Enski boltinn

Pique: Rooney myndi passa vel í Barca

Stefán Árni Pálsson skrifar
Spænski varnarmaðurinn Gerard Pique, leikmaður Barcelona, virðist sannfærður um það að fyrrum liðsfélagi hans Wayne Rooney myndi passa vel inn í lið Barcelona.

Rooney er að sögn David Moyes, knattspyrnustjóra Manchester United, ekki til sölu og verður leikmaður United á næsta tímabili.

Rooney hefur sjálfur ekkert tjáð sig um málið og Pique vill ólmur fá hann til liðs við Barcelona.

„Hann er einn af þremur bestu leikmönnum heims og myndi smellpassa í Barcelona,“ sagði Pique.

„Hann getur spila á mörgum stöðum á vellinum, frammi, á kantinum og á miðjunni.“

„Það tæki hann enga stund að aðlagast leik okkar og væri mikill fengur fyrir liðið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×