Innlent

Fíkniefnaakstur stöðvaður á Hafnarfjarðarvegi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mynd úr safni.
Nóttin var með rólegra móti samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Ökumaður, karl á þrítugsaldri, var stöðvaður af lögreglu á Hafnarfjarðarvegi upp úr klukkan 4 í nótt. Var hann í annarlegu ástandi og viðurkenndi að hafa reykt kannabisefni fyrr um kvöldið. Fíkniefni fundust í bifreiðinni og voru skráningarnúmer bílsins tekin af þar sem hann var ótryggður.

Þá var fimmtán ára ökumaður stöðvaður í Mosfellsbæ í nótt, en hann hafði læðst út eftir að foreldrar hans sofnuðu, tekið bíl systur sinnar og fengið sér bíltúr með jafnöldru sinni. Ungmennunum var komið til foreldra sinna.

Þá voru allir „hyperslakir fyrir kosningar“ að sögn lögreglunnar á Akureyri, og sömu sögu má segja um önnur umdæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×