Enski boltinn

Paulinho hefur skrifað undir hjá Tottenham

Stefán Árni Pálsson skrifar
Paulinho  hér til vinstri
Paulinho hér til vinstri Mynd. / Getty Images
Brassinn Paulinho hefur formlega gengið til liðs við enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspurs en leikmaðurinn skrifaði í gær undir samning við félagið.

Þessi 24 ára miðjumaður sló í gegn í Álfukeppninni sem fór fram í Brasilíu á dögunum en hann á að baka 17 landsleiki fyrir þjóð sína.

Paulinho  lék áður með Corinthians í heimalandinu en Spurs mun greiða 17 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Hann mun því veita Gylfa Þór Sigurðssyni samkeppni um stöðu í liðinu á næsta keppnistímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×