Ný forysta fer beint í baráttuna 1. febrúar 2013 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir og Dagur B. Eggertsson stíga bæði til hliðar á morgun. Eftirmanna þeirra bíður að leiða flokkinn inn í erfiða kosningabaráttu.fréttablaðið/daníel Það skýrist á morgun hver munu leiða Samfylkinguna inn í kosningabaráttuna, en landsfundur flokksins hefst í dag. Raunar liggur þegar fyrir hver verður næsti formaður flokksins þar sem kosningu um það lauk á mánudaginn. Það verður hins vegar ekki gefið upp fyrr en klukkan 11.30 á morgun. Að því loknu kýs Samfylkingarfólk sér nýjan varaformann. Það er ekki ofsögum sagt að fundurinn um helgina boði straumhvörf fyrir flokkinn. Kosið verður til Alþingis 29. apríl og auk forystuskipta bíður því fundarmanna að leggja línurnar fyrir kosningabaráttuna. Þar liggja sóknarfæri flokksins endilega ekki ljós fyrir.Hægri/vinstri lifir enn Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson buðu sig fram til formanns. Pólitískt upphaf beggja var í Alþýðubandalaginu en Árni Páll er, hvort sem það er sanngjarnt eður ei, í almannarómi sagður hægra megin við Guðbjart. Það gæti skipt máli þegar til kosningabaráttunnar kemur. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir úrslit formannskjörsins geta haft áhrif á ímynd flokksins í kosningum og það hver forgangsröðunin verði í stjórnarmyndunarviðræðum. Sé fyrrnefnd flokkun á frambjóðendunum rétt, sem hann geri ráð fyrir að sé, gæti kjör Árna Páls auðveldað flokknum að höfða til miðjufylgis, ekki á ósvipuðum slóðum og Björt framtíð stefni á. „Ég geri ráð fyrir því að það sé allavega einhver slagur um kjósendur á milli Samfylkingar og Bjartrar framtíðar og formannskjörið gæti haft einhver áhrif á hann. Varðandi ríkisstjórn hugsa ég, án þess að ég hafi neitt sérstaklega skýrt fyrir mér í því, að Árni Páll mundi fyrr koma að þeim möguleika að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum en Guðbjartur."Áhersla á árangurinn Gunnar Helgi segir að vígstaða flokksins fyrir komandi kosningabaráttu sé ekki einföld og hún hafi ýmis erfið mál á bakinu. „Til dæmis þennan Icesave-dóm. Ég er reyndar ekki viss um að hann verði mjög fyrirferðarmikill í kosningabaráttunni, en hann er náttúrulega ekki hagstæður flokknum. Þá bakkaði hún aðeins í Evrópumálum fyrir Vinstri grænum. Einhverjir munu verða sárir yfir því og þá væri Björt framtíð sennilega valkostur þeirra. Þeir eiga hins vegar ekki mjög marga kosti í íslensku flokkakerfi þannig að það er ekki víst að það skaði flokkinn sérstaklega mikið." Gunnar Helgi segir að stjórnarskrármálið hafi ekki reynst Samfylkingunni það óumdeilda og þægilega mál sem hún vonaðist til. Það sé mun flóknara en svo. „Það sem Samfylkingin mun þurfa að gera út á er fyrst og fremst árangur stjórnarinnar. Hún mun rifja upp að hún hafi tekið við hræðilegu búi og skelfingarsögu uppgangstímans og hrunsins, með hennar orðum, og segja: Við tókum við öllu í kaldakoli og erum að byggja upp og höfum náð feikilega góðum árangri í samvinnu við alþjóðlega aðila og svo framvegis. Það er það upplegg sem við blasir, að leggja áherslu á að þrátt fyrir allt hafi Samfylkingin staðið vörð um velferðarkerfið."Rétta samstæðan valin? Katrín Júlíusdóttir og Oddný G. Harðardóttir hafa tilkynnt um framboð til varaformanns. Bæst gæti í þann hóp, þar sem hægt er að bjóða sig fram á fundinum sjálfum. Margir heimildarmenn Fréttablaðsins nefndu það að úrslit í formannskjörinu myndu hafa áhrif á varaformannskjörið. Þannig finnst sumum það ekki ganga að hafa formann og varaformann úr sama kjördæminu, líkt og Árni Páll og Katrín eru, eða bæði af landsbyggðinni, líkt og Guðbjartur og Oddný. Þá hefur það verið nefnt að hugmyndafræðileg breidd næðist best með Árna Páli og Oddnýju annars vegar og Guðbjarti og Katrínu hins vegar. Gunnar Helgi segist telja að margir á fundinum hugsi á þann hátt, að vilja stilla upp forystu sem sýni sem mesta breidd flokksins. Hvernig sem allt fer má segja að eftir helgi verði kosningabaráttan hafin; ný forysta tekin við keflinu og áherslumálin skýrari en áður. Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Það skýrist á morgun hver munu leiða Samfylkinguna inn í kosningabaráttuna, en landsfundur flokksins hefst í dag. Raunar liggur þegar fyrir hver verður næsti formaður flokksins þar sem kosningu um það lauk á mánudaginn. Það verður hins vegar ekki gefið upp fyrr en klukkan 11.30 á morgun. Að því loknu kýs Samfylkingarfólk sér nýjan varaformann. Það er ekki ofsögum sagt að fundurinn um helgina boði straumhvörf fyrir flokkinn. Kosið verður til Alþingis 29. apríl og auk forystuskipta bíður því fundarmanna að leggja línurnar fyrir kosningabaráttuna. Þar liggja sóknarfæri flokksins endilega ekki ljós fyrir.Hægri/vinstri lifir enn Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson buðu sig fram til formanns. Pólitískt upphaf beggja var í Alþýðubandalaginu en Árni Páll er, hvort sem það er sanngjarnt eður ei, í almannarómi sagður hægra megin við Guðbjart. Það gæti skipt máli þegar til kosningabaráttunnar kemur. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir úrslit formannskjörsins geta haft áhrif á ímynd flokksins í kosningum og það hver forgangsröðunin verði í stjórnarmyndunarviðræðum. Sé fyrrnefnd flokkun á frambjóðendunum rétt, sem hann geri ráð fyrir að sé, gæti kjör Árna Páls auðveldað flokknum að höfða til miðjufylgis, ekki á ósvipuðum slóðum og Björt framtíð stefni á. „Ég geri ráð fyrir því að það sé allavega einhver slagur um kjósendur á milli Samfylkingar og Bjartrar framtíðar og formannskjörið gæti haft einhver áhrif á hann. Varðandi ríkisstjórn hugsa ég, án þess að ég hafi neitt sérstaklega skýrt fyrir mér í því, að Árni Páll mundi fyrr koma að þeim möguleika að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum en Guðbjartur."Áhersla á árangurinn Gunnar Helgi segir að vígstaða flokksins fyrir komandi kosningabaráttu sé ekki einföld og hún hafi ýmis erfið mál á bakinu. „Til dæmis þennan Icesave-dóm. Ég er reyndar ekki viss um að hann verði mjög fyrirferðarmikill í kosningabaráttunni, en hann er náttúrulega ekki hagstæður flokknum. Þá bakkaði hún aðeins í Evrópumálum fyrir Vinstri grænum. Einhverjir munu verða sárir yfir því og þá væri Björt framtíð sennilega valkostur þeirra. Þeir eiga hins vegar ekki mjög marga kosti í íslensku flokkakerfi þannig að það er ekki víst að það skaði flokkinn sérstaklega mikið." Gunnar Helgi segir að stjórnarskrármálið hafi ekki reynst Samfylkingunni það óumdeilda og þægilega mál sem hún vonaðist til. Það sé mun flóknara en svo. „Það sem Samfylkingin mun þurfa að gera út á er fyrst og fremst árangur stjórnarinnar. Hún mun rifja upp að hún hafi tekið við hræðilegu búi og skelfingarsögu uppgangstímans og hrunsins, með hennar orðum, og segja: Við tókum við öllu í kaldakoli og erum að byggja upp og höfum náð feikilega góðum árangri í samvinnu við alþjóðlega aðila og svo framvegis. Það er það upplegg sem við blasir, að leggja áherslu á að þrátt fyrir allt hafi Samfylkingin staðið vörð um velferðarkerfið."Rétta samstæðan valin? Katrín Júlíusdóttir og Oddný G. Harðardóttir hafa tilkynnt um framboð til varaformanns. Bæst gæti í þann hóp, þar sem hægt er að bjóða sig fram á fundinum sjálfum. Margir heimildarmenn Fréttablaðsins nefndu það að úrslit í formannskjörinu myndu hafa áhrif á varaformannskjörið. Þannig finnst sumum það ekki ganga að hafa formann og varaformann úr sama kjördæminu, líkt og Árni Páll og Katrín eru, eða bæði af landsbyggðinni, líkt og Guðbjartur og Oddný. Þá hefur það verið nefnt að hugmyndafræðileg breidd næðist best með Árna Páli og Oddnýju annars vegar og Guðbjarti og Katrínu hins vegar. Gunnar Helgi segist telja að margir á fundinum hugsi á þann hátt, að vilja stilla upp forystu sem sýni sem mesta breidd flokksins. Hvernig sem allt fer má segja að eftir helgi verði kosningabaráttan hafin; ný forysta tekin við keflinu og áherslumálin skýrari en áður.
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira