Sést til grútarblautra arna í Kolgrafafirði Svavar Hávarðsson skrifar 12. febrúar 2013 06:00 Tveir grútarblautir hafernir sáust nálægt Kolgrafafirði í gær. Um helgina sást til tveggja, ef ekki þriggja, hafarna sem var eins ástatt um. Nokkuð hefur sést af fugli af öðrum tegundum í Kolgrafafirði. Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, segir að hafernirnir sem sáust í gær hafi verið flögrandi um við vestanverðan Grundarfjörð og í Hraunsfirði. Allir eiga þeir ernir sem hafa sést grútarblautir til þessa það sameiginlegt að vera rétt svo fleygir og því ómögulegt að ná þeim, að sögn Róberts. Hvort um sömu fuglana sé að ræða og sáust um helgina treystir Róbert sér ekki til að meta. „En það er svolítið langt á milli þeirra til þess." Hversu margir ernir séu þegar grútarblautir treystir Róbert sér ekki til að meta, en hann telur að bíða verði í nokkra daga áður en hægt verður að ná þessum tilteknu fuglum. Starfsmenn NV fara í könnunarleiðangur í dag, en unnið er eftir eftirlitsáætlun stjórnvalda þar sem gert er ráð fyrir að NV fari ekki sjaldnar en á fimm daga fresti til að fylgjast með fuglalífinu í Kolgrafafirði þar sem yfir 50 þúsund tonn af síld hafa drepist síðan í desember. Þúsundir tonna af grút eru á fjörum auk nýdauðrar síldar. Á meðan þetta ástand varir eru líkur á því að fugl fari í grútinn margfaldar á við það sem annars væri. Sést hefur til annarra tegunda fugla sem hafa lent í grútnum, til dæmis æðarfugl. En Róbert segir ljóst að starfsmenn NV muni einbeita sér að því að finna og bjarga haförnum sem hafa lent í grútnum. Slíkt ráðist einfaldlega af því hversu sjaldgæfur fuglinn er hér á landi og því hvað stofninn er viðkvæmur fyrir áföllum þess vegna. Róbert telur að í tíu kílómetra radíus í kringum Kolgrafafjörð séu ekki færri en 25 til 30 hafernir, sem sé verulegt áhyggjuefni. „Þeir voru tíu í botni Kolgrafafjarðar á laugardaginn. Þetta er það sem maður óttaðist, og maður nær þeim ekki fyrr en þeir eru orðnir aðframkomnir. Því er allt eins möguleiki á að þeir finnist dauðir," segir Róbert. Vitað er um 65 verpandi arnarpör hér á landi, en heildarfjöldi er ekki vitaður af nákvæmni. Þó má telja líklegt að stofninn telji nálægt 300 fugla í heildina. „Þess vegna verður að segjast að hver fugl sé mjög dýrmætur," segir Róbert. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Tveir grútarblautir hafernir sáust nálægt Kolgrafafirði í gær. Um helgina sást til tveggja, ef ekki þriggja, hafarna sem var eins ástatt um. Nokkuð hefur sést af fugli af öðrum tegundum í Kolgrafafirði. Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, segir að hafernirnir sem sáust í gær hafi verið flögrandi um við vestanverðan Grundarfjörð og í Hraunsfirði. Allir eiga þeir ernir sem hafa sést grútarblautir til þessa það sameiginlegt að vera rétt svo fleygir og því ómögulegt að ná þeim, að sögn Róberts. Hvort um sömu fuglana sé að ræða og sáust um helgina treystir Róbert sér ekki til að meta. „En það er svolítið langt á milli þeirra til þess." Hversu margir ernir séu þegar grútarblautir treystir Róbert sér ekki til að meta, en hann telur að bíða verði í nokkra daga áður en hægt verður að ná þessum tilteknu fuglum. Starfsmenn NV fara í könnunarleiðangur í dag, en unnið er eftir eftirlitsáætlun stjórnvalda þar sem gert er ráð fyrir að NV fari ekki sjaldnar en á fimm daga fresti til að fylgjast með fuglalífinu í Kolgrafafirði þar sem yfir 50 þúsund tonn af síld hafa drepist síðan í desember. Þúsundir tonna af grút eru á fjörum auk nýdauðrar síldar. Á meðan þetta ástand varir eru líkur á því að fugl fari í grútinn margfaldar á við það sem annars væri. Sést hefur til annarra tegunda fugla sem hafa lent í grútnum, til dæmis æðarfugl. En Róbert segir ljóst að starfsmenn NV muni einbeita sér að því að finna og bjarga haförnum sem hafa lent í grútnum. Slíkt ráðist einfaldlega af því hversu sjaldgæfur fuglinn er hér á landi og því hvað stofninn er viðkvæmur fyrir áföllum þess vegna. Róbert telur að í tíu kílómetra radíus í kringum Kolgrafafjörð séu ekki færri en 25 til 30 hafernir, sem sé verulegt áhyggjuefni. „Þeir voru tíu í botni Kolgrafafjarðar á laugardaginn. Þetta er það sem maður óttaðist, og maður nær þeim ekki fyrr en þeir eru orðnir aðframkomnir. Því er allt eins möguleiki á að þeir finnist dauðir," segir Róbert. Vitað er um 65 verpandi arnarpör hér á landi, en heildarfjöldi er ekki vitaður af nákvæmni. Þó má telja líklegt að stofninn telji nálægt 300 fugla í heildina. „Þess vegna verður að segjast að hver fugl sé mjög dýrmætur," segir Róbert.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði