Nýr valkostur fyrir Reykvíkinga Erla Margrét Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 06:00 Reykjavík stendur á krossgötum. Besti flokkurinn klárar sitt tímabil næsta vor og því er ljóst að nýr meirihluti mun taka við völdum. Björt framtíð vill eigna sér allt þeirra fylgi en það vantar alvöru valkosti fyrir samfélags- og menningarsinnað frjálshyggjufólk í borginni. Það er vöntun á fólki sem getur unnið með öðru ólíku fólki að sameiginlegum hagsmunum Reykvíkinga. Það er mikilvægt að ólíkir einstaklingar geti unnið saman, það er mikilvægt að þeir sem stjórna Reykjavík í okkar umboði geri allt sem þeir geta til að hugsa um framtíð borgarinnar. Hrókur og riddari eru ólíkir skákmenn, þeir hafa báðir sína kosti og mismunandi getu, saman mynda þeir gott par sem máta í mun færri leikjum en hvor án annars. Skipulagsmál eru stór partur af því hvernig Reykjavík getur dafnað og því er mikilvægt að fólk með reynslu á því sviði haldi um stjórnartaumana í borginni. Vinstri menn hafa mikið til eignað sér menningu og samgöngumál en í nýju aðalskipulagi borgarinnar eru margar góðar tillögur sem er mikilvægt að ekki verði hent út af borðinu af íhaldssemi einni saman. Reykjavík er borg fyrir fólk. Hún er borg fyrir fólk sem langar að búa í Reykjavík. Reykvíkingar eiga að hafa val um hvort þeir búi í miðbænum eða í Grafarvogi. Reykvíkingar eiga að hafa val um hvort þeir ferðist til vinnu keyrandi eða með almenningssamgöngum. Reykvíkingar eiga að hafa val eins og aðrir um hvernig þeir haga lífi sínu. Það vantar nýtt og ferskt fólk með reynslu sem skilur mikilvægi valfrelsis, menningar, skipulags og umfram allt hefur áhuga á að gera Reykjavík að enn betri borg. Fólk er að kalla eftir breytingum. Reykvíkingar höfnuðu Sjálfstæðisflokknum í síðustu kosningum og mun slíkt hið sama gerast aftur í vor ef flokkurinn sýnir ekki að hann sé tilbúinn til breytinga. Ég trúi því að sjálfstæðismenn vilji að flokkurinn þróist og að hann vaxi og dafni með nýju fólki og spennandi verkefnum. Það er kominn tími á endurnýjun, það vantar alvöru valkost fyrir hægrisinnaða borgarbúa. Sjálfstæðisflokkurinn þarf sterkan, traustan og jákvæðan einstakling sem kann að vinna með ólíku fólki. Þess vegna hvet ég alla hægrisinnaða einstaklinga til þess að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins næstkomandi laugardag. Það er mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn geti verið alvöruvalkostur í Reykjavík í kosningunum í vor. Þess vegna kýs ég Halldór Halldórsson í fyrsta sæti á laugardaginn og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Reykjavík stendur á krossgötum. Besti flokkurinn klárar sitt tímabil næsta vor og því er ljóst að nýr meirihluti mun taka við völdum. Björt framtíð vill eigna sér allt þeirra fylgi en það vantar alvöru valkosti fyrir samfélags- og menningarsinnað frjálshyggjufólk í borginni. Það er vöntun á fólki sem getur unnið með öðru ólíku fólki að sameiginlegum hagsmunum Reykvíkinga. Það er mikilvægt að ólíkir einstaklingar geti unnið saman, það er mikilvægt að þeir sem stjórna Reykjavík í okkar umboði geri allt sem þeir geta til að hugsa um framtíð borgarinnar. Hrókur og riddari eru ólíkir skákmenn, þeir hafa báðir sína kosti og mismunandi getu, saman mynda þeir gott par sem máta í mun færri leikjum en hvor án annars. Skipulagsmál eru stór partur af því hvernig Reykjavík getur dafnað og því er mikilvægt að fólk með reynslu á því sviði haldi um stjórnartaumana í borginni. Vinstri menn hafa mikið til eignað sér menningu og samgöngumál en í nýju aðalskipulagi borgarinnar eru margar góðar tillögur sem er mikilvægt að ekki verði hent út af borðinu af íhaldssemi einni saman. Reykjavík er borg fyrir fólk. Hún er borg fyrir fólk sem langar að búa í Reykjavík. Reykvíkingar eiga að hafa val um hvort þeir búi í miðbænum eða í Grafarvogi. Reykvíkingar eiga að hafa val um hvort þeir ferðist til vinnu keyrandi eða með almenningssamgöngum. Reykvíkingar eiga að hafa val eins og aðrir um hvernig þeir haga lífi sínu. Það vantar nýtt og ferskt fólk með reynslu sem skilur mikilvægi valfrelsis, menningar, skipulags og umfram allt hefur áhuga á að gera Reykjavík að enn betri borg. Fólk er að kalla eftir breytingum. Reykvíkingar höfnuðu Sjálfstæðisflokknum í síðustu kosningum og mun slíkt hið sama gerast aftur í vor ef flokkurinn sýnir ekki að hann sé tilbúinn til breytinga. Ég trúi því að sjálfstæðismenn vilji að flokkurinn þróist og að hann vaxi og dafni með nýju fólki og spennandi verkefnum. Það er kominn tími á endurnýjun, það vantar alvöru valkost fyrir hægrisinnaða borgarbúa. Sjálfstæðisflokkurinn þarf sterkan, traustan og jákvæðan einstakling sem kann að vinna með ólíku fólki. Þess vegna hvet ég alla hægrisinnaða einstaklinga til þess að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins næstkomandi laugardag. Það er mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn geti verið alvöruvalkostur í Reykjavík í kosningunum í vor. Þess vegna kýs ég Halldór Halldórsson í fyrsta sæti á laugardaginn og hvet aðra til að gera slíkt hið sama.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun