Ný forysta fer beint í baráttuna 1. febrúar 2013 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir og Dagur B. Eggertsson stíga bæði til hliðar á morgun. Eftirmanna þeirra bíður að leiða flokkinn inn í erfiða kosningabaráttu.fréttablaðið/daníel Það skýrist á morgun hver munu leiða Samfylkinguna inn í kosningabaráttuna, en landsfundur flokksins hefst í dag. Raunar liggur þegar fyrir hver verður næsti formaður flokksins þar sem kosningu um það lauk á mánudaginn. Það verður hins vegar ekki gefið upp fyrr en klukkan 11.30 á morgun. Að því loknu kýs Samfylkingarfólk sér nýjan varaformann. Það er ekki ofsögum sagt að fundurinn um helgina boði straumhvörf fyrir flokkinn. Kosið verður til Alþingis 29. apríl og auk forystuskipta bíður því fundarmanna að leggja línurnar fyrir kosningabaráttuna. Þar liggja sóknarfæri flokksins endilega ekki ljós fyrir.Hægri/vinstri lifir enn Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson buðu sig fram til formanns. Pólitískt upphaf beggja var í Alþýðubandalaginu en Árni Páll er, hvort sem það er sanngjarnt eður ei, í almannarómi sagður hægra megin við Guðbjart. Það gæti skipt máli þegar til kosningabaráttunnar kemur. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir úrslit formannskjörsins geta haft áhrif á ímynd flokksins í kosningum og það hver forgangsröðunin verði í stjórnarmyndunarviðræðum. Sé fyrrnefnd flokkun á frambjóðendunum rétt, sem hann geri ráð fyrir að sé, gæti kjör Árna Páls auðveldað flokknum að höfða til miðjufylgis, ekki á ósvipuðum slóðum og Björt framtíð stefni á. „Ég geri ráð fyrir því að það sé allavega einhver slagur um kjósendur á milli Samfylkingar og Bjartrar framtíðar og formannskjörið gæti haft einhver áhrif á hann. Varðandi ríkisstjórn hugsa ég, án þess að ég hafi neitt sérstaklega skýrt fyrir mér í því, að Árni Páll mundi fyrr koma að þeim möguleika að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum en Guðbjartur."Áhersla á árangurinn Gunnar Helgi segir að vígstaða flokksins fyrir komandi kosningabaráttu sé ekki einföld og hún hafi ýmis erfið mál á bakinu. „Til dæmis þennan Icesave-dóm. Ég er reyndar ekki viss um að hann verði mjög fyrirferðarmikill í kosningabaráttunni, en hann er náttúrulega ekki hagstæður flokknum. Þá bakkaði hún aðeins í Evrópumálum fyrir Vinstri grænum. Einhverjir munu verða sárir yfir því og þá væri Björt framtíð sennilega valkostur þeirra. Þeir eiga hins vegar ekki mjög marga kosti í íslensku flokkakerfi þannig að það er ekki víst að það skaði flokkinn sérstaklega mikið." Gunnar Helgi segir að stjórnarskrármálið hafi ekki reynst Samfylkingunni það óumdeilda og þægilega mál sem hún vonaðist til. Það sé mun flóknara en svo. „Það sem Samfylkingin mun þurfa að gera út á er fyrst og fremst árangur stjórnarinnar. Hún mun rifja upp að hún hafi tekið við hræðilegu búi og skelfingarsögu uppgangstímans og hrunsins, með hennar orðum, og segja: Við tókum við öllu í kaldakoli og erum að byggja upp og höfum náð feikilega góðum árangri í samvinnu við alþjóðlega aðila og svo framvegis. Það er það upplegg sem við blasir, að leggja áherslu á að þrátt fyrir allt hafi Samfylkingin staðið vörð um velferðarkerfið."Rétta samstæðan valin? Katrín Júlíusdóttir og Oddný G. Harðardóttir hafa tilkynnt um framboð til varaformanns. Bæst gæti í þann hóp, þar sem hægt er að bjóða sig fram á fundinum sjálfum. Margir heimildarmenn Fréttablaðsins nefndu það að úrslit í formannskjörinu myndu hafa áhrif á varaformannskjörið. Þannig finnst sumum það ekki ganga að hafa formann og varaformann úr sama kjördæminu, líkt og Árni Páll og Katrín eru, eða bæði af landsbyggðinni, líkt og Guðbjartur og Oddný. Þá hefur það verið nefnt að hugmyndafræðileg breidd næðist best með Árna Páli og Oddnýju annars vegar og Guðbjarti og Katrínu hins vegar. Gunnar Helgi segist telja að margir á fundinum hugsi á þann hátt, að vilja stilla upp forystu sem sýni sem mesta breidd flokksins. Hvernig sem allt fer má segja að eftir helgi verði kosningabaráttan hafin; ný forysta tekin við keflinu og áherslumálin skýrari en áður. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Það skýrist á morgun hver munu leiða Samfylkinguna inn í kosningabaráttuna, en landsfundur flokksins hefst í dag. Raunar liggur þegar fyrir hver verður næsti formaður flokksins þar sem kosningu um það lauk á mánudaginn. Það verður hins vegar ekki gefið upp fyrr en klukkan 11.30 á morgun. Að því loknu kýs Samfylkingarfólk sér nýjan varaformann. Það er ekki ofsögum sagt að fundurinn um helgina boði straumhvörf fyrir flokkinn. Kosið verður til Alþingis 29. apríl og auk forystuskipta bíður því fundarmanna að leggja línurnar fyrir kosningabaráttuna. Þar liggja sóknarfæri flokksins endilega ekki ljós fyrir.Hægri/vinstri lifir enn Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson buðu sig fram til formanns. Pólitískt upphaf beggja var í Alþýðubandalaginu en Árni Páll er, hvort sem það er sanngjarnt eður ei, í almannarómi sagður hægra megin við Guðbjart. Það gæti skipt máli þegar til kosningabaráttunnar kemur. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir úrslit formannskjörsins geta haft áhrif á ímynd flokksins í kosningum og það hver forgangsröðunin verði í stjórnarmyndunarviðræðum. Sé fyrrnefnd flokkun á frambjóðendunum rétt, sem hann geri ráð fyrir að sé, gæti kjör Árna Páls auðveldað flokknum að höfða til miðjufylgis, ekki á ósvipuðum slóðum og Björt framtíð stefni á. „Ég geri ráð fyrir því að það sé allavega einhver slagur um kjósendur á milli Samfylkingar og Bjartrar framtíðar og formannskjörið gæti haft einhver áhrif á hann. Varðandi ríkisstjórn hugsa ég, án þess að ég hafi neitt sérstaklega skýrt fyrir mér í því, að Árni Páll mundi fyrr koma að þeim möguleika að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum en Guðbjartur."Áhersla á árangurinn Gunnar Helgi segir að vígstaða flokksins fyrir komandi kosningabaráttu sé ekki einföld og hún hafi ýmis erfið mál á bakinu. „Til dæmis þennan Icesave-dóm. Ég er reyndar ekki viss um að hann verði mjög fyrirferðarmikill í kosningabaráttunni, en hann er náttúrulega ekki hagstæður flokknum. Þá bakkaði hún aðeins í Evrópumálum fyrir Vinstri grænum. Einhverjir munu verða sárir yfir því og þá væri Björt framtíð sennilega valkostur þeirra. Þeir eiga hins vegar ekki mjög marga kosti í íslensku flokkakerfi þannig að það er ekki víst að það skaði flokkinn sérstaklega mikið." Gunnar Helgi segir að stjórnarskrármálið hafi ekki reynst Samfylkingunni það óumdeilda og þægilega mál sem hún vonaðist til. Það sé mun flóknara en svo. „Það sem Samfylkingin mun þurfa að gera út á er fyrst og fremst árangur stjórnarinnar. Hún mun rifja upp að hún hafi tekið við hræðilegu búi og skelfingarsögu uppgangstímans og hrunsins, með hennar orðum, og segja: Við tókum við öllu í kaldakoli og erum að byggja upp og höfum náð feikilega góðum árangri í samvinnu við alþjóðlega aðila og svo framvegis. Það er það upplegg sem við blasir, að leggja áherslu á að þrátt fyrir allt hafi Samfylkingin staðið vörð um velferðarkerfið."Rétta samstæðan valin? Katrín Júlíusdóttir og Oddný G. Harðardóttir hafa tilkynnt um framboð til varaformanns. Bæst gæti í þann hóp, þar sem hægt er að bjóða sig fram á fundinum sjálfum. Margir heimildarmenn Fréttablaðsins nefndu það að úrslit í formannskjörinu myndu hafa áhrif á varaformannskjörið. Þannig finnst sumum það ekki ganga að hafa formann og varaformann úr sama kjördæminu, líkt og Árni Páll og Katrín eru, eða bæði af landsbyggðinni, líkt og Guðbjartur og Oddný. Þá hefur það verið nefnt að hugmyndafræðileg breidd næðist best með Árna Páli og Oddnýju annars vegar og Guðbjarti og Katrínu hins vegar. Gunnar Helgi segist telja að margir á fundinum hugsi á þann hátt, að vilja stilla upp forystu sem sýni sem mesta breidd flokksins. Hvernig sem allt fer má segja að eftir helgi verði kosningabaráttan hafin; ný forysta tekin við keflinu og áherslumálin skýrari en áður.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira