Nýr valkostur fyrir Reykvíkinga Erla Margrét Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 06:00 Reykjavík stendur á krossgötum. Besti flokkurinn klárar sitt tímabil næsta vor og því er ljóst að nýr meirihluti mun taka við völdum. Björt framtíð vill eigna sér allt þeirra fylgi en það vantar alvöru valkosti fyrir samfélags- og menningarsinnað frjálshyggjufólk í borginni. Það er vöntun á fólki sem getur unnið með öðru ólíku fólki að sameiginlegum hagsmunum Reykvíkinga. Það er mikilvægt að ólíkir einstaklingar geti unnið saman, það er mikilvægt að þeir sem stjórna Reykjavík í okkar umboði geri allt sem þeir geta til að hugsa um framtíð borgarinnar. Hrókur og riddari eru ólíkir skákmenn, þeir hafa báðir sína kosti og mismunandi getu, saman mynda þeir gott par sem máta í mun færri leikjum en hvor án annars. Skipulagsmál eru stór partur af því hvernig Reykjavík getur dafnað og því er mikilvægt að fólk með reynslu á því sviði haldi um stjórnartaumana í borginni. Vinstri menn hafa mikið til eignað sér menningu og samgöngumál en í nýju aðalskipulagi borgarinnar eru margar góðar tillögur sem er mikilvægt að ekki verði hent út af borðinu af íhaldssemi einni saman. Reykjavík er borg fyrir fólk. Hún er borg fyrir fólk sem langar að búa í Reykjavík. Reykvíkingar eiga að hafa val um hvort þeir búi í miðbænum eða í Grafarvogi. Reykvíkingar eiga að hafa val um hvort þeir ferðist til vinnu keyrandi eða með almenningssamgöngum. Reykvíkingar eiga að hafa val eins og aðrir um hvernig þeir haga lífi sínu. Það vantar nýtt og ferskt fólk með reynslu sem skilur mikilvægi valfrelsis, menningar, skipulags og umfram allt hefur áhuga á að gera Reykjavík að enn betri borg. Fólk er að kalla eftir breytingum. Reykvíkingar höfnuðu Sjálfstæðisflokknum í síðustu kosningum og mun slíkt hið sama gerast aftur í vor ef flokkurinn sýnir ekki að hann sé tilbúinn til breytinga. Ég trúi því að sjálfstæðismenn vilji að flokkurinn þróist og að hann vaxi og dafni með nýju fólki og spennandi verkefnum. Það er kominn tími á endurnýjun, það vantar alvöru valkost fyrir hægrisinnaða borgarbúa. Sjálfstæðisflokkurinn þarf sterkan, traustan og jákvæðan einstakling sem kann að vinna með ólíku fólki. Þess vegna hvet ég alla hægrisinnaða einstaklinga til þess að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins næstkomandi laugardag. Það er mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn geti verið alvöruvalkostur í Reykjavík í kosningunum í vor. Þess vegna kýs ég Halldór Halldórsson í fyrsta sæti á laugardaginn og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík stendur á krossgötum. Besti flokkurinn klárar sitt tímabil næsta vor og því er ljóst að nýr meirihluti mun taka við völdum. Björt framtíð vill eigna sér allt þeirra fylgi en það vantar alvöru valkosti fyrir samfélags- og menningarsinnað frjálshyggjufólk í borginni. Það er vöntun á fólki sem getur unnið með öðru ólíku fólki að sameiginlegum hagsmunum Reykvíkinga. Það er mikilvægt að ólíkir einstaklingar geti unnið saman, það er mikilvægt að þeir sem stjórna Reykjavík í okkar umboði geri allt sem þeir geta til að hugsa um framtíð borgarinnar. Hrókur og riddari eru ólíkir skákmenn, þeir hafa báðir sína kosti og mismunandi getu, saman mynda þeir gott par sem máta í mun færri leikjum en hvor án annars. Skipulagsmál eru stór partur af því hvernig Reykjavík getur dafnað og því er mikilvægt að fólk með reynslu á því sviði haldi um stjórnartaumana í borginni. Vinstri menn hafa mikið til eignað sér menningu og samgöngumál en í nýju aðalskipulagi borgarinnar eru margar góðar tillögur sem er mikilvægt að ekki verði hent út af borðinu af íhaldssemi einni saman. Reykjavík er borg fyrir fólk. Hún er borg fyrir fólk sem langar að búa í Reykjavík. Reykvíkingar eiga að hafa val um hvort þeir búi í miðbænum eða í Grafarvogi. Reykvíkingar eiga að hafa val um hvort þeir ferðist til vinnu keyrandi eða með almenningssamgöngum. Reykvíkingar eiga að hafa val eins og aðrir um hvernig þeir haga lífi sínu. Það vantar nýtt og ferskt fólk með reynslu sem skilur mikilvægi valfrelsis, menningar, skipulags og umfram allt hefur áhuga á að gera Reykjavík að enn betri borg. Fólk er að kalla eftir breytingum. Reykvíkingar höfnuðu Sjálfstæðisflokknum í síðustu kosningum og mun slíkt hið sama gerast aftur í vor ef flokkurinn sýnir ekki að hann sé tilbúinn til breytinga. Ég trúi því að sjálfstæðismenn vilji að flokkurinn þróist og að hann vaxi og dafni með nýju fólki og spennandi verkefnum. Það er kominn tími á endurnýjun, það vantar alvöru valkost fyrir hægrisinnaða borgarbúa. Sjálfstæðisflokkurinn þarf sterkan, traustan og jákvæðan einstakling sem kann að vinna með ólíku fólki. Þess vegna hvet ég alla hægrisinnaða einstaklinga til þess að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins næstkomandi laugardag. Það er mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn geti verið alvöruvalkostur í Reykjavík í kosningunum í vor. Þess vegna kýs ég Halldór Halldórsson í fyrsta sæti á laugardaginn og hvet aðra til að gera slíkt hið sama.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar