Sífellt fleiri konur gefa úr sér egg Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. október 2013 07:00 Þórður Óskarsson læknir er annar eigenda Art Medica. „Biðin eftir gjafaeggi hefur verið í kringum ár en hefur minnkað undanfarna mánuði. Það gengur einfaldlega betur að fá íslenskar konur til að gefa egg,“ segir Þórður Óskarsson, læknir og annar eigenda Art Medica. „Þær frétta að mörg pör bíði eftir eggi og vilja einfaldlega hjálpa til.“ Í dag eru 20-25 pör á biðlista eftir gjafaeggi og þurfa að bíða í þrjá til fimm mánuði. Allir sem fara í meðferð hjá Art Medica fá gjafaegg frá konum sem fara í meðferð þar. Ekki er hægt að fá erlend gjafaegg.Fá 75 til 100 þúsund króna þóknun „Það eru ekki til erlendir eggjabankar eins og sæðisbankar. Það er miklu meiri fyrirhöfn að ná í eggin og flóknara að geyma þau,“ segir Þórður. Konur sem gefa egg hjá Art Medica fá greitt svokallað óþægindagjald, 75-100 þúsund krónur. „Þetta er heilmikið fyrirtæki. Konurnar þurfa að mæta í viðtal, fara í blóðprufur, ræktanir, sprauta sig og mæta í skoðanir. Þær eru að minnsta kosti frá vinnu einn dag þegar kemur að eggheimtu. Það er sjálfsagt að borga fyrir þessa fyrirhöfn og auðvitað óviðunandi að þær hafi beinan kostnað af þessari gjöf,“ segir Þórður. Það getur skipt sköpum fyrir pör að fá gjafaegg og að þurfa ekki að bíða of lengi eftir því. Pör geta dottið út af biðlistanum vegna aldursmarka, heilsufars eða heilbrigði konunnar. „Flestir sem eru á þessum biðlista eru líka búnir að bíða lengi eftir barni. Hver dagur skiptir máli,“ segir Þórður.Stærsta gjöfin sem systirin gat fengið „Það kom í ljós þegar systir mín var sextán ára að hún væri ekki með egg og gæti aldrei eignast börn nema að fá gjafaegg. Ég sagði strax við hana þá að ég myndi hjálpa henni. Eins og þegar einhver er veikur í fjölskyldunni, þá vill maður auðvitað hjálpa ef maður getur það,“ segir kona á þrítugsaldri sem gaf yngri systur sinni egg fyrir fáeinum árum. „Við undirbjuggum okkur vel andlega en svo kom mér eiginlega á óvart hvað þetta var eðlilegt. Önnur systkini mín eiga börn og manni þykir sérstaklega vænt um frændsystkini sín. Litla dóttir systur minnar er bara litla frænka mín sem mér þykir ofurvænt um," segir konan sem kveður meðferðina hafa tekið á sig: „Ég var svolítið tilfinningasöm, ekki út af hormónum heldur af því að ég var mögulega að gefa stærstu gjöf sem ég gat gefið systur minni og manni hennar. Mér fannst þetta aldrei fórn og ég hugsa að ég myndi gera þetta aftur.“ Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Biðin eftir gjafaeggi hefur verið í kringum ár en hefur minnkað undanfarna mánuði. Það gengur einfaldlega betur að fá íslenskar konur til að gefa egg,“ segir Þórður Óskarsson, læknir og annar eigenda Art Medica. „Þær frétta að mörg pör bíði eftir eggi og vilja einfaldlega hjálpa til.“ Í dag eru 20-25 pör á biðlista eftir gjafaeggi og þurfa að bíða í þrjá til fimm mánuði. Allir sem fara í meðferð hjá Art Medica fá gjafaegg frá konum sem fara í meðferð þar. Ekki er hægt að fá erlend gjafaegg.Fá 75 til 100 þúsund króna þóknun „Það eru ekki til erlendir eggjabankar eins og sæðisbankar. Það er miklu meiri fyrirhöfn að ná í eggin og flóknara að geyma þau,“ segir Þórður. Konur sem gefa egg hjá Art Medica fá greitt svokallað óþægindagjald, 75-100 þúsund krónur. „Þetta er heilmikið fyrirtæki. Konurnar þurfa að mæta í viðtal, fara í blóðprufur, ræktanir, sprauta sig og mæta í skoðanir. Þær eru að minnsta kosti frá vinnu einn dag þegar kemur að eggheimtu. Það er sjálfsagt að borga fyrir þessa fyrirhöfn og auðvitað óviðunandi að þær hafi beinan kostnað af þessari gjöf,“ segir Þórður. Það getur skipt sköpum fyrir pör að fá gjafaegg og að þurfa ekki að bíða of lengi eftir því. Pör geta dottið út af biðlistanum vegna aldursmarka, heilsufars eða heilbrigði konunnar. „Flestir sem eru á þessum biðlista eru líka búnir að bíða lengi eftir barni. Hver dagur skiptir máli,“ segir Þórður.Stærsta gjöfin sem systirin gat fengið „Það kom í ljós þegar systir mín var sextán ára að hún væri ekki með egg og gæti aldrei eignast börn nema að fá gjafaegg. Ég sagði strax við hana þá að ég myndi hjálpa henni. Eins og þegar einhver er veikur í fjölskyldunni, þá vill maður auðvitað hjálpa ef maður getur það,“ segir kona á þrítugsaldri sem gaf yngri systur sinni egg fyrir fáeinum árum. „Við undirbjuggum okkur vel andlega en svo kom mér eiginlega á óvart hvað þetta var eðlilegt. Önnur systkini mín eiga börn og manni þykir sérstaklega vænt um frændsystkini sín. Litla dóttir systur minnar er bara litla frænka mín sem mér þykir ofurvænt um," segir konan sem kveður meðferðina hafa tekið á sig: „Ég var svolítið tilfinningasöm, ekki út af hormónum heldur af því að ég var mögulega að gefa stærstu gjöf sem ég gat gefið systur minni og manni hennar. Mér fannst þetta aldrei fórn og ég hugsa að ég myndi gera þetta aftur.“
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira