönnum í Singapúr þyrnir í augum áður en til þess kom að innflutningur og sala þess var alfarið bönnuð árið 1992, að viðlögðum fésektum. 13. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Borgarstarfsmenn sem annars hefðu rutt snjó af götum nýta hlýindi í febrúar til að hreinsa tyggjóklessur af götum Reykjavíkur. „Véladeildin hjá okkur annast þessi þrif. Þeir finna núna svigrúm til að hlaupa í þetta," segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. „Segja má að þetta sé stund milli stríða, þótt auðvitað sé þetta töluvert stríð að eiga við tyggjóklessurnar." Jón Halldór segir misjafnt eftir svæðum hversu hratt menn komast yfir við þrifin. Að jafnaði nái tveir menn með sérhæfð tæki að þrífa klessur af sem nemur 200 fermetrum á dag. „Þeir mældu þetta um daginn og voru þá einn og hálfan dag með 300 fermetra. Þetta er seinlegt, en við reynum bara að gera þetta vel." Meðan veður leyfir á að halda áfram að þrífa tyggjóklessur af götum borgarinnar, samkvæmt Jóni Halldóri. Ekki veiti hins vegar af því að biðla til borgaranna um aðstoð því þeir sem standa í þrifunum sjái að klessur séu fljótar að koma aftur á svæði sem nýbúið er að hreinsa. „Og svona ætlum við að halda áfram og taka hvert svæðið á fætur öðru, en um leið og fer að snjóa fer þessi sami mannskapur strax í að ryðja snjóinn." Allnokkur fyrirtæki taka að sér að hreinsa tyggjóklessur af stéttum. Gísli Óskarsson, verkefnastjóri hjá Hreinsitækni, segir mjög misjafnt eftir svæðum og stærð verkefna hver kostnaður sé við hreinsunina. „Það er þá sett eitthvað tímaverð á minni verkefni," segir hann, en kveður um leið alveg óhætt að reikna með að hreinsun á stærri svæðum kosti 250 til 300 krónur á fermetrann. Er þá gert ráð fyrir gufuþvotti með lágþrýstingi til að stéttin verði eins og ný. Hætt sé við að háþrýstiþvottur geri ekki annað en að losa upp tyggjóklessuna og þá verði eftir svartur blettur í stéttinni.
Tengdar fréttir Tyggjó var bannað í Singapúr árið 1992 Mikill óþrifnaður af völdum jórturleðurs hafði um árabil verið ráðamönnum í Singapúr þyrnir í augum áður en til þess kom að innflutningur og sala þess var alfarið bönnuð árið 1992, að viðlögðum fésektum. 13. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Tyggjó var bannað í Singapúr árið 1992 Mikill óþrifnaður af völdum jórturleðurs hafði um árabil verið ráðamönnum í Singapúr þyrnir í augum áður en til þess kom að innflutningur og sala þess var alfarið bönnuð árið 1992, að viðlögðum fésektum. 13. febrúar 2013 06:00