Holskefla kynferðisbrotamála Sunna Valgerðardóttir skrifar 31. janúar 2013 06:00 Rannsókn lögreglu á málum Karls Vignis miðar vel og hann er sagður samvinnuþýður í yfirheyrslum. Hann situr nú í síbrotagæslu.Fréttablaðið/GVA Fjölmiðlar hafa fjallað um tuttugu óskyld mál tengd kynferðislegri misnotkun á börnum á tímabilinu 7.-27. janúar. Karl Vignir Þorsteinsson og hans gjörðir teljast sem eitt. Þrjú kynferðisbrotamál er varða fullorðna hafa verið í fréttum það sem af er ári. Árið 2013 bauð okkur velkomin með stærstu flóðbylgju mála er varðar kynferðisbrot gegn börnum sem sögur fara af á Íslandi. Eins og alþjóð veit hófst umræðan með umfjöllun Kastljóssins þann 7. janúar um Karl Vigni Þorsteinsson, sem játaði í þáttunum að hafa brotið kynferðislega á hátt í fimmtíu börnum á hálfrar aldar tímabili. Fleiri menn voru handteknir í kjölfarið, margir vegna eldri mála, en aðrir létu umræðuna í samfélaginu ekki aftra sér frá því að brjóta þá og þegar á börnum. Rannsóknardeildir lögreglunnar á Akureyri og í Reykjavík hafa vart undan að rannsaka kynferðisbrotamál tengd börnum og unglingum og segjast báðar deildir aldrei fyrr hafa fengið slíkan fjölda mála á jafn stuttum tíma. Barnahús getur ekki annað eftirspurn og samkvæmt forstöðukonu staðarins hafa símalínur verið rauðglóandi allt frá byrjun mánaðarins. Sama sagan er hjá Stígamótum. Ríkissaksóknari segir embættið undirmannað og ákærði einungis í 15 barnaníðsmálum allt árið í fyrra. Alls hafa tuttugu óskyld mál um kynferðisbrot gegn börnum verið til umfjöllunar í fjölmiðlum á tímabilinu 7. janúar til þess 27. Hafa ber í huga að fregnir af brotum Karls Vignis eru þar taldar sem ein. Nokkrir dómar hafa fallið, fórnarlömb kæra brot, fyrnd og ófyrnd, um land allt og mönnum hefur verið vísað úr starfi vegna gamalla brota. Þá hefur almenningur einnig reynt að taka lögin í sínar eigin hendur með ofbeldi og nafngreiningu á meintum kynferðisbrotamönnum, bæði í fjöldapóstum sem dreift er í hús og á samfélagsmiðlum. Sérfræðingar vara við slíkum leiðum og segja það grafa undan réttarkerfinu. Einhver gæti sagt að umfjallanir um tuttugu kynferðisbrotamál gegn börnum á tuttugu dögum væru tuttugu of mikið. Það er vissulega tuttugu kynferðisbrotum of mikið, en hversu erfið sem umræðan kann að vera þá er hún nauðsynleg. Þrjú mál ekki tengd börnum Þrjú kynferðisbrotamál sem ekki tengdust börnum rötuðu í fjölmiðla í janúar 2013 á móti þeim tuttugu þar sem börn komu við sögu. Málin eru misalvarleg. 6. janúar Karlmaður kærir nauðgun til lögreglu sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur. Fyrstu fregnir hermdu að um hópnauðgun hefði verið að ræða en þær voru síðar dregnar til baka. Rannsókn lögreglu á málinu er enn í gangi. 10. janúar Karlmaður er sýknaður af nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness. Ástæða sýknu var meðal annars sú að konan sem hann var ákærður fyrir að brjóta á fór úr að ofan og lagðist hjá honum. 11. janúar Stefán Logi Sívarsson og Þorsteinn Birgisson eru dæmdir í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun 19 ára stúlkuHeimild: Fjölmiðlavaktin. Grafík/Klara Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Fjölmiðlar hafa fjallað um tuttugu óskyld mál tengd kynferðislegri misnotkun á börnum á tímabilinu 7.-27. janúar. Karl Vignir Þorsteinsson og hans gjörðir teljast sem eitt. Þrjú kynferðisbrotamál er varða fullorðna hafa verið í fréttum það sem af er ári. Árið 2013 bauð okkur velkomin með stærstu flóðbylgju mála er varðar kynferðisbrot gegn börnum sem sögur fara af á Íslandi. Eins og alþjóð veit hófst umræðan með umfjöllun Kastljóssins þann 7. janúar um Karl Vigni Þorsteinsson, sem játaði í þáttunum að hafa brotið kynferðislega á hátt í fimmtíu börnum á hálfrar aldar tímabili. Fleiri menn voru handteknir í kjölfarið, margir vegna eldri mála, en aðrir létu umræðuna í samfélaginu ekki aftra sér frá því að brjóta þá og þegar á börnum. Rannsóknardeildir lögreglunnar á Akureyri og í Reykjavík hafa vart undan að rannsaka kynferðisbrotamál tengd börnum og unglingum og segjast báðar deildir aldrei fyrr hafa fengið slíkan fjölda mála á jafn stuttum tíma. Barnahús getur ekki annað eftirspurn og samkvæmt forstöðukonu staðarins hafa símalínur verið rauðglóandi allt frá byrjun mánaðarins. Sama sagan er hjá Stígamótum. Ríkissaksóknari segir embættið undirmannað og ákærði einungis í 15 barnaníðsmálum allt árið í fyrra. Alls hafa tuttugu óskyld mál um kynferðisbrot gegn börnum verið til umfjöllunar í fjölmiðlum á tímabilinu 7. janúar til þess 27. Hafa ber í huga að fregnir af brotum Karls Vignis eru þar taldar sem ein. Nokkrir dómar hafa fallið, fórnarlömb kæra brot, fyrnd og ófyrnd, um land allt og mönnum hefur verið vísað úr starfi vegna gamalla brota. Þá hefur almenningur einnig reynt að taka lögin í sínar eigin hendur með ofbeldi og nafngreiningu á meintum kynferðisbrotamönnum, bæði í fjöldapóstum sem dreift er í hús og á samfélagsmiðlum. Sérfræðingar vara við slíkum leiðum og segja það grafa undan réttarkerfinu. Einhver gæti sagt að umfjallanir um tuttugu kynferðisbrotamál gegn börnum á tuttugu dögum væru tuttugu of mikið. Það er vissulega tuttugu kynferðisbrotum of mikið, en hversu erfið sem umræðan kann að vera þá er hún nauðsynleg. Þrjú mál ekki tengd börnum Þrjú kynferðisbrotamál sem ekki tengdust börnum rötuðu í fjölmiðla í janúar 2013 á móti þeim tuttugu þar sem börn komu við sögu. Málin eru misalvarleg. 6. janúar Karlmaður kærir nauðgun til lögreglu sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur. Fyrstu fregnir hermdu að um hópnauðgun hefði verið að ræða en þær voru síðar dregnar til baka. Rannsókn lögreglu á málinu er enn í gangi. 10. janúar Karlmaður er sýknaður af nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness. Ástæða sýknu var meðal annars sú að konan sem hann var ákærður fyrir að brjóta á fór úr að ofan og lagðist hjá honum. 11. janúar Stefán Logi Sívarsson og Þorsteinn Birgisson eru dæmdir í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun 19 ára stúlkuHeimild: Fjölmiðlavaktin. Grafík/Klara
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira