Íslendinga að ákvarða samband sitt við ESB Magnús Lúðvíksson skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Hannes Swoboda Hannes Swoboda er austurrískur jafnaðarmaður sem hefur setið á Evrópuþinginu frá árinu 1996. Hann tók við sem leiðtogi jafnaðarmanna í þinginu á síðasta ári. Fréttablaðið/Anton Hannes Swoboda, leiðtogi jafnaðarmanna á Evrópuþinginu, segir það alfarið ákvörðun Íslendinga hvort og hvernig þeir vilji haga aðildarviðræðunum að ESB. Swoboda var staddur á Íslandi um helgina og Fréttablaðið tók hann tali. Leiðtogi jafnaðarmanna, næststærsta þingflokks Evrópuþingsins, segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hægja á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið (ESB) engin áhrif hafa á viðræðurnar. Þá er hann sannfærður um að hægt sé að finna lausn á makríldeilunni sem allir deiluaðilar sætta sig við. Swoboda var staddur hér á landi um helgina en hann ávarpaði landsfund Samfylkingarinnar á laugardag undir dagskrárliðnum „Tölum um tækifærin, atvinnu- og menntamál innan ESB“. Fréttablaðið ræddi við Swoboda af þessu tilefni. Ríkisstjórnin ákvað á dögunum að hægja á aðildarviðræðum Íslands við ESB og verða því engir nýir kaflar opnaðir í samningaviðræðunum þar til eftir þingkosningarnar í vor. Þá benda skoðanakannanir til þess að þó nokkrar líkur séu á því að flokkar sem eru á móti aðild að ESB myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar. Hefur þessi staða einhver áhrif á aðildarviðræður Íslands að sambandinu frá ESB séð? „Ég legg mikla áherslu á að það er íslensku þjóðarinnar að taka ákvörðun um hvernig hún vill haga sambandi sínu við ESB. Ef ríkisstjórnin vill hægja á viðræðunum þangað til eftir kosningar þá er það hennar ákvörðun og ég sé ekkert vandamál við það. Ef Íslendingar kjósa ríkisstjórn sem er á móti viðræðunum þá er það líka þeirra ákvörðun. Ég held að það sé skýr vilji innan ESB til þess að Ísland gerist aðili að sambandinu en það er engin pressa af hálfu sambandsins um að það þurfi að gerast á allra næstunni,“ segir Swoboda og heldur áfram: „Þá er það ekkert leyndarmál að ESB hefur verið að glíma við sín eigin vandamál sem þarf að leysa. Ég get til dæmis nefnt mikið atvinnuleysi. Ef og þegar það tekst að leysa þessi vandamál kann að vera að ESB líti skyndilega álitlegar út bæði fyrir íbúa innan ESB og sömuleiðis íbúa þeirra ríkja sem standa utan við sambandið en myndu kannski vilja ganga í það. Það þarf því ekki að henta ESB illa að hægt sé á viðræðunum.“ Spurður um stöðu makríldeilunnar milli Íslands og Færeyja annars vegar og Noregs og ESB hins vegar segir Swoboda: „Ég er sannfærður um að það er hægt að finna lausn á deilunni sem allir geta sætt sig við. Auðvitað er áhyggjuefni að sem stendur er verið að ofveiða makrílstofninn, sem er ekki sjálfbært til lengri tíma, en ég held að deiluaðilarnir hljóti að átta sig á því að það getur ekki gengið til lengdar,“ segir Swoboda. Að lokum óskar Swoboda Íslendingum til hamingju með dóm EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu og bætir við að dómurinn sýni fram á að eftirlit með, og gangverkið utan um fjármálastarfsemi, þurfi að vera samræmt milli landa og þar hafi ESB hlutverki að gegna. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Hannes Swoboda, leiðtogi jafnaðarmanna á Evrópuþinginu, segir það alfarið ákvörðun Íslendinga hvort og hvernig þeir vilji haga aðildarviðræðunum að ESB. Swoboda var staddur á Íslandi um helgina og Fréttablaðið tók hann tali. Leiðtogi jafnaðarmanna, næststærsta þingflokks Evrópuþingsins, segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hægja á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið (ESB) engin áhrif hafa á viðræðurnar. Þá er hann sannfærður um að hægt sé að finna lausn á makríldeilunni sem allir deiluaðilar sætta sig við. Swoboda var staddur hér á landi um helgina en hann ávarpaði landsfund Samfylkingarinnar á laugardag undir dagskrárliðnum „Tölum um tækifærin, atvinnu- og menntamál innan ESB“. Fréttablaðið ræddi við Swoboda af þessu tilefni. Ríkisstjórnin ákvað á dögunum að hægja á aðildarviðræðum Íslands við ESB og verða því engir nýir kaflar opnaðir í samningaviðræðunum þar til eftir þingkosningarnar í vor. Þá benda skoðanakannanir til þess að þó nokkrar líkur séu á því að flokkar sem eru á móti aðild að ESB myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar. Hefur þessi staða einhver áhrif á aðildarviðræður Íslands að sambandinu frá ESB séð? „Ég legg mikla áherslu á að það er íslensku þjóðarinnar að taka ákvörðun um hvernig hún vill haga sambandi sínu við ESB. Ef ríkisstjórnin vill hægja á viðræðunum þangað til eftir kosningar þá er það hennar ákvörðun og ég sé ekkert vandamál við það. Ef Íslendingar kjósa ríkisstjórn sem er á móti viðræðunum þá er það líka þeirra ákvörðun. Ég held að það sé skýr vilji innan ESB til þess að Ísland gerist aðili að sambandinu en það er engin pressa af hálfu sambandsins um að það þurfi að gerast á allra næstunni,“ segir Swoboda og heldur áfram: „Þá er það ekkert leyndarmál að ESB hefur verið að glíma við sín eigin vandamál sem þarf að leysa. Ég get til dæmis nefnt mikið atvinnuleysi. Ef og þegar það tekst að leysa þessi vandamál kann að vera að ESB líti skyndilega álitlegar út bæði fyrir íbúa innan ESB og sömuleiðis íbúa þeirra ríkja sem standa utan við sambandið en myndu kannski vilja ganga í það. Það þarf því ekki að henta ESB illa að hægt sé á viðræðunum.“ Spurður um stöðu makríldeilunnar milli Íslands og Færeyja annars vegar og Noregs og ESB hins vegar segir Swoboda: „Ég er sannfærður um að það er hægt að finna lausn á deilunni sem allir geta sætt sig við. Auðvitað er áhyggjuefni að sem stendur er verið að ofveiða makrílstofninn, sem er ekki sjálfbært til lengri tíma, en ég held að deiluaðilarnir hljóti að átta sig á því að það getur ekki gengið til lengdar,“ segir Swoboda. Að lokum óskar Swoboda Íslendingum til hamingju með dóm EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu og bætir við að dómurinn sýni fram á að eftirlit með, og gangverkið utan um fjármálastarfsemi, þurfi að vera samræmt milli landa og þar hafi ESB hlutverki að gegna.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira