Í sjötta sæti á App Store Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 8. nóvember 2013 20:30 Íslenski spurningaleikurinn QuizUp sem kom á markað í gær er einungis einu sæti á eftir Candy Crush á lista App Store í Bandaríkjunum, en þann leik þekkja margir Íslendingar. QuizUp varð fáanlegur á App Store í gær og eru rúmlega 100.000 einstaklingar búnir að hala spurningaleiknum niður. Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri fyrirtækisins Plain Vanilla, sem hannaði og gaf út leikinn segir viðtökurnar fram úr björtustu vonum. „Okkar sýn þegar við byrjuðum með þetta var að reyna að búa til einhvers konar samfélagsnet sem byggði á því að láta fólk spila saman leik í mismunandi áhugamálum“, segir hann. Í dag er leikurinn sá sjötti vinsælasti á bandaríska App Store, einu sæti á eftir Candy Crush, en það hefur alltaf verið markmið Þorsteins að QuizUp komist fram úr þeim leik. „Mér finnst Candy Crush vera eitthvað svo heiladauður, en við erum að reyna að búa til leik sem er bæði skemmtilegur og fræðandi“, segir hann. Leikjavísir Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Íslenski spurningaleikurinn QuizUp sem kom á markað í gær er einungis einu sæti á eftir Candy Crush á lista App Store í Bandaríkjunum, en þann leik þekkja margir Íslendingar. QuizUp varð fáanlegur á App Store í gær og eru rúmlega 100.000 einstaklingar búnir að hala spurningaleiknum niður. Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri fyrirtækisins Plain Vanilla, sem hannaði og gaf út leikinn segir viðtökurnar fram úr björtustu vonum. „Okkar sýn þegar við byrjuðum með þetta var að reyna að búa til einhvers konar samfélagsnet sem byggði á því að láta fólk spila saman leik í mismunandi áhugamálum“, segir hann. Í dag er leikurinn sá sjötti vinsælasti á bandaríska App Store, einu sæti á eftir Candy Crush, en það hefur alltaf verið markmið Þorsteins að QuizUp komist fram úr þeim leik. „Mér finnst Candy Crush vera eitthvað svo heiladauður, en við erum að reyna að búa til leik sem er bæði skemmtilegur og fræðandi“, segir hann.
Leikjavísir Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira