Framsóknarmenn eru líklegastir til að eiga byssu Brjánn Jónasson skrifar 21. janúar 2013 06:00 Hinn dæmigerði íslenski skotvopnaeigandi er karlmaður yfir fimmtugu sem býr á landsbyggðinni og kýs Framsóknarflokkinn. Þetta má lesa úr niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í síðustu viku. Fjórðungur íslenskra karlmanna á byssu samkvæmt könnuninni. Alls eiga 16,2 prósent landsmanna á kosningaaldri, eða einn af hverjum sex, einhvers konar skotvopn. Sé miðað við tölur gunpolicy.org má segja að hver skotvopnaeigandi eigi að meðaltali tvær byssur. Gera má ráð fyrir því að mikill meirihluti þessara skotvopna sé haglabyssur og veiðirifflar. Munurinn á kynjunum er mikill. 25,3 prósent karlmanna eiga byssu en 7,3 prósent kvenna. Íbúar landsbyggðarinnar eru líklegri til að eiga skotvopn en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu, þó að munurinn sé ekki ýkja mikill. Um 17,8 prósent íbúa landsbyggðarinnar eiga byssu, en 15,5 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þá eru þeir sem eldri eru líklegri til að eiga skotvopn. Alls eiga 18,5 prósent þeirra sem eru 50 ára eða eldri byssu, en 14,3 prósent fólks á aldrinum 18 til 49 ára. Þá sýnir sig að þeir sem eru óákveðnir eða gefa ekki upp afstöðu til flokka eru ólíklegastir til að eiga skotvopn, en í þeim hópum eiga 11,1 og 6,1 prósent byssu. Hringt var í 1.342 manns þar til náðist í 800, samkvæmt lagskiptu úrtaki 16. janúar og 17. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Átt þú skotvopn? Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Hinn dæmigerði íslenski skotvopnaeigandi er karlmaður yfir fimmtugu sem býr á landsbyggðinni og kýs Framsóknarflokkinn. Þetta má lesa úr niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í síðustu viku. Fjórðungur íslenskra karlmanna á byssu samkvæmt könnuninni. Alls eiga 16,2 prósent landsmanna á kosningaaldri, eða einn af hverjum sex, einhvers konar skotvopn. Sé miðað við tölur gunpolicy.org má segja að hver skotvopnaeigandi eigi að meðaltali tvær byssur. Gera má ráð fyrir því að mikill meirihluti þessara skotvopna sé haglabyssur og veiðirifflar. Munurinn á kynjunum er mikill. 25,3 prósent karlmanna eiga byssu en 7,3 prósent kvenna. Íbúar landsbyggðarinnar eru líklegri til að eiga skotvopn en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu, þó að munurinn sé ekki ýkja mikill. Um 17,8 prósent íbúa landsbyggðarinnar eiga byssu, en 15,5 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þá eru þeir sem eldri eru líklegri til að eiga skotvopn. Alls eiga 18,5 prósent þeirra sem eru 50 ára eða eldri byssu, en 14,3 prósent fólks á aldrinum 18 til 49 ára. Þá sýnir sig að þeir sem eru óákveðnir eða gefa ekki upp afstöðu til flokka eru ólíklegastir til að eiga skotvopn, en í þeim hópum eiga 11,1 og 6,1 prósent byssu. Hringt var í 1.342 manns þar til náðist í 800, samkvæmt lagskiptu úrtaki 16. janúar og 17. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Átt þú skotvopn?
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira