Lífið

Vona bara að ég hafi ekki verið eins og algjör hálfviti

Aníta Sigurbergsdóttir skrifar
Aníta skrifar vikulega pistla á Lífið.
Aníta skrifar vikulega pistla á Lífið.
Skot af sjálfsöryggi; Taktu stjórnina og rokkaðu með þessari einföldu hugleiðslu

Þessi einfalda aðferð á eftir að hjálpa þér að vera frábær og blása í þig hugrekki til að standa upp og taka stjórn á óþægilegum aðstæðum. Hættu að fela þig á bakvið aðra og rokkaðu.

Ólgar maginn?

„Ég hætti að tala, fólk klappar og ég brosi eins stíft og ég get svo áhorfendur sjái ekki taugakippina í andlitinu. Maginn ólgar, ég titra og skelf og ískaldur svitinn lekur niður bakið á mér. Ég man ekkert hvað ég sagði. Ég vona bara að ég hafi ekki verið eins og algjör hálfviti hugsa ég um leið og ég sest í sætið mitt.“ 

Hæ, ég heiti Anita. Ég er súperkona, hamingjuþerapisti og sérfræðingur í frábæru týpunni. Þetta var mín upplifun af fyrstu skiptunum sem ég þurfti að tala við hóp af fólki og vera kúl. Ég segi það satt, ég hélt ég væri ein um að líða svona en það gæti ekki verið fjarri sannleikanum.  Frá og með núna ætlar þú að fá þér skot af sjálfsöryggi og leyfa öðrum að njóta þín, því veistu, þú ert frábær.

Slepptu þessari felutaktík

Margir forðast að setja sig í svona aðstöðu og taka hvorki til máls í veislum né gefa kost á sér í stöður sem krefjast þess að standa og tala fyrir framan stóran hóp af fólki. Aðrir gefa sjálfum sér afslátt með því að fela sig á bakvið ræðupúlt eða vel útfærða glærukynningu.

Þú ætlar hins vegar að vera frábæra týpan sem felur sig ekki, heldur tekst á við allar óþægilegar aðstæður í lífinu. Þú ætlar að vera týpan sem fer og talar við bankastjórann þó þú hafir klúðrað fjármálunum og týpan sem fer með bros á vor og hittir forstjórann sem er algjörlega ósammála þér.

Þú ætlar líka að vera týpan sem talar við vinkonuna sem kom illa fram við þig og týpan sem nálgast allt frábæra fólkið sem þig dauðlangar að kynnast.

Skot af sjálfsöryggi

Frábæra týpan verður óörugg stundum eins og allir en þú ætlar ekki að láta hræðslu aftra þér.  Víkkaðu þægindahringinn með því að framkvæma, þrátt fyrir hræðslu, og þannig rætast draumarnir. Það er eðlilegt að verða óöruggur í nýjum og/eða erfiðum aðstæðum. 

Kúnstin er að hlaða sig með skotum af sjálfsöryggi og henda sér í djúpu laugina. Ég setti saman áhrifaríka hugleiðslu fyrir þig og hvet þig til að bókmerkja og hlusta reglulega, þó sér í lagi þá daga sem þú virkilega þarft á skotum að halda.



Smelltu á þennan hlekk til að hlusta: 



Það skiptir ekki öllu máli hvort við erum kúl eða klúðrum. Það skiptir öllu máli að standa upp, vanda sig og framkvæma eftir bestu getu. Svo er frábæra týpan líka meistari í að taka klúðrið og nýta það í meistaralega útfærða brandara.

Í raun er þetta win-win staða. Þeim sem hafa hug á að vinna með mér og eru tilbúnir að opna fyrir allt sem lífið hefur upp á að bjóða er velkomið að panta frían 15 mínútna mátunartíma á https://anitasig.com/bookings/

Vertu frábær,

Anita

p.s. Líkaðu við mig á Facebook og fáðu bestu trixin mín beint í æð HÉR.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.