Lífið

Kjóllinn verður ekki hvítur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Margrét og Jón Óttar innsigla ástina um jólin.
Margrét og Jón Óttar innsigla ástina um jólin. Fréttablaðið/Daníel
„Okkur langaði að gifta okkur á Íslandi með vinum og fjölskyldu. Okkar óður til ástarinnar sem varað hefur í 25 ár og eykst með hverju árinu bara dýpkar og þroskast,“ segir Margrét Hrafnsdóttir en hún gengur að eiga sambýlismann sinni, kvikmyndaframleiðandann Jón Óttar Ragnarsson í Fríkirkjunni 28. desember. Gestum hjónanna verður siðan boðið til veislu á Hótel Borg en Margrét gat ekki hugsað sér annað en að fagna þessum stóra degi um jólin.

„Þetta er dásamlegasti tími ársins. Kærleikurinn svífur yfir öllu. Nærgætnin og elskan gagnvart fólkinu okkar og náunganum er í algleymi og gerir þetta svo rómantískt.“

Margrét og Jón Óttar afþakka allar gjafir en biðja gesti frekar að styrkja Fjölskylduhjálp Íslands eftir getu. Hvað varðar brúðkaupsdressið fer Margrét óhefðbundnar leiðir.

„Ég verð í kjól eftir David Meister en kjóllinn er ekki hvítur. Skórnir eru frá Stuart Weitzman en svo verð ég með hvítt „cape“ við kjólinn í veislunni,“ segir Margrét. David Meister er afar virtur fatahönnuður og hafa stjörnur á borð við Sharon Stone og Diane Lane klæðst kjólum eftir hann á rauða dreglinum í Hollywood. Þá sjá Jessica Hegge og Lovísa Sigurðardóttir um hárgreiðslu Margrétar og María Sveinsdóttir um brúðarförðunina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.