Lífið

Búið að vera baráttumál í langan tíma

Freyr Bjarnason skrifar
Sigtryggur Baldursson er stjórnarmaður í Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar.
Sigtryggur Baldursson er stjórnarmaður í Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar.
„Þetta er búið að vera baráttumál hjá Útón [Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar] í langan tíma,“ segir Sigtryggur Baldursson, formaður Útón.

Nýr sjóður sem hefur það að markmiði að styðja við útflutning tónlistar hefur tekið til starfa og nefnist hann Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar. Í sjóðinn verður hægt að sækja um ferðastyrki mánaðarlega og ársfjórðungslega verða veittir tveir styrkir sem nema 500 þúsund krónum og einn styrkur sem nemur einni milljón króna. Sjóðurinn er hluti af fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar í skapandi greinum.

Í stjórn sjóðsins sitja þau Ragnhildur Gísladóttir formaður, Sigtryggur Baldursson, fyrir hönd Útón, og Kamilla Ingibergsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Iceland Airwaves. Varamenn eru þau Árni Heimir Ingólfsson, Tómas Young og Margrét Örnólfsdóttir.

Aðspurður um muninn á Útflutningssjóðnum og Útón segir Sigtryggur: „Við hjá Útón höfum ekki verið með mikið af fjármagni til að setja í beina styrki. Við höfum verið að setja fjármagn í ferðastyrki til tónlistarmanna sem eru að fara út að spila á hátíðum sem við höfum verið að vinna í, eins og Eurosonic og by:Larm, en það hefur ekki verið hægt að sækja um ferðastyrki eins og þetta er hugsað. Þetta eru líka átaksstyrkir til að gera aðeins stærri verkefni,“ segir hann.

Hér er hægt að kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins og nálgast umsóknareyðublað.


Tengdar fréttir

Nýr sjóður til að efla íslenska tónlist erlendis

Nýr sjóður sem hefur það að markmiði að styðja við útflutning tónlistar hefur tekið til starfa og nefnist hann Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar. Í sjóðinn verður hægt að sækja um ferðastyrki mánaðarlega og ársfjórðungslega verða veittir tveir styrkir sem nema 500 þúsund krónum og einn styrkur sem nemur einni milljón króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.