Bein leið milli Íslands og Kína um Norðurskautið Kristján Már Unnarsson skrifar 19. mars 2013 20:10 Ísland og Kína verða nágrannaríki á næstu fimm til tíu árum með opnun siglingaleiðarinnar yfir Norðurskautið, segir kínverskur sérfræðingur í alþjóðasamskiptum. Hann segir bæði Íslendinga og Kínverja hagnast á tækifærunum. Norðurskautsráðið er um þessar mundir undir forystu utanríkisráðherra Svía, Carl Bildt, og hann var meðal gesta á alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík í dag undir yfirskriftinni Áskoranir og tækifæri á Norðurslóðum. Einna mesta athygli vakti erindi frá Kína en Dr. Jiang Ye, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Sjanghæ, lýsti viðhorfum Kínverja til málefna heimskautsins. Hann segir siglingu kínverska ísbrjótsins Snædrekans milli Sjanghæ og Reykjavíkur í fyrra marka tímamót og spáir því að eftir fimm til tíu ár verði skipafélög farin að nýta þessa nýju siglingaleið í ábataskyni. „Samband Kínverja og Íslendinga er mjög gott og þegar þessi siglingaleið opnast verðum við nágrannar," segir Jiang Ye í samtali við Stöð 2. „Það verður bein leið frá Sjanghæ til Reykjavíkur og frá Reykjavík til Sjanghæ."Dr. Jiang Ye, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunarinnar í Sjanghæ, á Norðurslóðaráðstefnunni á Hótel Sögu í dag.Mynd/Björn Sigurðsson.Hann telur þessa tengingu bjóða upp á samstarf þjóðanna á mörgum sviðum, eins og vísinda og siglinga. „Og síðast en ekki síst munum við hafa samvinnu á viðskiptasviðinu. Báðir aðilar munu græða, þetta verður hagur beggja landanna," segir Jiang Ye. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Ísland og Kína verða nágrannaríki á næstu fimm til tíu árum með opnun siglingaleiðarinnar yfir Norðurskautið, segir kínverskur sérfræðingur í alþjóðasamskiptum. Hann segir bæði Íslendinga og Kínverja hagnast á tækifærunum. Norðurskautsráðið er um þessar mundir undir forystu utanríkisráðherra Svía, Carl Bildt, og hann var meðal gesta á alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík í dag undir yfirskriftinni Áskoranir og tækifæri á Norðurslóðum. Einna mesta athygli vakti erindi frá Kína en Dr. Jiang Ye, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Sjanghæ, lýsti viðhorfum Kínverja til málefna heimskautsins. Hann segir siglingu kínverska ísbrjótsins Snædrekans milli Sjanghæ og Reykjavíkur í fyrra marka tímamót og spáir því að eftir fimm til tíu ár verði skipafélög farin að nýta þessa nýju siglingaleið í ábataskyni. „Samband Kínverja og Íslendinga er mjög gott og þegar þessi siglingaleið opnast verðum við nágrannar," segir Jiang Ye í samtali við Stöð 2. „Það verður bein leið frá Sjanghæ til Reykjavíkur og frá Reykjavík til Sjanghæ."Dr. Jiang Ye, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunarinnar í Sjanghæ, á Norðurslóðaráðstefnunni á Hótel Sögu í dag.Mynd/Björn Sigurðsson.Hann telur þessa tengingu bjóða upp á samstarf þjóðanna á mörgum sviðum, eins og vísinda og siglinga. „Og síðast en ekki síst munum við hafa samvinnu á viðskiptasviðinu. Báðir aðilar munu græða, þetta verður hagur beggja landanna," segir Jiang Ye.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira