Kynferðisbrotamáli vísað aftur til lögreglu Stígur Helgason skrifar 10. október 2013 07:00 Maðurinn er bóndi á Snæfellsnesi. Lögreglan á Akranesi bíður nú eftir niðurstöðum úr læknisrannsóknum og gögnum um sjúkrasögu rúmlega áttræðs manns af Snæfellsnesi sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn stjúpdóttur sinni í áratugi. Rannsókn málsins er að öðru leyti lokið, að sögn Jónasar H. Ottóssonar lögreglumanns. Það var raunar sent Ríkissaksóknara til ákærumeðferðar fyrir nokkru, en Ríkissaksóknari vísaði því aftur til rannsóknar og óskaði eftir því að áðurnefndra gagna yrði aflað. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi vikum saman eftir að málið kom upp í vor. Konan, sem er verulega greindarskert eftir heilaskaða sem hún hlaut í æsku, fékk þá nálgunarbann á stjúpföðurinn fyrrverandi. Það verður í gildi þar til í næsta mánuði. Hann hefur ekki játað sök. Konan hefur einnig borið um misnotkun af hálfu tveggja bræðra stjúpföðurins fyrrverandi, en þeir létust báðir um aldamótin. Annar þeirra bjó á sama bæ og fjölskyldan. Meðal þess sem kannað var við rannsókn málsins var hvort ófeðruð dóttir konunnar væri dóttir stjúpföðurins. DNA-rannsókn leiddi í ljós að svo væri ekki.Búið að ákæra tengdasoninn Meint brot stjúpföðurins fyrrverandi uppgötvuðust eftir að í ljós kom í janúar að þáverandi tengdasonur konunnar hafði einnig misnotað hana um nokkurra mánaða skeið. Þegar farið var að ræða við konuna um málið greindi hún einnig frá brotum stjúpföðurins og bræðra hans. Ríkissaksóknari hefur nú gefið út ákæru á hendur tengdasyninum fyrrverandi. Hann játaði brotin á rannsóknarstigi en hefur ekki tekið afstöðu til ákærunnar fyrir dómi. Ákæran var gefin út í vor. Brotin sem um ræðir eru gróf – hann mun meðal annars hafa haft samræði við greindarskerta tengdamóður sína. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Lögreglan á Akranesi bíður nú eftir niðurstöðum úr læknisrannsóknum og gögnum um sjúkrasögu rúmlega áttræðs manns af Snæfellsnesi sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn stjúpdóttur sinni í áratugi. Rannsókn málsins er að öðru leyti lokið, að sögn Jónasar H. Ottóssonar lögreglumanns. Það var raunar sent Ríkissaksóknara til ákærumeðferðar fyrir nokkru, en Ríkissaksóknari vísaði því aftur til rannsóknar og óskaði eftir því að áðurnefndra gagna yrði aflað. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi vikum saman eftir að málið kom upp í vor. Konan, sem er verulega greindarskert eftir heilaskaða sem hún hlaut í æsku, fékk þá nálgunarbann á stjúpföðurinn fyrrverandi. Það verður í gildi þar til í næsta mánuði. Hann hefur ekki játað sök. Konan hefur einnig borið um misnotkun af hálfu tveggja bræðra stjúpföðurins fyrrverandi, en þeir létust báðir um aldamótin. Annar þeirra bjó á sama bæ og fjölskyldan. Meðal þess sem kannað var við rannsókn málsins var hvort ófeðruð dóttir konunnar væri dóttir stjúpföðurins. DNA-rannsókn leiddi í ljós að svo væri ekki.Búið að ákæra tengdasoninn Meint brot stjúpföðurins fyrrverandi uppgötvuðust eftir að í ljós kom í janúar að þáverandi tengdasonur konunnar hafði einnig misnotað hana um nokkurra mánaða skeið. Þegar farið var að ræða við konuna um málið greindi hún einnig frá brotum stjúpföðurins og bræðra hans. Ríkissaksóknari hefur nú gefið út ákæru á hendur tengdasyninum fyrrverandi. Hann játaði brotin á rannsóknarstigi en hefur ekki tekið afstöðu til ákærunnar fyrir dómi. Ákæran var gefin út í vor. Brotin sem um ræðir eru gróf – hann mun meðal annars hafa haft samræði við greindarskerta tengdamóður sína.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira