Bið eftir aðgerð lengdist úr fimm vikum í 16 mánuði Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Landlæknisembættið rekur aukna bið eftir ákveðnum tegundum aðgerða til lokunar skurðstofa á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði árið 2011.Fréttablaðið/Pjetur Alls höfðu 2.284 beðið í þrjá mánuði eða lengur eftir því að komast í aðgerð á einhverju sjúkrahúsa eða heilbrigðisstofnana landsins í október í fyrra. Milli ára hafði fjölgað um 49,1 prósent á biðlistanum eftir því að komast í aðgerð. Á sama tíma árið 2011 biðu 1.532 eftir aðgerð. Í nýútkomnum Talnabrunni Landlæknisembættisins, þar sem fjallað er um nýjustu tölur um biðlista, er sagt vekja athygli að bið eftir skurðaðgerðum á augasteini og aðgerðum vegna legsigs og brottnáms legs hafi sjaldan verið lengri. Þá haldi biðtími eftir þessum aðgerðum áfram að lengjast. „Mestu virðist muna um lokun skurðstofa á St. Jósefsspítala í kjölfar sameiningar við Landspítala á árinu 2011," segir í Talnabrunni. Í talnaefni á vef Landlæknisembættisins má sjá að í október síðastliðnum biðu rúmlega helmingi fleiri eftir því að komast í skurðaðgerð á augasteini en á sama tíma ári fyrr, 1.220 á móti 591 þá. Þá sést að fjölgun á biðlistum eftir legsigs- og legnámsaðgerðum nam 54,3 prósentum á milli ára. Fjölgunin frá því í júní nemur hins vegar tæpum 11 prósentum. Fram kemur að áætlaður biðtími eftir aðgerð vegna legsigs á Landspítala, þar sem flestar aðgerðirnar eru framkvæmdar, sé nú 65 vikur, eða rúmlega eitt ár og fjórir mánuðir. Í október 2010 hafi hins vegar bara þurft að bíða í tæpar fimm vikur eftir slíkri aðgerð. „Að öðru leyti var lítil breyting á fjölda þeirra sem beðið höfðu þrjá mánuði eða lengur eftir skurðaðgerð miðað við stöðuna í júní síðastliðnum," segir í umfjöllun Landlæknisembættisins. Fram kemur að bið eftir augasteinsaðgerð sé lengst á Landspítalanum, eða um eitt og hálft ár, en styst hjá Sjónlagi og Lasersjón, sjö og hálfur til tólf mánuðir. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Alls höfðu 2.284 beðið í þrjá mánuði eða lengur eftir því að komast í aðgerð á einhverju sjúkrahúsa eða heilbrigðisstofnana landsins í október í fyrra. Milli ára hafði fjölgað um 49,1 prósent á biðlistanum eftir því að komast í aðgerð. Á sama tíma árið 2011 biðu 1.532 eftir aðgerð. Í nýútkomnum Talnabrunni Landlæknisembættisins, þar sem fjallað er um nýjustu tölur um biðlista, er sagt vekja athygli að bið eftir skurðaðgerðum á augasteini og aðgerðum vegna legsigs og brottnáms legs hafi sjaldan verið lengri. Þá haldi biðtími eftir þessum aðgerðum áfram að lengjast. „Mestu virðist muna um lokun skurðstofa á St. Jósefsspítala í kjölfar sameiningar við Landspítala á árinu 2011," segir í Talnabrunni. Í talnaefni á vef Landlæknisembættisins má sjá að í október síðastliðnum biðu rúmlega helmingi fleiri eftir því að komast í skurðaðgerð á augasteini en á sama tíma ári fyrr, 1.220 á móti 591 þá. Þá sést að fjölgun á biðlistum eftir legsigs- og legnámsaðgerðum nam 54,3 prósentum á milli ára. Fjölgunin frá því í júní nemur hins vegar tæpum 11 prósentum. Fram kemur að áætlaður biðtími eftir aðgerð vegna legsigs á Landspítala, þar sem flestar aðgerðirnar eru framkvæmdar, sé nú 65 vikur, eða rúmlega eitt ár og fjórir mánuðir. Í október 2010 hafi hins vegar bara þurft að bíða í tæpar fimm vikur eftir slíkri aðgerð. „Að öðru leyti var lítil breyting á fjölda þeirra sem beðið höfðu þrjá mánuði eða lengur eftir skurðaðgerð miðað við stöðuna í júní síðastliðnum," segir í umfjöllun Landlæknisembættisins. Fram kemur að bið eftir augasteinsaðgerð sé lengst á Landspítalanum, eða um eitt og hálft ár, en styst hjá Sjónlagi og Lasersjón, sjö og hálfur til tólf mánuðir.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent