Innlent

Kannabisræktun í Kópavogi

Gunnar Valþórsson skrifar
Lagt var hald á ýmis tól og tæki til fíkniefnaneyslu, 12 ætlaðar kannabisplöntur og 2 græðlinga.
Lagt var hald á ýmis tól og tæki til fíkniefnaneyslu, 12 ætlaðar kannabisplöntur og 2 græðlinga.
Lögreglan stöðvaði í gærkvöldi kannaibisræktun í Kópavogi. Lagt var hald á ýmis tól og tæki til fíkniefnaneyslu, 12 ætlaðar kannabisplöntur og 2 græðlinga. Að auki fundu lögreglumennirnir smáræði af annarskonar fíkniefnum.

Tveir voru handteknir á vettvangi og gista þeir fangageymslu lögreglu og verða yfirhreyrðir síðar í dag. Að öðru leyti virðist nóttin hafa verið róleg hjá lögreglu, þó var einn ökumaður stöðvaður um klukkan tvö í nótt, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Honum var sleppt að lokinni blóðtöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×