Innlent

Tollgæslan lagði hald á eitt kíló af sprengiefnum

Pokarnir tveir sem bárust hingað til lands. Hægt er að búa til sprengju úr efnunum, að sögn Tollgæslunnar.
Pokarnir tveir sem bárust hingað til lands. Hægt er að búa til sprengju úr efnunum, að sögn Tollgæslunnar. Mynd/Tollgæslan
Tollgæslan lagði hald á eitt kíló af efnum sem hægt er að nota sem sprengiefni um miðjan desember síðastliðinn. Sendingin barst hingað til lands frá Bretlandi í bögglapósti og var stíluð á einstakling.

Í sendingunni voru tveir plastpokar með dufti í, en ekki var getið um efnisinnihald þeirra á umbúðunum. Rannsókn málsins var unnin í samvinnu við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu sem og samstarfshóps hjá Ríkislögreglustjóra, er snýr að forefnum til sprengjugerðar.

Í tilkynningu frá Tollinum segir að rannsókn á málinu sé lokið og er það nú til meðferðar hjá ákæruvaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×