„Þarna var einhver strákur í gömlu Hagkaupsskónum sem ætlaði að dekka mig“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2013 14:30 „Niðurlægingin var rosaleg. Bara af því ég bar ekki virðingu fyrir einhverjum strák sem gat alveg spilað.“ Teitur Örlygsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta og fyrrverandi landsliðsmaður, segist predika fyrir leikmönnum sínum að bera virðingu fyrir öllum sem þeir gera. Tekur hann sjálfan sig oft sem dæmi líkt og hann gerði í þættinum Liðið mitt á Stöð 2 Sport. Teitur rifjaði upp þegar hann spilaði í körfuboltakeppni Landsmótsins þegar hann var einn besti leikmaður landsins. „Þá vorum við að spila á móti einhverjum sveitavörgum, með allri virðingu. Ég var einhver voðaleg stjarna úr úrvalsdeildinni og ætlaði að spila. Þarna var einhver strákur í gömlu Hagkaupsskónum sem ætlaði að dekka mig. Ég í fínu Air-Jordan skónum,“ segir Teitur sem fór með rangt hugarfar inn í leikinn. „Þetta byrjar á því að hann stelur af mér boltanu, fer upp og skorar,“ segir Teitur en atvikið endurtók sig strax í næstu sókn. Þá braut Teitur reyndar á mótherjanum í skotinu. Hann skoraði og fékk vítaskot að auki. „Þarna fór allt í taugarnar á mér, stóra egóið. Ég reif kjaft við dómarann og fékk tæknivillu,“ segir Teitur sem man ekki nákvæmlega hvort honum var hent út eða ekki. „Niðurlægingin var rosaleg. Bara af því ég bar ekki virðingu fyrir einhverjum strák sem gat alveg spilað.“ „Svo um kvöldið þegar allir hittast og skemmta sér á Landsmótinu þá stendur strákurinn þarna, horfir á mig og hlær að mér. Segir að þessi geti ekkert í körfubolta,“ segir Teitur. Hefði hann hins vegar borið virðingu fyrir andstæðingnum, tekið hann í gegn þá hefði annað verið uppi á teningnum. „Þá hefði ég komið þarna labbandi út um kvöldið og hann hefði verið búinn að segja strákunum hvað Teitur væri hrikalega góður leikmaður. Ég hefði fengið virðinguna af því ég bar virðingu fyrir honum.“ Teitur segir stóran mun á því að vera góður leikmaður og vera frábær leikmaður. „Þessir frábæru bera virðingu fyrir öllum og eru alltaf góðir. Þeir láta ekkert ná sér á svona smáatriðum.“ Sögustund Teits hefst eftir um tvær og hálfa mínútu af myndbandinu að ofan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
„Niðurlægingin var rosaleg. Bara af því ég bar ekki virðingu fyrir einhverjum strák sem gat alveg spilað.“ Teitur Örlygsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta og fyrrverandi landsliðsmaður, segist predika fyrir leikmönnum sínum að bera virðingu fyrir öllum sem þeir gera. Tekur hann sjálfan sig oft sem dæmi líkt og hann gerði í þættinum Liðið mitt á Stöð 2 Sport. Teitur rifjaði upp þegar hann spilaði í körfuboltakeppni Landsmótsins þegar hann var einn besti leikmaður landsins. „Þá vorum við að spila á móti einhverjum sveitavörgum, með allri virðingu. Ég var einhver voðaleg stjarna úr úrvalsdeildinni og ætlaði að spila. Þarna var einhver strákur í gömlu Hagkaupsskónum sem ætlaði að dekka mig. Ég í fínu Air-Jordan skónum,“ segir Teitur sem fór með rangt hugarfar inn í leikinn. „Þetta byrjar á því að hann stelur af mér boltanu, fer upp og skorar,“ segir Teitur en atvikið endurtók sig strax í næstu sókn. Þá braut Teitur reyndar á mótherjanum í skotinu. Hann skoraði og fékk vítaskot að auki. „Þarna fór allt í taugarnar á mér, stóra egóið. Ég reif kjaft við dómarann og fékk tæknivillu,“ segir Teitur sem man ekki nákvæmlega hvort honum var hent út eða ekki. „Niðurlægingin var rosaleg. Bara af því ég bar ekki virðingu fyrir einhverjum strák sem gat alveg spilað.“ „Svo um kvöldið þegar allir hittast og skemmta sér á Landsmótinu þá stendur strákurinn þarna, horfir á mig og hlær að mér. Segir að þessi geti ekkert í körfubolta,“ segir Teitur. Hefði hann hins vegar borið virðingu fyrir andstæðingnum, tekið hann í gegn þá hefði annað verið uppi á teningnum. „Þá hefði ég komið þarna labbandi út um kvöldið og hann hefði verið búinn að segja strákunum hvað Teitur væri hrikalega góður leikmaður. Ég hefði fengið virðinguna af því ég bar virðingu fyrir honum.“ Teitur segir stóran mun á því að vera góður leikmaður og vera frábær leikmaður. „Þessir frábæru bera virðingu fyrir öllum og eru alltaf góðir. Þeir láta ekkert ná sér á svona smáatriðum.“ Sögustund Teits hefst eftir um tvær og hálfa mínútu af myndbandinu að ofan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira