Louis talaði einnig um að fólk sé svo upptekið af því að stara á skjáinn að það valdi erfiðleikum með að lifa í núinu, eiga rólega og hljóðláta stund, og hreinlega upplifa tilfinningar.
„Við þurfum að geta verið við sjálf án þess að vera að gera eitthvað. Snjallsímar hafa tekið þetta frá okkur. Þegar maður er einn í bílnum og fær á tilfinninguna að maður sé aleinn í heiminum þá getur komið dapurleiki yfir mann. En þannig er lífið, það er ótrúlega dapurlegt. Þess vegna eru allir í símanum í bílunum sínum. Ég lít í kringum mig í umferðinni og næstum allir eru í símanum sínum. Og allir eru að drepa aðra með bílunum en ólk er tilbúið að drepa aðra og fórna lífi sínu í staðinn fyrir að þurfa að vera eitt með sjálfu sér í eina sekúndu," segir Louis C.K. meðal annars í þættinum.
Hér fyrir neðan má sjá viðtal Conan O'Brian við grínistann.