Innlent

Sauðfé fækkar en svínum fjölgar

Gunnar Valþórsson skrifar
Árið 1980 taldi sauðfé hér á landi tæplega 830 þúsund en árið 2000 var talan komin niður í 460 þúsund dýr.
Árið 1980 taldi sauðfé hér á landi tæplega 830 þúsund en árið 2000 var talan komin niður í 460 þúsund dýr.
Á þremur áratugum hefur sauðfé fækkað hér á landi um 350 þúsund dýr á meðan hrossum hefur hinsvegar fjölgað um 25 þúsund.

Þetta kemur fram í úttekt Bændablaðsins á búfjáreign Íslendinga frá árinu 1980. Alifuglar eru álíka margir nú og þeir voru þá eða um 322 þúsund en svínastofninn hefur tvöfaldast og telur nú rúmlega 3500 dýr.

Árið 1980 taldi sauðfé hér á landi tæplega 830 þúsund en árið 2000 var talan komin niður í 460 þúsund dýr. Í fyrra telst mönnum til að um 476 þúsund rollur hafi verið í landinu. Mannfólkinu hefur hinsvegar fjölgað um 95 þúsund á þessu þrjátíu ára tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×