Fótbolti

Sviss skellti Brasilíu | Argentína lagði Ítalíu

Alves var ekki kátur eftir að hafa skorað sjálfsmark.
Alves var ekki kátur eftir að hafa skorað sjálfsmark.
Sviss hitaði upp fyrir leikinn gegn Íslandi í næsta mánuði með því að gera sér lítið fyrir og skella Brasilíu í kvöld. Ágætis undirbúningur sem skemmir ekki sjálfstraust liðsins.

Sviss vann frábæran 1-0 sigur en eina mark leiksins var sjálfsmark hjá Dani Alves, leikmanni Barcelona.

Danir máttu sætta sig við tap gegn Pólverjum í kvöld. Danir komust 1-2 yfir en töpuðu því forskoti niður.

Þýskaland gerði jafntefli við Paragvæ á sama tíma og Argentína vann flottan útisigur á Ítalíu.

Úrslit:

Sviss - Brasilía  1-0

Dani Alves, sjm.

Pólland - Danmörk  3-2

Mateusz Klich, Waldemar Sobota, Piotr Zielinski - Christian Eriksen, M. Braithwaite.

Þýskaland - Paragvæ  3-3

Ilkay Gundogan, Thomas Müller, Lars Bender - Jose Nunez, Wilson Pittoni, Miguel Samudio.

Ítalía - Argentína  1-2

Lorenzo Insigne - Gonzalo Higuain, Ever Banega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×