Biður til guðs að bróðir hennar verði handtekinn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2013 07:00 Inga Birna Dungal hefur horft upp á bróður sinn vera utangarðs í samfélaginu frá því hann var lítill drengur. Mynd / Daníel „Það er rosalega sorglegt að horfa í augun á bróður sínum, sem maður heldur að eigi bara einn til tvo daga eftir ólifaða því hann er svo illa farinn, og biðja til guðs að hann verði handtekinn,“ segir Inga Birna Dungal, ein af stofnendum nýs félags um málefni útigangsfólks. Bróðir Ingu Birnu er 26 ára gamall og hefur verið utangarðs frá því hann var lítið barn. Hann passar ekki inn í samfélagið, er of veikur fyrir eina stofnun og of hættulegur fyrir aðra. „Í gegnum tíðina þegar ég hef reynt að hjálpa bróður mínum þá kem ég að lokuðum dyrum. Ég nefni nafn hans við starfsmann stofnunar eða spítala og það vill enginn hjálpa honum. Það er eins og fólk bíði eftir að hann deyi því þá er hann ekki vandamál lengur og aðstandendur losna úr þessari kvöl.“ Inga Birna fagnar stofnun félagsins og vonar að það geti hjálpað fólkinu í kerfinu að aðstoða þessa einstaklinga. „Það eru fáir sem geta staðið upp fyrir þeim sem geta ekki staðið sjálfir í fæturna. Bróðir minn tilheyrir litlum hópi manna sem fara inn og út úr fangelsi. Þegar þeir eru í fangelsi eru þeir til friðs og bróðir minn hefur náð að halda sér edrú þar. En um leið og hann kemur úr fangelsi er hann kominn á götuna og fer í afbrot. Þetta eru mennirnir sem við lesum hrottalegar fréttir um í blöðunum og þetta eru alltaf sömu mennirnir, aftur og aftur. Vandamálið er að þeir fá enga uppbyggilega hjálp og allir hafa gefist upp á þeim.“ Inga Birna vill stórefla forvarnir fyrir þennan hóp. „Þetta eru menn sem báru þess merki strax sem börn að þeir yrðu utangarðs eða í vandræðum. Það er búið að horfa á vandamálið vaxa með hverju árinu en aldrei gripið almennilega inn í. Við gætum fækkað glæpum um helming með því að hlúa betur að börnunum. Það verða sífellt minni líkur á því eftir því sem þeir eldast og glæpirnir verða harðari og alvarlegri.“ Inga Birna segir bróður sinn af og til vilja hjálp og breyta lífi sínu. En þá komi hann alls staðar að lokuðum dyrum. „Það vantar úrræði. Það verður að taka eitthvað á móti þessu fólki þegar það er tilbúið að gera eitthvað í sínum málum. Það vantar skilorðsfulltrúa, einhverja til að fylgja þeim út í lífið eftir fangelsi. Fangelsisstofnun veit vel að bróðir minn er heimilislaus þegar hann losnar úr fangelsi en honum er bara hent þangað. Það þarf að kenna þeim á lífið, það eina sem þeir kunna eru afbrot og sjálfsmynd þeirra endurspeglast í fréttum af glæpum þeirra í fjölmiðlum.“ Félagið sem stendur til að stofna verður regnhlífasamtök fyrir ógæfufólk af öllu tagi, útigangsfólk, heimilislausa og fíkla. Félagið verður jafnt fyrir fólkið sjálft sem og aðstandendur, jafnframt áhugamenn og starfsmenn í málaflokknum. Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
„Það er rosalega sorglegt að horfa í augun á bróður sínum, sem maður heldur að eigi bara einn til tvo daga eftir ólifaða því hann er svo illa farinn, og biðja til guðs að hann verði handtekinn,“ segir Inga Birna Dungal, ein af stofnendum nýs félags um málefni útigangsfólks. Bróðir Ingu Birnu er 26 ára gamall og hefur verið utangarðs frá því hann var lítið barn. Hann passar ekki inn í samfélagið, er of veikur fyrir eina stofnun og of hættulegur fyrir aðra. „Í gegnum tíðina þegar ég hef reynt að hjálpa bróður mínum þá kem ég að lokuðum dyrum. Ég nefni nafn hans við starfsmann stofnunar eða spítala og það vill enginn hjálpa honum. Það er eins og fólk bíði eftir að hann deyi því þá er hann ekki vandamál lengur og aðstandendur losna úr þessari kvöl.“ Inga Birna fagnar stofnun félagsins og vonar að það geti hjálpað fólkinu í kerfinu að aðstoða þessa einstaklinga. „Það eru fáir sem geta staðið upp fyrir þeim sem geta ekki staðið sjálfir í fæturna. Bróðir minn tilheyrir litlum hópi manna sem fara inn og út úr fangelsi. Þegar þeir eru í fangelsi eru þeir til friðs og bróðir minn hefur náð að halda sér edrú þar. En um leið og hann kemur úr fangelsi er hann kominn á götuna og fer í afbrot. Þetta eru mennirnir sem við lesum hrottalegar fréttir um í blöðunum og þetta eru alltaf sömu mennirnir, aftur og aftur. Vandamálið er að þeir fá enga uppbyggilega hjálp og allir hafa gefist upp á þeim.“ Inga Birna vill stórefla forvarnir fyrir þennan hóp. „Þetta eru menn sem báru þess merki strax sem börn að þeir yrðu utangarðs eða í vandræðum. Það er búið að horfa á vandamálið vaxa með hverju árinu en aldrei gripið almennilega inn í. Við gætum fækkað glæpum um helming með því að hlúa betur að börnunum. Það verða sífellt minni líkur á því eftir því sem þeir eldast og glæpirnir verða harðari og alvarlegri.“ Inga Birna segir bróður sinn af og til vilja hjálp og breyta lífi sínu. En þá komi hann alls staðar að lokuðum dyrum. „Það vantar úrræði. Það verður að taka eitthvað á móti þessu fólki þegar það er tilbúið að gera eitthvað í sínum málum. Það vantar skilorðsfulltrúa, einhverja til að fylgja þeim út í lífið eftir fangelsi. Fangelsisstofnun veit vel að bróðir minn er heimilislaus þegar hann losnar úr fangelsi en honum er bara hent þangað. Það þarf að kenna þeim á lífið, það eina sem þeir kunna eru afbrot og sjálfsmynd þeirra endurspeglast í fréttum af glæpum þeirra í fjölmiðlum.“ Félagið sem stendur til að stofna verður regnhlífasamtök fyrir ógæfufólk af öllu tagi, útigangsfólk, heimilislausa og fíkla. Félagið verður jafnt fyrir fólkið sjálft sem og aðstandendur, jafnframt áhugamenn og starfsmenn í málaflokknum.
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira