Innlent

Hyggst kæra hópnauðgun í dag

Landspítalinn Pilturinn fór á spítala þar sem hann fékk aðhlynningu á neyðarmóttöku. Fréttablaðið/gva
Landspítalinn Pilturinn fór á spítala þar sem hann fékk aðhlynningu á neyðarmóttöku. Fréttablaðið/gva
Nítján ára piltur leitaði til lögreglu um helgina og tilkynnti um að honum hefði verið nauðgað af hópi karlmanna. Pilturinn var í annarlegu ástandi þegar árásin átti sér stað, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, og gat ekki sagt til um hversu margir árásarmennirnir hefðu verið, að öðru leyti en að þeir hefðu verið fleiri en einn.

Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar segir að pilturinn hafi ætlað að koma á lögreglustöð, gefa skýrslu og kæra málið í gær en ekki treyst sér til þess. Hann ætli að koma í dag í staðinn.

Maðurinn var við Hörpu þegar hann hafði samband við lögreglu, sem flutti hann á spítala. Þar fékk hann aðhlynningu hjá neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota. Hann mun vera með áverka sem benda til þess að hann hafi verið beittur kynferðisofbeldi. Ekki liggur fyrir hvar árásin var framin.

Maðurinn var útskrifaður af sjúkrahúsi þá um morguninn og eins og áður segir býst Björgvin við því að hann gefi skýrslu hjá lögreglu í dag. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×