Þýsk hjón gefa safn íslenskra landabréfa Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. janúar 2013 07:00 Dæmi úr safni Schulte-hjónanna er Íslandskort sem Joris Carolus teiknaði og málaði í Amsterdam á árunum 1630 til 1636. Akureyrarbær mun á næstunni eignast einstakt safn handmálaðra landabréfa af Íslandi sem þýsku hjónin og Íslandsvinirnir Karl-Werner Schulte og Gisela Schulte-Daxbök hafa komið sér upp á liðnum áratugum. „Elstu kortin eru frá byrjun sautjándu aldar en það yngsta er frá árinu 1808," segir Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Að sögn Þórgnýs kom Gisela fyrst til Íslands til að taka þátt í rannsóknum í Surtsey. Þau hjónin hafi komið hingað í ótal skipti síðan, bæði í vinnuferðir og í frí. Fyrir tíu árum hafi þau fyrst boðið Akureyrarbæ landabréfasafnið til eignar. Fyrir ári hafi þau ítrekað tilboð sitt. „Við spurðum af hverju þau vildu gefa Akureyrarbæ safnið frekar en til dæmis Landmælingum Íslands. Þá kom í ljós rómantíska hliðin á þessari sögu," segir Þórgnýr, sem kveður þau hjónin einfaldlega hafa orðið ástfangin af Akureyri. „Þau komu hingað í brúðkaupsferð og gistu á Hótel KEA. Þau komu líka þegar Karl varð fimmtugur og tóku þá börnin með sér. Þau sögðust vilja að kortin enduðu á Íslandi og gætu best hugsað sér að það verði á Akureyri." Þórgnýr segir Karl og Giselu ekki láta of ströng skilyrði fylgja gjöfinni. „Þau gera ekki kröfu um að bréfin séu sýnd stöðugt heldur að þau séu í öruggri geymslu og sýnd reglulega og að safnið sé til í þeirra nafni. Skuldbindingin sem við göngumst undir er að sýna safnið einu sinni á ári og hafa það ávallt aðgengilegt til rannsókna," segir hann. Kortin verða til sýnis í nokkrar vikur á hverju sumri í Minjasafni Akureyrar. Jafnvel strax næsta sumar. „Við sjáum fyrir okkur að þetta geti verið áhugavert efni fyrir gesti og ferðamenn. Þau vilja líka gjarnan að það séu lánaðir hlutar af safninu til sýninga annars staðar innan landsteinanna," segir Þórgnýr. Kortasafnið er uppsett í sérhönnuðu húsi Karls og Giselu í Geisenheim í Þýskalandi. „Þau hafa lagt mikið á sig í áratugi að fylgjast með víða um heim og ná í einstök kort. Það eru sérstaklega stór þakskegg á húsinu til að verja kortin fyrir sólarljósi. Þau segja að þetta sé heildstæðasta einkasafnið af handgerðum Íslandskortum sem til er í heiminum. Ef þetta færi allt á uppboð yrði verðið örugglega fleiri tugir milljóna," segir Þórgnýr. Gjöfin verður afhent ytra. „Þetta er mjög nákvæmt fólk. Þau vilja að við förum til Þýskalands og tökum við gjöfinni við húsdyrnar. Þau ætla að hætta að eiga safnið um leið og það er komið út úr dyrunum," segir Þórgnýr Dýrfjörð. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Akureyrarbær mun á næstunni eignast einstakt safn handmálaðra landabréfa af Íslandi sem þýsku hjónin og Íslandsvinirnir Karl-Werner Schulte og Gisela Schulte-Daxbök hafa komið sér upp á liðnum áratugum. „Elstu kortin eru frá byrjun sautjándu aldar en það yngsta er frá árinu 1808," segir Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Að sögn Þórgnýs kom Gisela fyrst til Íslands til að taka þátt í rannsóknum í Surtsey. Þau hjónin hafi komið hingað í ótal skipti síðan, bæði í vinnuferðir og í frí. Fyrir tíu árum hafi þau fyrst boðið Akureyrarbæ landabréfasafnið til eignar. Fyrir ári hafi þau ítrekað tilboð sitt. „Við spurðum af hverju þau vildu gefa Akureyrarbæ safnið frekar en til dæmis Landmælingum Íslands. Þá kom í ljós rómantíska hliðin á þessari sögu," segir Þórgnýr, sem kveður þau hjónin einfaldlega hafa orðið ástfangin af Akureyri. „Þau komu hingað í brúðkaupsferð og gistu á Hótel KEA. Þau komu líka þegar Karl varð fimmtugur og tóku þá börnin með sér. Þau sögðust vilja að kortin enduðu á Íslandi og gætu best hugsað sér að það verði á Akureyri." Þórgnýr segir Karl og Giselu ekki láta of ströng skilyrði fylgja gjöfinni. „Þau gera ekki kröfu um að bréfin séu sýnd stöðugt heldur að þau séu í öruggri geymslu og sýnd reglulega og að safnið sé til í þeirra nafni. Skuldbindingin sem við göngumst undir er að sýna safnið einu sinni á ári og hafa það ávallt aðgengilegt til rannsókna," segir hann. Kortin verða til sýnis í nokkrar vikur á hverju sumri í Minjasafni Akureyrar. Jafnvel strax næsta sumar. „Við sjáum fyrir okkur að þetta geti verið áhugavert efni fyrir gesti og ferðamenn. Þau vilja líka gjarnan að það séu lánaðir hlutar af safninu til sýninga annars staðar innan landsteinanna," segir Þórgnýr. Kortasafnið er uppsett í sérhönnuðu húsi Karls og Giselu í Geisenheim í Þýskalandi. „Þau hafa lagt mikið á sig í áratugi að fylgjast með víða um heim og ná í einstök kort. Það eru sérstaklega stór þakskegg á húsinu til að verja kortin fyrir sólarljósi. Þau segja að þetta sé heildstæðasta einkasafnið af handgerðum Íslandskortum sem til er í heiminum. Ef þetta færi allt á uppboð yrði verðið örugglega fleiri tugir milljóna," segir Þórgnýr. Gjöfin verður afhent ytra. „Þetta er mjög nákvæmt fólk. Þau vilja að við förum til Þýskalands og tökum við gjöfinni við húsdyrnar. Þau ætla að hætta að eiga safnið um leið og það er komið út úr dyrunum," segir Þórgnýr Dýrfjörð.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði