Af lausbeisluðum læknum Ómar Sigurvin Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2013 06:00 Ágæti heilbrigðisráðherra! Ég vil byrja á að þakka þér fyrir að hafa, fyrstu mánuðina í starfi, verið duglegur að hlýða á raddir lækna, meðal annars á aðalfundi Læknafélags Íslands 10. október síðastliðinn. Það er ánægjulegt að greina þann áhuga sem þú hefur á málflutningi lækna og hefur þú þegar gert meira í þeim málum en forverar þínir. Daginn eftir ávarp þitt á aðalfundi LÍ var haldið málþing um stöðu heilbrigðiskerfisins fimm árum eftir hrun, þar sem fram komu ýmsar ábendingar og lausnir varðandi það sem betur mætti fara. Landlæknir sat þar á fremsta bekk og hlustaði af athygli, en læknum þótti miður að þangað mætti hins vegar hvorki ráðherra eða aðrir ráðuneytismenn, né heldur stjórnendur Landspítala eða annarra heilbrigðisstofnana. Athyglisvert þótti mér að í ávarpi þínu, sem annars var mjög gott, gerir þú „lausbeislaðan“ fréttaflutning að umræðuefni. Læknar hafa alla tíð þótt frekar vel taminn hópur og seinþreyttir til vandræða og því þykir það tíðindum sæta séu þeir orðnir tregir í taumi. Tel ég að fréttaflutningur sá, sem læknar hafa undanfarnar vikur tengst, beri skýr merki um neyð. Í orðum þeirra felst neyðarkall og örvænting vegna langvarandi skeytingarleysis stjórnenda og stjórnvalda sem markvisst hafa lagt sig fram um að hlusta ekki á skynsemisraddir og hógværar lýsingar lækna sem margítrekað hafa lýst yfir áhyggjum sínum. Í fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna missera hefur ekki verið farið fram með glannaskap, úrtölum og upphrópunum, heldur yfirveguðum en beinskeyttum staðreyndum. Ég geri mér grein fyrir því að það getur verið erfitt að horfast í augu við þessar staðreyndir, einkum ef sá sem valdið hefur upplifir viðfangsefnið óyfirstíganlegt eða erfitt viðfangs.Eftirsóknarverður starfskraftur Íslenskir læknar eru eftirsóknarverður starfskraftur. Við höfum góða menntun, oftast töluverða starfsreynslu, erum agaðir og sjálfstæðir og búum yfir ríkulegri sjálfsbjargarviðleitni. Við erum auk þess vinnusamir einstaklingar, sem vanir erum harðræði og lágum launum. Við sinnum störfum okkar vel, af hugsjón og með hagsmuni sjúklinga okkar í fyrirrúmi. Við vitum að verk okkar lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks eru mikilvæg og að víða vinnum við sannkölluð kraftaverk við erfiðar aðstæður. Ég tel ónauðsynlegt í þessari stuttu grein að fara yfir allar þær ábendingar og lausnir sem læknar hafa bent á. Nokkrar af þeim ábendingum hafa snúið að húsnæðismálum, tækjakosti, gríðarlegri manneklu og álagi, ásamt skorti á samstarfi milli stjórnenda og starfsmanna. Þessi mál þekkir þú vel frá okkar fundum. Hins vegar vil ég kafa dýpra í launamálin, sem þú gerir að sérstöku umtalsefni í grein þinni sem birt var á heimasíðu velferðarráðuneytis í lok fundarins 10. október, auk þess sem þau voru reifuð í sjónvarpsþætti á dögunum. Þar hefur þú fallið í sömu gryfju og aðrir heilbrigðisráðherrar og látið lækna líta út fyrir að vera ofurlaunamenn, ásamt því að reyna að grafa undan vandamálinu með því að minnast á launatölur í fjarlægum löndum eins og Dubai eða litlum, einangruðum og sérhæfðum sjúkrahúsum þar sem greitt er ríflega fyrir rétta starfskraftinn. Þegar læknar tala um launin sín, eru þeir ekki að biðja um 5 milljónir á mánuði. Þeir eru einfaldlega að benda á að laun lækna eru ekki boðleg, hvorki í innlendum né erlendum samanburði!Óeðlileg launaþróun Útskrifaður læknakandídat er með 340.734 krónur í dagvinnulaun fyrir 100% vinnu eftir 6 ára háskólanám og eru þeir því lægst launaða háskólastéttin miðað við fjölda ára í námi, ótengt álagi og ábyrgð í starfi. Þessi kandídat fær því 248.032 krónur í útborguð laun. Það er því eins gott fyrir hann að eiga hvorki maka, börn, húsnæði eða bíl þar sem að hann hefur ekki efni á því, sé litið til neysluviðmiða Hagstofu, velferðarráðuneytisins eða Umboðsmanns skuldara. Á síðustu fimm árum hafa dagvinnulaun allra lækna hækkað um 16%, á meðan algengar tölur annarra starfsstétta eru 27-49%. Það dylst því engum að laun íslenskra lækna hafa ekki þróast á eðlilegan hátt miðað við laun hérlendis. Sé horft til heildarlauna kandídata og almennra lækna sést að þau hafa hækkað um 8,5% á fimm árum. Á sama tíma hefur neysluverðsvísitalan hækkað um 43%, launavísitalan um 33% og lágmarkslaun um 41%. Vissulega geta læknar bætt við sig vöktum og aukavinnu, á kostnað fjölskyldu, áhugamála og líkamlegrar og andlegrar heilsu, en það eru ekki rök fyrir því að laun þeirra eigi ekki í það minnsta að fylgja eðlilegri launaþróun. En hvernig ætli staðan sé fyrir almenna lækna erlendis? Í Svíþjóð eru dagvinnulaun læknakandídata 564 þúsund krónur og í Noregi 640 þúsund krónur. Það munar því 66-88% á launum nýútskrifaðra kandídata á Íslandi og í þessum löndum og er þarna um að ræða algeng laun á sjúkrahúsum sambærilegum Landspítala. Það gefur augaleið að þó að Ísland hafi alla þá kosti sem þér er tíðrætt um, þá hrökkva þeir kostir skammt þegar grunnlaun eru svo lág að ítrekað þarf að grípa til vakta- og aukavinnu ofan á 100% dagvinnu, fjarri fjölskyldu og heimili, til að ná endum saman. Ágæti heilbrigðisráðherra! Landflótti lækna og launaþróun eru alvarlegt málefni, sem nauðsynlegt er að bregðast við. Þar ert þú og aðrir ráðamenn í lykilstöðu. Ég biðst forláts ef þér þykja skrif mín lausbeisluð og glannaleg, en sannleikurinn er oft ótrúlegri en nokkur skáldskapur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ágæti heilbrigðisráðherra! Ég vil byrja á að þakka þér fyrir að hafa, fyrstu mánuðina í starfi, verið duglegur að hlýða á raddir lækna, meðal annars á aðalfundi Læknafélags Íslands 10. október síðastliðinn. Það er ánægjulegt að greina þann áhuga sem þú hefur á málflutningi lækna og hefur þú þegar gert meira í þeim málum en forverar þínir. Daginn eftir ávarp þitt á aðalfundi LÍ var haldið málþing um stöðu heilbrigðiskerfisins fimm árum eftir hrun, þar sem fram komu ýmsar ábendingar og lausnir varðandi það sem betur mætti fara. Landlæknir sat þar á fremsta bekk og hlustaði af athygli, en læknum þótti miður að þangað mætti hins vegar hvorki ráðherra eða aðrir ráðuneytismenn, né heldur stjórnendur Landspítala eða annarra heilbrigðisstofnana. Athyglisvert þótti mér að í ávarpi þínu, sem annars var mjög gott, gerir þú „lausbeislaðan“ fréttaflutning að umræðuefni. Læknar hafa alla tíð þótt frekar vel taminn hópur og seinþreyttir til vandræða og því þykir það tíðindum sæta séu þeir orðnir tregir í taumi. Tel ég að fréttaflutningur sá, sem læknar hafa undanfarnar vikur tengst, beri skýr merki um neyð. Í orðum þeirra felst neyðarkall og örvænting vegna langvarandi skeytingarleysis stjórnenda og stjórnvalda sem markvisst hafa lagt sig fram um að hlusta ekki á skynsemisraddir og hógværar lýsingar lækna sem margítrekað hafa lýst yfir áhyggjum sínum. Í fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna missera hefur ekki verið farið fram með glannaskap, úrtölum og upphrópunum, heldur yfirveguðum en beinskeyttum staðreyndum. Ég geri mér grein fyrir því að það getur verið erfitt að horfast í augu við þessar staðreyndir, einkum ef sá sem valdið hefur upplifir viðfangsefnið óyfirstíganlegt eða erfitt viðfangs.Eftirsóknarverður starfskraftur