Ný forysta fer beint í baráttuna 1. febrúar 2013 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir og Dagur B. Eggertsson stíga bæði til hliðar á morgun. Eftirmanna þeirra bíður að leiða flokkinn inn í erfiða kosningabaráttu.fréttablaðið/daníel Það skýrist á morgun hver munu leiða Samfylkinguna inn í kosningabaráttuna, en landsfundur flokksins hefst í dag. Raunar liggur þegar fyrir hver verður næsti formaður flokksins þar sem kosningu um það lauk á mánudaginn. Það verður hins vegar ekki gefið upp fyrr en klukkan 11.30 á morgun. Að því loknu kýs Samfylkingarfólk sér nýjan varaformann. Það er ekki ofsögum sagt að fundurinn um helgina boði straumhvörf fyrir flokkinn. Kosið verður til Alþingis 29. apríl og auk forystuskipta bíður því fundarmanna að leggja línurnar fyrir kosningabaráttuna. Þar liggja sóknarfæri flokksins endilega ekki ljós fyrir.Hægri/vinstri lifir enn Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson buðu sig fram til formanns. Pólitískt upphaf beggja var í Alþýðubandalaginu en Árni Páll er, hvort sem það er sanngjarnt eður ei, í almannarómi sagður hægra megin við Guðbjart. Það gæti skipt máli þegar til kosningabaráttunnar kemur. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir úrslit formannskjörsins geta haft áhrif á ímynd flokksins í kosningum og það hver forgangsröðunin verði í stjórnarmyndunarviðræðum. Sé fyrrnefnd flokkun á frambjóðendunum rétt, sem hann geri ráð fyrir að sé, gæti kjör Árna Páls auðveldað flokknum að höfða til miðjufylgis, ekki á ósvipuðum slóðum og Björt framtíð stefni á. „Ég geri ráð fyrir því að það sé allavega einhver slagur um kjósendur á milli Samfylkingar og Bjartrar framtíðar og formannskjörið gæti haft einhver áhrif á hann. Varðandi ríkisstjórn hugsa ég, án þess að ég hafi neitt sérstaklega skýrt fyrir mér í því, að Árni Páll mundi fyrr koma að þeim möguleika að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum en Guðbjartur."Áhersla á árangurinn Gunnar Helgi segir að vígstaða flokksins fyrir komandi kosningabaráttu sé ekki einföld og hún hafi ýmis erfið mál á bakinu. „Til dæmis þennan Icesave-dóm. Ég er reyndar ekki viss um að hann verði mjög fyrirferðarmikill í kosningabaráttunni, en hann er náttúrulega ekki hagstæður flokknum. Þá bakkaði hún aðeins í Evrópumálum fyrir Vinstri grænum. Einhverjir munu verða sárir yfir því og þá væri Björt framtíð sennilega valkostur þeirra. Þeir eiga hins vegar ekki mjög marga kosti í íslensku flokkakerfi þannig að það er ekki víst að það skaði flokkinn sérstaklega mikið." Gunnar Helgi segir að stjórnarskrármálið hafi ekki reynst Samfylkingunni það óumdeilda og þægilega mál sem hún vonaðist til. Það sé mun flóknara en svo. „Það sem Samfylkingin mun þurfa að gera út á er fyrst og fremst árangur stjórnarinnar. Hún mun rifja upp að hún hafi tekið við hræðilegu búi og skelfingarsögu uppgangstímans og hrunsins, með hennar orðum, og segja: Við tókum við öllu í kaldakoli og erum að byggja upp og höfum náð feikilega góðum árangri í samvinnu við alþjóðlega aðila og svo framvegis. Það er það upplegg sem við blasir, að leggja áherslu á að þrátt fyrir allt hafi Samfylkingin staðið vörð um velferðarkerfið."Rétta samstæðan valin? Katrín Júlíusdóttir og Oddný G. Harðardóttir hafa tilkynnt um framboð til varaformanns. Bæst gæti í þann hóp, þar sem hægt er að bjóða sig fram á fundinum sjálfum. Margir heimildarmenn Fréttablaðsins nefndu það að úrslit í formannskjörinu myndu hafa áhrif á varaformannskjörið. Þannig finnst sumum það ekki ganga að hafa formann og varaformann úr sama kjördæminu, líkt og Árni Páll og Katrín eru, eða bæði af landsbyggðinni, líkt og Guðbjartur og Oddný. Þá hefur það verið nefnt að hugmyndafræðileg breidd næðist best með Árna Páli og Oddnýju annars vegar og Guðbjarti og Katrínu hins vegar. Gunnar Helgi segist telja að margir á fundinum hugsi á þann hátt, að vilja stilla upp forystu sem sýni sem mesta breidd flokksins. Hvernig sem allt fer má segja að eftir helgi verði kosningabaráttan hafin; ný forysta tekin við keflinu og áherslumálin skýrari en áður. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Það skýrist á morgun hver munu leiða Samfylkinguna inn í kosningabaráttuna, en landsfundur flokksins hefst í dag. Raunar liggur þegar fyrir hver verður næsti formaður flokksins þar sem kosningu um það lauk á mánudaginn. Það verður hins vegar ekki gefið upp fyrr en klukkan 11.30 á morgun. Að því loknu kýs Samfylkingarfólk sér nýjan varaformann. Það er ekki ofsögum sagt að fundurinn um helgina boði straumhvörf fyrir flokkinn. Kosið verður til Alþingis 29. apríl og auk forystuskipta bíður því fundarmanna að leggja línurnar fyrir kosningabaráttuna. Þar liggja sóknarfæri flokksins endilega ekki ljós fyrir.Hægri/vinstri lifir enn Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson buðu sig fram til formanns. Pólitískt upphaf beggja var í Alþýðubandalaginu en Árni Páll er, hvort sem það er sanngjarnt eður ei, í almannarómi sagður hægra megin við Guðbjart. Það gæti skipt máli þegar til kosningabaráttunnar kemur. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir úrslit formannskjörsins geta haft áhrif á ímynd flokksins í kosningum og það hver forgangsröðunin verði í stjórnarmyndunarviðræðum. Sé fyrrnefnd flokkun á frambjóðendunum rétt, sem hann geri ráð fyrir að sé, gæti kjör Árna Páls auðveldað flokknum að höfða til miðjufylgis, ekki á ósvipuðum slóðum og Björt framtíð stefni á. „Ég geri ráð fyrir því að það sé allavega einhver slagur um kjósendur á milli Samfylkingar og Bjartrar framtíðar og formannskjörið gæti haft einhver áhrif á hann. Varðandi ríkisstjórn hugsa ég, án þess að ég hafi neitt sérstaklega skýrt fyrir mér í því, að Árni Páll mundi fyrr koma að þeim möguleika að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum en Guðbjartur."Áhersla á árangurinn Gunnar Helgi segir að vígstaða flokksins fyrir komandi kosningabaráttu sé ekki einföld og hún hafi ýmis erfið mál á bakinu. „Til dæmis þennan Icesave-dóm. Ég er reyndar ekki viss um að hann verði mjög fyrirferðarmikill í kosningabaráttunni, en hann er náttúrulega ekki hagstæður flokknum. Þá bakkaði hún aðeins í Evrópumálum fyrir Vinstri grænum. Einhverjir munu verða sárir yfir því og þá væri Björt framtíð sennilega valkostur þeirra. Þeir eiga hins vegar ekki mjög marga kosti í íslensku flokkakerfi þannig að það er ekki víst að það skaði flokkinn sérstaklega mikið." Gunnar Helgi segir að stjórnarskrármálið hafi ekki reynst Samfylkingunni það óumdeilda og þægilega mál sem hún vonaðist til. Það sé mun flóknara en svo. „Það sem Samfylkingin mun þurfa að gera út á er fyrst og fremst árangur stjórnarinnar. Hún mun rifja upp að hún hafi tekið við hræðilegu búi og skelfingarsögu uppgangstímans og hrunsins, með hennar orðum, og segja: Við tókum við öllu í kaldakoli og erum að byggja upp og höfum náð feikilega góðum árangri í samvinnu við alþjóðlega aðila og svo framvegis. Það er það upplegg sem við blasir, að leggja áherslu á að þrátt fyrir allt hafi Samfylkingin staðið vörð um velferðarkerfið."Rétta samstæðan valin? Katrín Júlíusdóttir og Oddný G. Harðardóttir hafa tilkynnt um framboð til varaformanns. Bæst gæti í þann hóp, þar sem hægt er að bjóða sig fram á fundinum sjálfum. Margir heimildarmenn Fréttablaðsins nefndu það að úrslit í formannskjörinu myndu hafa áhrif á varaformannskjörið. Þannig finnst sumum það ekki ganga að hafa formann og varaformann úr sama kjördæminu, líkt og Árni Páll og Katrín eru, eða bæði af landsbyggðinni, líkt og Guðbjartur og Oddný. Þá hefur það verið nefnt að hugmyndafræðileg breidd næðist best með Árna Páli og Oddnýju annars vegar og Guðbjarti og Katrínu hins vegar. Gunnar Helgi segist telja að margir á fundinum hugsi á þann hátt, að vilja stilla upp forystu sem sýni sem mesta breidd flokksins. Hvernig sem allt fer má segja að eftir helgi verði kosningabaráttan hafin; ný forysta tekin við keflinu og áherslumálin skýrari en áður.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira