Enski boltinn

Gascoigne hefur játað á sig líkamsárás

Stefán Árni Pálsson skrifar
Paul Gascoigne þegar hann mætti ölvaður í sjónvarpsþátt á árinu.
Paul Gascoigne þegar hann mætti ölvaður í sjónvarpsþátt á árinu. Mynd / Getty images
Hinn skrautlegi Paul Gascoigne hefur nú viðurkennt að hafa veist að lestarstarfsmanni við lestarstöð í sumar en Englendingurinn var ákærður fyrir líkamsárás.

Atvikið átti sér stað einni viku eftir að þessi fyrrum knattspyrnuhetja Englendinga lauk meðferð í Bandaríkjunum en Gascoigne hefur glímt við áfengisvanda undanfarna áratugi.

Gascoigne mun einnig hafa ráðist að fyrrum eiginkonu sína á lestarstöðinni en sú ákæra hefur verið lögð niður en hann hefur einnig viðurkennt að hafa verið drukkinn þegar atvikið átti sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×