Íslenskir læknar eru eftirsóknarverður starfskraftur. Við höfum góða menntun, oftast töluverða starfsreynslu, erum agaðir og sjálfstæðir og búum yfir ríkulegri sjálfsbjargarviðleitni. Við erum auk þess vinnusamir einstaklingar, sem vanir erum harðræði og lágum launum. Við sinnum störfum okkar vel, af hugsjón og með hagsmuni sjúklinga okkar í fyrirrúmi. Við vitum að verk okkar lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks eru mikilvæg og að víða vinnum við sannkölluð kraftaverk við erfiðar aðstæður. Ég tel ónauðsynlegt í þessari stuttu grein að fara yfir allar þær ábendingar og lausnir sem læknar hafa bent á. Nokkrar af þeim ábendingum hafa snúið að húsnæðismálum, tækjakosti, gríðarlegri manneklu og álagi, ásamt skorti á samstarfi milli stjórnenda og starfsmanna. Þessi mál þekkir þú vel frá okkar fundum. Hins vegar vil ég kafa dýpra í launamálin, sem þú gerir að sérstöku umtalsefni í grein þinni sem birt var á heimasíðu velferðarráðuneytis í lok fundarins 10. október, auk þess sem þau voru reifuð í sjónvarpsþætti á dögunum. Þar hefur þú fallið í sömu gryfju og aðrir heilbrigðisráðherrar og látið lækna líta út fyrir að vera ofurlaunamenn, ásamt því að reyna að grafa undan vandamálinu með því að minnast á launatölur í fjarlægum löndum eins og Dubai eða litlum, einangruðum og sérhæfðum sjúkrahúsum þar sem greitt er ríflega fyrir rétta starfskraftinn. Þegar læknar tala um launin sín, eru þeir ekki að biðja um 5 milljónir á mánuði. Þeir eru einfaldlega að benda á að laun lækna eru ekki boðleg, hvorki í innlendum né erlendum samanburði!Óeðlileg launaþróun Útskrifaður læknakandídat er með 340.734 krónur í dagvinnulaun fyrir 100% vinnu eftir 6 ára háskólanám og eru þeir því lægst launaða háskólastéttin miðað við fjölda ára í námi, ótengt álagi og ábyrgð í starfi. Þessi kandídat fær því 248.032 krónur í útborguð laun. Það er því eins gott fyrir hann að eiga hvorki maka, börn, húsnæði eða bíl þar sem að hann hefur ekki efni á því, sé litið til neysluviðmiða Hagstofu, velferðarráðuneytisins eða Umboðsmanns skuldara. Á síðustu fimm árum hafa dagvinnulaun allra lækna hækkað um 16%, á meðan algengar tölur annarra starfsstétta eru 27-49%. Það dylst því engum að laun íslenskra lækna hafa ekki þróast á eðlilegan hátt miðað við laun hérlendis. Sé horft til heildarlauna kandídata og almennra lækna sést að þau hafa hækkað um 8,5% á fimm árum. Á sama tíma hefur neysluverðsvísitalan hækkað um 43%, launavísitalan um 33% og lágmarkslaun um 41%. Vissulega geta læknar bætt við sig vöktum og aukavinnu, á kostnað fjölskyldu, áhugamála og líkamlegrar og andlegrar heilsu, en það eru ekki rök fyrir því að laun þeirra eigi ekki í það minnsta að fylgja eðlilegri launaþróun. En hvernig ætli staðan sé fyrir almenna lækna erlendis? Í Svíþjóð eru dagvinnulaun læknakandídata 564 þúsund krónur og í Noregi 640 þúsund krónur. Það munar því 66-88% á launum nýútskrifaðra kandídata á Íslandi og í þessum löndum og er þarna um að ræða algeng laun á sjúkrahúsum sambærilegum Landspítala. Það gefur augaleið að þó að Ísland hafi alla þá kosti sem þér er tíðrætt um, þá hrökkva þeir kostir skammt þegar grunnlaun eru svo lág að ítrekað þarf að grípa til vakta- og aukavinnu ofan á 100% dagvinnu, fjarri fjölskyldu og heimili, til að ná endum saman. Ágæti heilbrigðisráðherra! Landflótti lækna og launaþróun eru alvarlegt málefni, sem nauðsynlegt er að bregðast við. Þar ert þú og aðrir ráðamenn í lykilstöðu. Ég biðst forláts ef þér þykja skrif mín lausbeisluð og glannaleg, en sannleikurinn er oft ótrúlegri en nokkur skáldskapur!
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar