Stopp: Stöðvum kynbundið ofbeldi Guðrún Ögmundsdóttir og Soffía Sigurgeirsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 00:01 Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur staðið fyrir auglýsingaherferð hérlendis til að vekja athygli á einni alvarlegustu birtingarmynd kynbundins ofbeldis: sýruárásum. Auglýsingaherferðin hefur vakið mikla athygli. Þar sitja fyrir þekktar íslenskar konur en andlitum þeirra hefur verið skeytt saman við andlit indverskra kvenna sem lifað hafa af sýruárásir. Myndirnar eru átakanlegar en vekja okkur til umhugsunar um hversu djúpstæð áhrif sýruárásir hafa á líf kvenna og stúlkna. Sýruárásir tíðkast um allan heim en eru hvað algengastar í Suður- og Suðaustur-Asíu. Árlega er tilkynnt um 1.500 sýruárásir í heiminum en ekki er vitað um raunverulega tíðni árásanna þar sem að gífurlegur fjöldi mála lítur aldrei dagsins ljós. Helsta ástæðan er líklega að ekki er litið á sýruárásir sem alvarlegan glæp né mannréttindabrot. Eitt er þó ljóst: að fórnarlömbin eru í 80 prósent tilvika konur eða ungar stúlkur. Algengt er að konur verði fyrir sýruárásum fyrir að óhlýðnast fjölskyldu sinni, eiga í ástarsamböndum, hafna bónorðum eða svara ekki smáskilaboðum. Líf kvenna er lagt í rúst á aðeins nokkrum sekúndum en í kjölfar slíkrar árásar fylgir margra ára læknismeðferð og mikil félagsleg einangrun. Við höfum heyrt sögur af konum sem fóru ekki út úr húsi í átta ár. UN Women vinnur að því um allan heim að uppræta sýruárásir á margvíslegan hátt en lykilatriði í þeirri baráttu er að draga vandamálið fram í dagsljósið, hefta aðgengi að sýru, herða refsingar yfir gerendum og draga úr félagslegri einangrun þeirra sem fyrir árásunum verða. Mikilvægt er að stuðla að hugarfarsbreytingu meðal almennings, lögreglu, lögmanna og dómara. Sýruárásir eiga ekki og mega ekki vera samþykktar sem eðlileg viðbrögð, hefnd eða jafnvel réttur manna. UN Women á Íslandi stendur fyrir Fiðrildafögnuði í Hörpu í kvöld. Á fögnuðinum gefst landsmönnum tækifæri til þess að leggja konum lið sem lifað hafa af sýruárásir en allur ágóði af kvöldinu rennur til verkefna UN Women. Með því að mæta í Hörpu í kvöld leggur þú lóð þín á vogarskálar jafnréttis og réttlætis í heiminum. Saman getum við haft fiðrildaáhrif. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur staðið fyrir auglýsingaherferð hérlendis til að vekja athygli á einni alvarlegustu birtingarmynd kynbundins ofbeldis: sýruárásum. Auglýsingaherferðin hefur vakið mikla athygli. Þar sitja fyrir þekktar íslenskar konur en andlitum þeirra hefur verið skeytt saman við andlit indverskra kvenna sem lifað hafa af sýruárásir. Myndirnar eru átakanlegar en vekja okkur til umhugsunar um hversu djúpstæð áhrif sýruárásir hafa á líf kvenna og stúlkna. Sýruárásir tíðkast um allan heim en eru hvað algengastar í Suður- og Suðaustur-Asíu. Árlega er tilkynnt um 1.500 sýruárásir í heiminum en ekki er vitað um raunverulega tíðni árásanna þar sem að gífurlegur fjöldi mála lítur aldrei dagsins ljós. Helsta ástæðan er líklega að ekki er litið á sýruárásir sem alvarlegan glæp né mannréttindabrot. Eitt er þó ljóst: að fórnarlömbin eru í 80 prósent tilvika konur eða ungar stúlkur. Algengt er að konur verði fyrir sýruárásum fyrir að óhlýðnast fjölskyldu sinni, eiga í ástarsamböndum, hafna bónorðum eða svara ekki smáskilaboðum. Líf kvenna er lagt í rúst á aðeins nokkrum sekúndum en í kjölfar slíkrar árásar fylgir margra ára læknismeðferð og mikil félagsleg einangrun. Við höfum heyrt sögur af konum sem fóru ekki út úr húsi í átta ár. UN Women vinnur að því um allan heim að uppræta sýruárásir á margvíslegan hátt en lykilatriði í þeirri baráttu er að draga vandamálið fram í dagsljósið, hefta aðgengi að sýru, herða refsingar yfir gerendum og draga úr félagslegri einangrun þeirra sem fyrir árásunum verða. Mikilvægt er að stuðla að hugarfarsbreytingu meðal almennings, lögreglu, lögmanna og dómara. Sýruárásir eiga ekki og mega ekki vera samþykktar sem eðlileg viðbrögð, hefnd eða jafnvel réttur manna. UN Women á Íslandi stendur fyrir Fiðrildafögnuði í Hörpu í kvöld. Á fögnuðinum gefst landsmönnum tækifæri til þess að leggja konum lið sem lifað hafa af sýruárásir en allur ágóði af kvöldinu rennur til verkefna UN Women. Með því að mæta í Hörpu í kvöld leggur þú lóð þín á vogarskálar jafnréttis og réttlætis í heiminum. Saman getum við haft fiðrildaáhrif.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun