Annar lögreglumaður leitaði á spítala vegna eitrunareinkenna Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 30. október 2013 18:30 Karlmaður á fertugsaldri, sem var handtekinn í Leifsstöð í gær eftir að hann braut flösku með amfetamínbasa við tollskoðun, var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í morgun. Alls þurftu sex starfsmenn flugvallarins á læknisaðstoð að halda eftir atvikið. Maðurinn sem er Lithái á fertugsaldri og ekki búsettur hér á landi var leiddur inn í Héraðsdóm Reykjaness á tíunda tímanum í morgun, þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Hann var handtekinn í Leifsstöð í gær eftir að tollverðir fundu flösku í farangri hans með vökva sem hann hélt fram að væri rauðvín. Í stað þess að afhenda tollvörðum flöskuna grýtti maðurinn henni í gólfið og samkvæmt heimildum fréttastofu virtist hann vel vita að hún innihéldi amfetamínbasa þar sem að hann kastaði henni þannig að ekki myndi skvettast á hann sjálfan. Fjórir tollverðir og lögreglumaður sem voru á staðnum fundu fyrir ertingu í öndunarfærum og fleiri eitrunareinkennum. Voru þeir fluttir á Landspítalann þar sem basinn var hreinsaður af þeim í sérstakri eiturefnagátt áður en þeir fengu að fara inn á bráðadeild þar sem hlúð var að þeim. Þeir fengu allir að fara heim síðar um kvöldið og er heilsa þeirra í dag, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, góð. Annar lögreglumaður sem var á staðnum þegar atvikið átti sér stað leitaði svo á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í gærkvöldi vegna einkenna eiturefnamengunar, en fékk að fara heim að skoðun lokinni. Dómari við Héraðsdóm Reykjaness féllst á gæsluvarðhaldskröfu Lögreglustjórans á Suðurnesjum í morgun á grundvelli rannsóknarhagsmuna og mun maðurinn sitja í varðhaldi til 13. nóvember. Lögmaður mannsins hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri, sem var handtekinn í Leifsstöð í gær eftir að hann braut flösku með amfetamínbasa við tollskoðun, var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í morgun. Alls þurftu sex starfsmenn flugvallarins á læknisaðstoð að halda eftir atvikið. Maðurinn sem er Lithái á fertugsaldri og ekki búsettur hér á landi var leiddur inn í Héraðsdóm Reykjaness á tíunda tímanum í morgun, þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Hann var handtekinn í Leifsstöð í gær eftir að tollverðir fundu flösku í farangri hans með vökva sem hann hélt fram að væri rauðvín. Í stað þess að afhenda tollvörðum flöskuna grýtti maðurinn henni í gólfið og samkvæmt heimildum fréttastofu virtist hann vel vita að hún innihéldi amfetamínbasa þar sem að hann kastaði henni þannig að ekki myndi skvettast á hann sjálfan. Fjórir tollverðir og lögreglumaður sem voru á staðnum fundu fyrir ertingu í öndunarfærum og fleiri eitrunareinkennum. Voru þeir fluttir á Landspítalann þar sem basinn var hreinsaður af þeim í sérstakri eiturefnagátt áður en þeir fengu að fara inn á bráðadeild þar sem hlúð var að þeim. Þeir fengu allir að fara heim síðar um kvöldið og er heilsa þeirra í dag, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, góð. Annar lögreglumaður sem var á staðnum þegar atvikið átti sér stað leitaði svo á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í gærkvöldi vegna einkenna eiturefnamengunar, en fékk að fara heim að skoðun lokinni. Dómari við Héraðsdóm Reykjaness féllst á gæsluvarðhaldskröfu Lögreglustjórans á Suðurnesjum í morgun á grundvelli rannsóknarhagsmuna og mun maðurinn sitja í varðhaldi til 13. nóvember. Lögmaður mannsins hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar.
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira