Eitur í hrísgrjónum veldur áhyggjum Sunna Valgerðardóttir skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Arsen myndast víða í umhverfinu og smitast í plöntur sem taka í sig mikið vatn, eins og hrísgrjónaplöntuna. Nordicphotos/AFP Matvælastofnun skoðar nú hvort nauðsynlegt sé að setja reglur um aldurstakmark á neyslu á hrísgrjónamjólk hér á landi þar sem of mikið magn af arseni, sem er eitraður málmungur og getur valdið krabbameini, hefur fundist í hrísgrjónadrykkjum. Ný sænsk rannsókn leiddi í ljós að hrísgrjónaplöntur taka í sig arsen á vaxtartímanum og ná svo ekki að losa það úr fyrir uppskeru. Af þessum sökum hafa verið settar reglugerðir á Norðurlöndunum og Bretlandi þar sem aldurstakmark er sett á neyslu hrísgrjónamjólkur, allt frá þriggja til sex ára. Zulema Sullca Porta, sérfræðingur hjá Matvælastofnun (MAST), segir ástæðu til að skoða þessar reglugerðir hér á landi. Hún býst við því að MAST gefi út viðmiðunarreglur í næstu viku þegar norrænni ráðstefnu sérfræðinga um málið er lokið. „Hrísgrjónin virðast vera vandamálið, sérstaklega þar sem vörurnar eru markaðssettar fyrir börn. Vandamálið með hrísgrjónamjólkina er sú að lítill einstaklingur innbyrðir mögulega mjög mikið magn á hverjum degi og því getur það talist skaðlegra en aðrar vörur," segir hún og tekur þar hrískökur og grauta sem dæmi. „Ungabörn geta drukkið allt að hálfan lítra á dag og þess vegna hringja þessar viðvörunarbjöllur. Þetta er ekki æskilegt fyrir svona ung börn þegar mjólk er þeirra aðalfæða." Zulema beinir til foreldra barna með mjólkuróþol að skoða aðra kosti en hrísgrjónamjólk á meðan rannsóknirnar standa yfir. „Fyrstu niðurstöður benda til þess að við þurfum að hafa áhyggjur af þessu," segir hún. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Matvælastofnun skoðar nú hvort nauðsynlegt sé að setja reglur um aldurstakmark á neyslu á hrísgrjónamjólk hér á landi þar sem of mikið magn af arseni, sem er eitraður málmungur og getur valdið krabbameini, hefur fundist í hrísgrjónadrykkjum. Ný sænsk rannsókn leiddi í ljós að hrísgrjónaplöntur taka í sig arsen á vaxtartímanum og ná svo ekki að losa það úr fyrir uppskeru. Af þessum sökum hafa verið settar reglugerðir á Norðurlöndunum og Bretlandi þar sem aldurstakmark er sett á neyslu hrísgrjónamjólkur, allt frá þriggja til sex ára. Zulema Sullca Porta, sérfræðingur hjá Matvælastofnun (MAST), segir ástæðu til að skoða þessar reglugerðir hér á landi. Hún býst við því að MAST gefi út viðmiðunarreglur í næstu viku þegar norrænni ráðstefnu sérfræðinga um málið er lokið. „Hrísgrjónin virðast vera vandamálið, sérstaklega þar sem vörurnar eru markaðssettar fyrir börn. Vandamálið með hrísgrjónamjólkina er sú að lítill einstaklingur innbyrðir mögulega mjög mikið magn á hverjum degi og því getur það talist skaðlegra en aðrar vörur," segir hún og tekur þar hrískökur og grauta sem dæmi. „Ungabörn geta drukkið allt að hálfan lítra á dag og þess vegna hringja þessar viðvörunarbjöllur. Þetta er ekki æskilegt fyrir svona ung börn þegar mjólk er þeirra aðalfæða." Zulema beinir til foreldra barna með mjólkuróþol að skoða aðra kosti en hrísgrjónamjólk á meðan rannsóknirnar standa yfir. „Fyrstu niðurstöður benda til þess að við þurfum að hafa áhyggjur af þessu," segir hún.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira