Körfuknattleiksdeild KR hefur gengið frá samningi við nýjan leikmann frá Bandaríkjunum en Shawn Atupem mun leika með Vesturbæjarliðinu á næstu leiktíð í Dominos-deild karla.
Þessi 25 ára leikmaður kemur frá MT. St Mary háskólanum í Bandaríkjunum og útskrifaðist þaðan árið 2011.
Atupem var síðast hjá Salon Vilpas í Finnlandi þar sem hann var með 16 stig að meðaltali í leik.
Erlendu leikmenn KR-inga voru skelfilegir á síðustu leiktíð og vonast félagið sennilega að um betri leikmann sé um að ræða í Shawn Atupem.
Ný reglugerð tekur gildi á næsta tímabili en þá má aðeins einn leikmaður af erlendum uppruna vera inn á vellinum í einu.
KR-ingar fá til sín nýjan Bandaríkjamann
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti





„Þetta var bara út um allt“
Fótbolti



„Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“
Enski boltinn
