Innlent

Sláturhúsinu breytt í hótel

Nýtt Fosshótel rís á grunni gamla sláturhússins á Patreksfirði.
Nýtt Fosshótel rís á grunni gamla sláturhússins á Patreksfirði. Mynd/Egill Aðalsteinsson
Bygging Fosshótels á Patreksfirði er langt komin. Hótelið verður hið glæsilegasta, en það rúmar 41 herbergi og verður til húsa við Aðalstræti 100. Hótelið er reist á grunni gamla sláturhússins á Patreksfirði.

Áætlað er að breytingarnar á húsnæðinu kosti 350 til 400 milljónir króna. Hrönn Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Fosshótela, segir á bb.is að farið sé að örla á bókunum fyrir næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×