Notar þú galdralausnir gegn hökkurum? Dr. Ýmir Vigfússon skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Í nýlegri rannsókn Imperva á gæðum algengustu veiruvarna (e. anti-virus), lausna sem fyrirtæki nota í dag, kom í ljós að þær finna og stöðva aðeins um 5% nýrra veira í besta falli. Það tók enn fremur eina og hálfa til fjórar vikur þar til helstu varnirnar lærðu að þekkja hinar nýju óværur. Í netheimum eru jafnvel örfáir dagar ríflegur athafnatími fyrir hakkara og glæpasamtök til að ná settum markmiðum, hvort sem það er að stela eða breyta forritskóða, upplýsingum, kreditkortanúmerum eða setja upp njósnaforrit hjá fórnarlambinu. Þar fyrir utan er auðvelt fyrir flesta tölvurefi að sniðganga margar af helstu vörnum sem notaðar eru, eins og kom í ljós á dögunum þegar hakkarar áttu fullan aðgang að innviðum New York Times í nokkra mánuði án þess að þeirra yrði vart. Veiruvarnir eru á allan hátt erfitt viðfangsefni en eru á margan hátt barn síns tíma og hafa átt fullt í fangi með að aðlagast þeim margslungnu árásaraðferðum sem fyrirfinnast nú á Internetinu. Ef veiruvarnir eru pensillín þá eru tölvuveirur nútímans eins og berklaafbrigði sem hafa þróað með sér ónæmi fyrir sýklalyfjum.Alvarlegt spurningarmerki Það skal taka fram að hér er ekki verið að mæla með að hætt sé að nota veiruvarnir eða önnur slík tól. Aftur á móti setur þessi rannsókn og fleiri af svipuðum toga alvarlegt spurningarmerki við hvaða fjárhagslegu áherslur ber að hafa í öryggismálum: rúmlega þriðjungur fjármagns fyrir öryggishugbúnað er notaður í vírusvarnir samkvæmt könnun Gartners, þrátt fyrir að slík tól séu mun takmarkaðri en sölumenn þeirra gefa til kynna. Slík virðist því miður vera raunin með flestan öryggisbúnað sem hægt er að kaupa. Þegar öllu er á botninn hvolft er öryggi ekki ástand heldur ferill og það er því mikilvægt að líta heildrænt á tölvuvarnir hvers fyrirtækis og spyrja: Hver er líklegasta leiðin til að brjótast inn? Hverju væri árásáraðilinn á höttunum eftir? Ef einhver kemst inn fyrir girðinguna, hvað þá? Hvernig er hægt að efla varnirnar hverju sinni? Hvernig veistu að þær hafi verið bættar? Á UT-messunni í Hörpunni 8. og 9. febrúar verður meðal fjölda annarra atriða rætt um þessi upplýsingaöryggismál í fyrirlestrinum „Hinn blákaldi sannleikur: Maður er alltaf óöruggur“. Ég mun þar, ásamt öðrum sérfræðingum hjá hinu nýstofnaða tölvuöryggis- og rannsóknarfyrirtæki Syndis slf., sem er með höfuðstöðvar í Háskólanum í Reykjavík, útskýra þróun í undirheimum internetsins og misræmisins milli þess öryggis sem við teljum okkur geta keypt og þess sem nútímavörur raunverulega veita, enda hafa þær allar sína kosti og galla. Við munum meðal annars sýna og útskýra nákvæmlega hvernig tölvurefur hefði fyrir sex vikum síðan komist inn á tölvuna þína í gegnum Internet Explorer, þrátt fyrir að hún hefði verið uppfærð og kveikt hefði verið á öllum vörnum. Jafnframt verður rætt um hvað sé til bragðs að taka og hvernig við getum barist saman gegn hinni landamæralausu internetvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Í nýlegri rannsókn Imperva á gæðum algengustu veiruvarna (e. anti-virus), lausna sem fyrirtæki nota í dag, kom í ljós að þær finna og stöðva aðeins um 5% nýrra veira í besta falli. Það tók enn fremur eina og hálfa til fjórar vikur þar til helstu varnirnar lærðu að þekkja hinar nýju óværur. Í netheimum eru jafnvel örfáir dagar ríflegur athafnatími fyrir hakkara og glæpasamtök til að ná settum markmiðum, hvort sem það er að stela eða breyta forritskóða, upplýsingum, kreditkortanúmerum eða setja upp njósnaforrit hjá fórnarlambinu. Þar fyrir utan er auðvelt fyrir flesta tölvurefi að sniðganga margar af helstu vörnum sem notaðar eru, eins og kom í ljós á dögunum þegar hakkarar áttu fullan aðgang að innviðum New York Times í nokkra mánuði án þess að þeirra yrði vart. Veiruvarnir eru á allan hátt erfitt viðfangsefni en eru á margan hátt barn síns tíma og hafa átt fullt í fangi með að aðlagast þeim margslungnu árásaraðferðum sem fyrirfinnast nú á Internetinu. Ef veiruvarnir eru pensillín þá eru tölvuveirur nútímans eins og berklaafbrigði sem hafa þróað með sér ónæmi fyrir sýklalyfjum.Alvarlegt spurningarmerki Það skal taka fram að hér er ekki verið að mæla með að hætt sé að nota veiruvarnir eða önnur slík tól. Aftur á móti setur þessi rannsókn og fleiri af svipuðum toga alvarlegt spurningarmerki við hvaða fjárhagslegu áherslur ber að hafa í öryggismálum: rúmlega þriðjungur fjármagns fyrir öryggishugbúnað er notaður í vírusvarnir samkvæmt könnun Gartners, þrátt fyrir að slík tól séu mun takmarkaðri en sölumenn þeirra gefa til kynna. Slík virðist því miður vera raunin með flestan öryggisbúnað sem hægt er að kaupa. Þegar öllu er á botninn hvolft er öryggi ekki ástand heldur ferill og það er því mikilvægt að líta heildrænt á tölvuvarnir hvers fyrirtækis og spyrja: Hver er líklegasta leiðin til að brjótast inn? Hverju væri árásáraðilinn á höttunum eftir? Ef einhver kemst inn fyrir girðinguna, hvað þá? Hvernig er hægt að efla varnirnar hverju sinni? Hvernig veistu að þær hafi verið bættar? Á UT-messunni í Hörpunni 8. og 9. febrúar verður meðal fjölda annarra atriða rætt um þessi upplýsingaöryggismál í fyrirlestrinum „Hinn blákaldi sannleikur: Maður er alltaf óöruggur“. Ég mun þar, ásamt öðrum sérfræðingum hjá hinu nýstofnaða tölvuöryggis- og rannsóknarfyrirtæki Syndis slf., sem er með höfuðstöðvar í Háskólanum í Reykjavík, útskýra þróun í undirheimum internetsins og misræmisins milli þess öryggis sem við teljum okkur geta keypt og þess sem nútímavörur raunverulega veita, enda hafa þær allar sína kosti og galla. Við munum meðal annars sýna og útskýra nákvæmlega hvernig tölvurefur hefði fyrir sex vikum síðan komist inn á tölvuna þína í gegnum Internet Explorer, þrátt fyrir að hún hefði verið uppfærð og kveikt hefði verið á öllum vörnum. Jafnframt verður rætt um hvað sé til bragðs að taka og hvernig við getum barist saman gegn hinni landamæralausu internetvá.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun