Erfitt fyrir starfsmenn meðferðarstofnana að verjast ásökunum um ofbeldi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. október 2013 12:25 Davíð telur hann að eftirlitsskylda barnaverndar Kópavogs hafi brugðist algjörlega. Davíð Bergmann Davíðsson, ráðgjafi hjá Stuðlum, fjallar um líflátshótanir og ofbeldi í starfi í grein sem birtist í Kópavogsfréttum í dag. „Ég er ekki viss um að fólk átti sig almennt á því hver raunveruleikinn er hjá okkur sem vinnum með börnum sem koma til meðferðar af ýmsum ástæðum,“ skrifar Davíð en hann segir vandann fjölþættan og ekki einskorðast við börn með vímuefnavanda. „Staðreyndin er sú að við sem vinnum við þetta höfum ekki haft neinn talsmann. Þar að leiðandi höfum við verið í vondri aðstöðu til að tjá okkur um ofbeldi sem við verðum fyrir vegna þagnarskyldu okkar.“ Davíð segir starfsmenn eiga í miklum erfiðleikum að verja sig ásökunum um ofbeldi. Sú umræða rati oft í fjölmiðla og sé óvægin, ósanngjörn, og ekki alltaf sannleikanum samkvæm.Varð fyrir ofbeldi í vistunum Davíð var á barnsaldri sendur í sérkennsluúrræði á Álfhólsvegi og segist hann hafa verið rifinn upp með rótum, bæði frá fjölskyldu og vinum, af skóla- og barnaverndaryfirvöldum Kópavogs. „Þarna var ég settur í bekk meðal annars með þremur þroskaheftum einstaklingum,“ segir Davíð og upplifði hann niðurlægingu og reyndi meðal annars að strjúka. „Þegar þetta úrræði á Álfhólsvegi gekk ekki upp var inngrip sem hafði þær afleiðingar að æsku minni var rænt. Ég var sendur í margar vistanir.“ Davíð varð fyrir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í sumum vistununum og telur hann að eftirlitsskylda barnaverndar Kópavogs hafi brugðist algjörlega. „Auðvitað hafði þetta djúpstæð áhrif á líf mitt og er alltaf jafn sárt í minningunni og mun aldrei gleymast en ég verð að lifa með þessu.“Davíð birtir grein sína í Kópavogsfréttum í dag.Hótað með örbylgjuofni Davíð segist hafa valið starfsvettvang sinn vegna reynslu sinnar, en hann hefur starfað sem ráðgjafi frá árinu 1995. Hann segist finna til ákveðins vanmáttar sem fagmaður núna þegar hann er kominn í hitt hlutverkið. „Ég er nokkuð viss um að fólk geri sér ekki grein fyrir hvernig okkar starfsumhverfi er. Við höfum ekki haft tækifæri til að tjá okkur um það við fjölmiðla í gegnum tíðina vegna þagnarskyldu okkar. Ég á til dæmis ekki von á að fólk trúi því að það hefur verið ráðist á mig með hníf, komið heim til mín með hafnaboltakylfu og hringt í mig á laugardagsmorgni og haft í líflátshótunum, bæði við mig og mína fjölskyldu.“ Þá segir Davíð frá því þegar unglingur hélt örbylgjuofni fyrir ofan höfuðið á sér og hótaði að kasta honum í andlit Davíðs. „Kalla þurfti til lögreglu og þurfti eina þrjá lögreglumenn til að yfirbuga þennan óstabíla unga mann. Og ég hef verið tekinn haustaki að aftanverðu og keyrður með höfuðið í vegg.“Ekki einsdæmi Davíð telur upp fleiri atvik þar sem starfsmenn meðferðarheimila verða fyrir ofbeldi af hálfu skjólstæðinga. „Ég veit um atvik þar sem sjóðandi heitu vatni var kastað í andlit á starfsmanni á meðferðarheimili. Einnig hafa starfsmenn verið ásakaðir um kynferðislega misnotkun og áreitni sem enginn fótur var fyrir,“ segir Davíð en hann lenti sjálfur í því að vera kærður fyrir ofbeldi gegn ungmenni í starfi. „Í því tilfelli var ég mjög þakklátur fyrir myndavélakerfið sem var á staðnum sem gat sannað mitt mál og dagbókarskýrslu lögreglu. Í því tilfelli réðst drengur á mig með hníf. Þá þurfti ég að verja líf mitt.“Grein Davíðs í heild sinni á vef Kópavogsfrétta. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Davíð Bergmann Davíðsson, ráðgjafi hjá Stuðlum, fjallar um líflátshótanir og ofbeldi í starfi í grein sem birtist í Kópavogsfréttum í dag. „Ég er ekki viss um að fólk átti sig almennt á því hver raunveruleikinn er hjá okkur sem vinnum með börnum sem koma til meðferðar af ýmsum ástæðum,“ skrifar Davíð en hann segir vandann fjölþættan og ekki einskorðast við börn með vímuefnavanda. „Staðreyndin er sú að við sem vinnum við þetta höfum ekki haft neinn talsmann. Þar að leiðandi höfum við verið í vondri aðstöðu til að tjá okkur um ofbeldi sem við verðum fyrir vegna þagnarskyldu okkar.“ Davíð segir starfsmenn eiga í miklum erfiðleikum að verja sig ásökunum um ofbeldi. Sú umræða rati oft í fjölmiðla og sé óvægin, ósanngjörn, og ekki alltaf sannleikanum samkvæm.Varð fyrir ofbeldi í vistunum Davíð var á barnsaldri sendur í sérkennsluúrræði á Álfhólsvegi og segist hann hafa verið rifinn upp með rótum, bæði frá fjölskyldu og vinum, af skóla- og barnaverndaryfirvöldum Kópavogs. „Þarna var ég settur í bekk meðal annars með þremur þroskaheftum einstaklingum,“ segir Davíð og upplifði hann niðurlægingu og reyndi meðal annars að strjúka. „Þegar þetta úrræði á Álfhólsvegi gekk ekki upp var inngrip sem hafði þær afleiðingar að æsku minni var rænt. Ég var sendur í margar vistanir.“ Davíð varð fyrir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í sumum vistununum og telur hann að eftirlitsskylda barnaverndar Kópavogs hafi brugðist algjörlega. „Auðvitað hafði þetta djúpstæð áhrif á líf mitt og er alltaf jafn sárt í minningunni og mun aldrei gleymast en ég verð að lifa með þessu.“Davíð birtir grein sína í Kópavogsfréttum í dag.Hótað með örbylgjuofni Davíð segist hafa valið starfsvettvang sinn vegna reynslu sinnar, en hann hefur starfað sem ráðgjafi frá árinu 1995. Hann segist finna til ákveðins vanmáttar sem fagmaður núna þegar hann er kominn í hitt hlutverkið. „Ég er nokkuð viss um að fólk geri sér ekki grein fyrir hvernig okkar starfsumhverfi er. Við höfum ekki haft tækifæri til að tjá okkur um það við fjölmiðla í gegnum tíðina vegna þagnarskyldu okkar. Ég á til dæmis ekki von á að fólk trúi því að það hefur verið ráðist á mig með hníf, komið heim til mín með hafnaboltakylfu og hringt í mig á laugardagsmorgni og haft í líflátshótunum, bæði við mig og mína fjölskyldu.“ Þá segir Davíð frá því þegar unglingur hélt örbylgjuofni fyrir ofan höfuðið á sér og hótaði að kasta honum í andlit Davíðs. „Kalla þurfti til lögreglu og þurfti eina þrjá lögreglumenn til að yfirbuga þennan óstabíla unga mann. Og ég hef verið tekinn haustaki að aftanverðu og keyrður með höfuðið í vegg.“Ekki einsdæmi Davíð telur upp fleiri atvik þar sem starfsmenn meðferðarheimila verða fyrir ofbeldi af hálfu skjólstæðinga. „Ég veit um atvik þar sem sjóðandi heitu vatni var kastað í andlit á starfsmanni á meðferðarheimili. Einnig hafa starfsmenn verið ásakaðir um kynferðislega misnotkun og áreitni sem enginn fótur var fyrir,“ segir Davíð en hann lenti sjálfur í því að vera kærður fyrir ofbeldi gegn ungmenni í starfi. „Í því tilfelli var ég mjög þakklátur fyrir myndavélakerfið sem var á staðnum sem gat sannað mitt mál og dagbókarskýrslu lögreglu. Í því tilfelli réðst drengur á mig með hníf. Þá þurfti ég að verja líf mitt.“Grein Davíðs í heild sinni á vef Kópavogsfrétta.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira