Innlent

Bakarar styrkja kaup á nýju ómtæki

Hlutfall eldra fólks mun aukast töluvert á næstu áratugum og nauðsynlegt er að sporna við því með auknum forvörnum og eftirliti.
Hlutfall eldra fólks mun aukast töluvert á næstu áratugum og nauðsynlegt er að sporna við því með auknum forvörnum og eftirliti. Fréttablaðið/GVA
Landssamband bakarameistara mun afhenda Hjartavernd ágóða af sölu Hjartabrauðsins svokallaða á morgun.

Síðasta sumar hannaði sambandið brauðið, sem er alfarið bakað úr heilmöluðu korni og inniheldur lítið salt og sykur, í samstarfi við Hjartavernd í því skyni að auka neyslu þjóðarinnar á hollara brauðmeti til að minnka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum síðar á lífsleiðinni.

Hjartabrauðið hefur verið til sölu í bakaríum síðan í september síðastliðnum, en 60 krónur af hverju seldu brauði munu renna til söfnunar fyrir ómtæki Hjartaverndar, sem er komið til ára sinna.

Þá hefur Hjartaheill ákveðið að styrkja kaup nýs ómtækis með 5,5 milljóna króna gjöf til Hjartaverndar.

Félagið tekur við styrkjunum við hátíðlega athöfn í húsnæði sínu í Holtasmára 1 í Kópavogi, á morgun klukkan 11. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×