Innlent

Færri eru lagðir inn á sjúkrahús

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Legudögum sjúklinga á sjúkrahúsum fer fækkandi.
Legudögum sjúklinga á sjúkrahúsum fer fækkandi.
Legudögum sjúklinga á sjúkrahúsum fer fækkandi. Þetta kemur fram í samantekt Landlæknis á starfsemi sjúkrahúsa á landsvísu á árunum 2003 til 2012. Þá eru einnig færri lagðir inn en áður.

Árið 2012 voru 42.546 lagðir inn á sjúkrahús. Árið 2005 voru sjúkahúslegurnar flestar eða rúmlega 50 þúsund.

Mikill munur er á kynjunum þegar kemur að innlögnum, mun fleiri konur eru lagðar inn en karlar, en tölurnar ná einnig yfir legur vegna fæðinga. Legudögum fer þó fækkandi hjá báðum kynjum.

Fjórum sinnum fleiri eldri borgarar eru lagðir inn en þeir sem eru undir 67 ára en legudagar þeirra eldri eru þó ekki mikið fleiri en þeirra sem yngri eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×