Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 25-20 Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. október 2013 10:05 Sigurbergur Sveinsson var frábær í kvöld. Mynd/Valli Haukar voru fyrstir til þess að leggja FH í Olís-deild karla er liðin áttust við að Ásvöllum í kvöld. Haukar lengi undir en mun sterkari i seinni hálfleik. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ásvöllum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Haukarnir byrjuðu leikinn betur en FH-ingar voru fljótir að taka yfir. Vörnin hrökk heldur betur í gírinn hjá þeim og Haukarnir komu varla skoti á markið. Allt langt yfir. FH-ingar náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, 7-12, en þá sögðu Haukar hingað og ekki lengra. Þeir skelltu í lás í vörninni og FH skoraði ekki mark á síðustu níu mínútum fyrri hálfleiks. Munurinn því aðeins eitt mark í leikhléi, 11-12. Það voru þrír menn sem héldu Haukum inn í leiknum. Morkunas varði tíu skot í markinu og þeir Jón Þorbjörn og Sigurbergur skoruðu báðir fimm mörk í hálfleiknum. Ragnar atkvæðamestur í liði FH með fimm mörk. Það var ekkert gefið eftir í síðari hálfleik. Haukarnir unnu sig sífellt betur inn í leikinn og komust yfir, 18-17, er þrettán mínútur voru eftir af leiknum. FH nýtti liðsmuninn afar illa og Haukar efldust við hverja raun. Morkunas varði eins og berserkur og FH-ingar réðu ekkert við Sigurberg í sókninni. Staðan orðin 22-19 þegar sex mínútur voru eftir. Þá tók FH leikhlé. Það breytti engu. Sóknarleikurinn áfram klaufalegur og þeir réðu ekkert við Haukana. Morkunas og Sigurbergur stórkostlegir í liði Hauka sem og Jón Þorbjörn sem spilaði vel á báðum endum. Það vantaði nokkuð upp á hjá FH og þá aðallega markvörsluna sem var ekki boðleg í dag. Sigurbergur: Stefni á að komast aftur út"Þetta var mjög gott og ég er ánægður með þetta. Ég er búinn að vera að æfa fáranlega mikið og er hægt og bítandi að finna mitt gamla form," sagði Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson. Það eru svo sannarlega orð að sönnu. Hann fór hreinlega hamförum í kvöld. Skoraði tólf mörk og flest voru þau af dýrari gerðinni. Sleggjur langt fyrir utan teig. "Ég er að komast í form og jafnvel búinn að bæta við mig líka. Ég var aðeins hálfur maður síðasta vetur og ég nýtti því sumarið vel til þess að styrkja mig. Það er að skila sér núna." Skyttan öfluga kom heim út atvinnumennsku á sínum tíma og hann hefur ekki gefið atvinnumannadrauminn upp á bátinn. "Við sjáum hvað gerist. Ég er ekkert að stressa mig á þessu en það er auðvitað markmiðið. Ég stefni hátt og við sjáum hvað gerist í framtíðinni." Það er alltaf rígur á milli Hafnarfjarðarliðanna og Sigurbergur fékk mikið út úr því að vinna þennan leik. "Djöfull er gaman að vinna FH og það var sérstaklega gaman í dag. Ég veit ekki alveg af hverju," sagði Sigurbergur en blaðamaður ætlar að tippa á að það hafi verið þar sem hann átti stórbrotinn leik. Einar Andri: Fórum inn í skelina"Mér fannst við spila vel í 25 mínútur. Eftir það fáum við margar brottvísanir og það riðlaði okkar leik talsvert mikið. Þetta voru klaufalegar brottvísanir hjá okkur og þeir kaflar voru mjög slæmir," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, svekktur í leikslok. "Ég held að við höfum ekki skorað mark manni færri og það fór af okkur áræðnin. Menn fóru inn í skelina. Svo hjálpaði ekki til að Daníel var ekki góður í markinu hjá okkur. Ég var of lengi með hann í markinu og hefði mátt setja kjúklinginn fyrr inn á. Við verðum að læra af því. Mér fannst samt vörnin standa vel og ég var alltaf að bíða eftir því að Danni færi í gang." Sóknarleikurinn hjá FH var slakur seinni hlutann og í raun frá 21. mínútu en þá skoraði FH ekki meir í fyrri hálfleik. Í raun skorar FH ekki nema 8 mörk síðustu 39 mínútur leiksins. "Vörnin var góð allan tímann. Sigurbergur skoraði mikið en það var mest af mjög löngu færi. Við vorum að taka allt of erfið skot. Það voru vonbrigði að ná ekki að klára þennan leik þar sem fyrstu 25 mínúturnar gáfu tilefni til bjartsýni." Íslenski handboltinn Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Haukar voru fyrstir til þess að leggja FH í Olís-deild karla er liðin áttust við að Ásvöllum í kvöld. Haukar lengi undir en mun sterkari i seinni hálfleik. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ásvöllum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Haukarnir byrjuðu leikinn betur en FH-ingar voru fljótir að taka yfir. Vörnin hrökk heldur betur í gírinn hjá þeim og Haukarnir komu varla skoti á markið. Allt langt yfir. FH-ingar náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, 7-12, en þá sögðu Haukar hingað og ekki lengra. Þeir skelltu í lás í vörninni og FH skoraði ekki mark á síðustu níu mínútum fyrri hálfleiks. Munurinn því aðeins eitt mark í leikhléi, 11-12. Það voru þrír menn sem héldu Haukum inn í leiknum. Morkunas varði tíu skot í markinu og þeir Jón Þorbjörn og Sigurbergur skoruðu báðir fimm mörk í hálfleiknum. Ragnar atkvæðamestur í liði FH með fimm mörk. Það var ekkert gefið eftir í síðari hálfleik. Haukarnir unnu sig sífellt betur inn í leikinn og komust yfir, 18-17, er þrettán mínútur voru eftir af leiknum. FH nýtti liðsmuninn afar illa og Haukar efldust við hverja raun. Morkunas varði eins og berserkur og FH-ingar réðu ekkert við Sigurberg í sókninni. Staðan orðin 22-19 þegar sex mínútur voru eftir. Þá tók FH leikhlé. Það breytti engu. Sóknarleikurinn áfram klaufalegur og þeir réðu ekkert við Haukana. Morkunas og Sigurbergur stórkostlegir í liði Hauka sem og Jón Þorbjörn sem spilaði vel á báðum endum. Það vantaði nokkuð upp á hjá FH og þá aðallega markvörsluna sem var ekki boðleg í dag. Sigurbergur: Stefni á að komast aftur út"Þetta var mjög gott og ég er ánægður með þetta. Ég er búinn að vera að æfa fáranlega mikið og er hægt og bítandi að finna mitt gamla form," sagði Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson. Það eru svo sannarlega orð að sönnu. Hann fór hreinlega hamförum í kvöld. Skoraði tólf mörk og flest voru þau af dýrari gerðinni. Sleggjur langt fyrir utan teig. "Ég er að komast í form og jafnvel búinn að bæta við mig líka. Ég var aðeins hálfur maður síðasta vetur og ég nýtti því sumarið vel til þess að styrkja mig. Það er að skila sér núna." Skyttan öfluga kom heim út atvinnumennsku á sínum tíma og hann hefur ekki gefið atvinnumannadrauminn upp á bátinn. "Við sjáum hvað gerist. Ég er ekkert að stressa mig á þessu en það er auðvitað markmiðið. Ég stefni hátt og við sjáum hvað gerist í framtíðinni." Það er alltaf rígur á milli Hafnarfjarðarliðanna og Sigurbergur fékk mikið út úr því að vinna þennan leik. "Djöfull er gaman að vinna FH og það var sérstaklega gaman í dag. Ég veit ekki alveg af hverju," sagði Sigurbergur en blaðamaður ætlar að tippa á að það hafi verið þar sem hann átti stórbrotinn leik. Einar Andri: Fórum inn í skelina"Mér fannst við spila vel í 25 mínútur. Eftir það fáum við margar brottvísanir og það riðlaði okkar leik talsvert mikið. Þetta voru klaufalegar brottvísanir hjá okkur og þeir kaflar voru mjög slæmir," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, svekktur í leikslok. "Ég held að við höfum ekki skorað mark manni færri og það fór af okkur áræðnin. Menn fóru inn í skelina. Svo hjálpaði ekki til að Daníel var ekki góður í markinu hjá okkur. Ég var of lengi með hann í markinu og hefði mátt setja kjúklinginn fyrr inn á. Við verðum að læra af því. Mér fannst samt vörnin standa vel og ég var alltaf að bíða eftir því að Danni færi í gang." Sóknarleikurinn hjá FH var slakur seinni hlutann og í raun frá 21. mínútu en þá skoraði FH ekki meir í fyrri hálfleik. Í raun skorar FH ekki nema 8 mörk síðustu 39 mínútur leiksins. "Vörnin var góð allan tímann. Sigurbergur skoraði mikið en það var mest af mjög löngu færi. Við vorum að taka allt of erfið skot. Það voru vonbrigði að ná ekki að klára þennan leik þar sem fyrstu 25 mínúturnar gáfu tilefni til bjartsýni."
Íslenski handboltinn Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira