Innlent

Segja skrif kynda undir andúð

Saka fréttastjóra DV um hatursáróður og stefna honum fyrir brot á fjölmiðlalögum.
Saka fréttastjóra DV um hatursáróður og stefna honum fyrir brot á fjölmiðlalögum. fréttablaðið/valli
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, Bakkabræður, hafa stefnt Inga Frey Vilhjálmssyni, fréttastjóra DV, og eigendum blaðsins fyrir meiðandi ummæli. Þeir vilja meina að tilgangur Inga Freys með skrifum sínum um rekstur bræðranna, meðal annars Bakkavör Holding, hafi verið að „kynda undir andúð í garð þeirra [Lýðs og Ágústs] vegna þátttöku þeirra í atvinnurekstri og atvinnuuppbyggingu hér á landi, einkum eftir einkavæðingu ríkisbankanna tveggja,“ eins og segir í stefnunni.

Þarna er vísað í lög um fjölmiðla frá 2011 og skrif Inga Freys sögð vera hatursáróður. Stefnendur fara ekki fram á miskabætur.

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í samtali við DV í gær að stefnan væri fráleit. „Það er prentfrelsi og tjáningarfrelsi á Íslandi og menn mega láta í ljósi skoðanir sínar og eiga að gera það. Það er fráleitt að sækja menn til saka fyrir skoðanir sínar. Mér finnst þetta ótrúlegt að menn láti sér detta þetta í hug.“- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×