Auðnuleysi eða lykill að velferð Ingólfur Sverrisson skrifar 10. október 2013 06:00 Ekki er ofsögum sagt hvað Framsóknarmenn geta verið uppátækjasamir og frumlegir. Það nýjasta er að þeirra maður í utanríkisráðuneytinu, Gunnar Bragi Sveinsson, á ekki nægjanlega sterk orð í fórum sínum til að lýsa þeirri dásemd fyrir íslenska þjóð sem EES-samningurinn er. Í Fréttablaðinu 8. október segir hann með réttu að samningurinn tryggi frelsi í viðskiptum með vörur, fjármagn og þjónustu. Hann nefnir fleiri mikilvæg atriði sem finna má í samningnum og skipta okkur miklu máli á fjölmörgum sviðum. Þetta er honum greinilega nú orðið ljóst eftir tuttugu ára reynslu frá því að EES-samningurinn var samþykktur á Alþingi. En slíkri sýn var ekki til að dreifa hjá þingmönnum Framsóknarflokksins á þeim tíma því þá tóku þeir ýmist afstöðu á móti samningnum eða sátu hjá; enginn, ekki einn einasti þeirra, greiddi honum atkvæði. Það má því segja með sanni að þessi þýðingarmikli samningur hafi öðlast gildi þrátt fyrir neikvæða afstöðu Framsóknarmanna. Líklega náði málflutningur þeirra á þessum tíma hæstum hæðum þegar forveri Gunnars Braga á Norðurlandi vestra, Páll Pétursson, sagði í umræðum á þinginu að samningurinn væri vondur og óhagstæður og myndi færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi. Minna var það nú ekki. Reynslan hefur hins vegar leitt annað í ljós og nú má utanríkisráðherra Framsóknarflokksins ekki vatni halda yfir dásemd þessa samnings fyrir íslenska þjóð. Aðeins viðtakendur Utanríkisráðherra áréttar að nauðsynlegt sé að styrkja hagsmunagæslu okkar í Evrópusamstarfinu og tryggja með því að „að hagsmunum Íslands sé sterklega haldið fram þegar löggjöf er mótuð innan EES, sem síðar verður löggjöf á Íslandi“. Á þessari framsetningu er þó einn galli því umrædd löggjöf er ekki mótuð innan EES heldur á vettvangi ESB sem sendir afraksturinn til EES-landanna til staðfestingar. Þau lönd koma ekki að mótun þessara laga, reglugerða eða tilskipana; eru einasta viðtakendur og hafa engin áhrif á málefni sem geta skipt þau miklu. Eftir sem áður er það rétt hjá Gunnari Braga að sjónarmið Íslands þurfa að koma fram í þessu starfi strax á fyrstu stigum. Þessi fyrstu stig fara fram innan ESB og hvergi annars staðar. Ef mönnum er einhver alvara að komast strax að ferlum einstakra mála verða þeir hinir sömu að íhuga fulla aðild en gefa sér ekki fyrir fram að sú leið sé ófær. Staðreyndin er sú að aðild að ESB fylgir bæði gagnkvæm ábyrgð og ekki síður réttindi sem hver þjóð hagnýtir sér eftir föngum. Fullvalda þjóð hangir ekki frammi á göngum og vonast til að hitta á þá sem fjalla um málin þegar þeir færa sig milli herbergja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki er ofsögum sagt hvað Framsóknarmenn geta verið uppátækjasamir og frumlegir. Það nýjasta er að þeirra maður í utanríkisráðuneytinu, Gunnar Bragi Sveinsson, á ekki nægjanlega sterk orð í fórum sínum til að lýsa þeirri dásemd fyrir íslenska þjóð sem EES-samningurinn er. Í Fréttablaðinu 8. október segir hann með réttu að samningurinn tryggi frelsi í viðskiptum með vörur, fjármagn og þjónustu. Hann nefnir fleiri mikilvæg atriði sem finna má í samningnum og skipta okkur miklu máli á fjölmörgum sviðum. Þetta er honum greinilega nú orðið ljóst eftir tuttugu ára reynslu frá því að EES-samningurinn var samþykktur á Alþingi. En slíkri sýn var ekki til að dreifa hjá þingmönnum Framsóknarflokksins á þeim tíma því þá tóku þeir ýmist afstöðu á móti samningnum eða sátu hjá; enginn, ekki einn einasti þeirra, greiddi honum atkvæði. Það má því segja með sanni að þessi þýðingarmikli samningur hafi öðlast gildi þrátt fyrir neikvæða afstöðu Framsóknarmanna. Líklega náði málflutningur þeirra á þessum tíma hæstum hæðum þegar forveri Gunnars Braga á Norðurlandi vestra, Páll Pétursson, sagði í umræðum á þinginu að samningurinn væri vondur og óhagstæður og myndi færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi. Minna var það nú ekki. Reynslan hefur hins vegar leitt annað í ljós og nú má utanríkisráðherra Framsóknarflokksins ekki vatni halda yfir dásemd þessa samnings fyrir íslenska þjóð. Aðeins viðtakendur Utanríkisráðherra áréttar að nauðsynlegt sé að styrkja hagsmunagæslu okkar í Evrópusamstarfinu og tryggja með því að „að hagsmunum Íslands sé sterklega haldið fram þegar löggjöf er mótuð innan EES, sem síðar verður löggjöf á Íslandi“. Á þessari framsetningu er þó einn galli því umrædd löggjöf er ekki mótuð innan EES heldur á vettvangi ESB sem sendir afraksturinn til EES-landanna til staðfestingar. Þau lönd koma ekki að mótun þessara laga, reglugerða eða tilskipana; eru einasta viðtakendur og hafa engin áhrif á málefni sem geta skipt þau miklu. Eftir sem áður er það rétt hjá Gunnari Braga að sjónarmið Íslands þurfa að koma fram í þessu starfi strax á fyrstu stigum. Þessi fyrstu stig fara fram innan ESB og hvergi annars staðar. Ef mönnum er einhver alvara að komast strax að ferlum einstakra mála verða þeir hinir sömu að íhuga fulla aðild en gefa sér ekki fyrir fram að sú leið sé ófær. Staðreyndin er sú að aðild að ESB fylgir bæði gagnkvæm ábyrgð og ekki síður réttindi sem hver þjóð hagnýtir sér eftir föngum. Fullvalda þjóð hangir ekki frammi á göngum og vonast til að hitta á þá sem fjalla um málin þegar þeir færa sig milli herbergja.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar