Innlent

Mikill biðtími á bráðamóttöku LSH

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Mikið álag er nú á bráðamóttökunni í Fossvogi.
Mikið álag er nú á bráðamóttökunni í Fossvogi.
Mikið álag er nú á bráðamóttökunni í Fossvogi.


Í tilkynningu frá Landspítalanum á Facebook-síðu hans segir að margir hafi þurft þangað að leita í dag vegna slysa og veikinda og geti biðtími verið langur.

Allir sem leita á bráðamóttökuna eru frumskoðaðir með tilliti til forgangsröðunar þannig að þeir sem veikastir eru fái þjónustu fyrst.

Spítalinn segir að því geti verið að þeir sem leita vegna minniháttar veikinda eða áverka þurfi að bíða í einhvern tíma áður en þeir komast að.

Þeim sem klást við almenn veikindi er bent á að leita má til Læknavaktar Smáratorgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×