Innlent

Aflaverðmætið hækkaði um 10 milljarða

JHH skrifar
Frá Sauðárkróki.
Frá Sauðárkróki. Mynd/ GVA
Aflaverðmæti íslenskra skipa var 10 milljörðum hærra á fyrstu tíu mánuðum liðins árs en á sama tímabili árið áður. Verðmætið nam 137,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs, samanborið við 127,6 milljarða á sama tímabili árið áður.

Aflaverðmæti botnfisks var 81,3 milljarðar sem er 6% aukning frá sama tíma í fyrra þegar aflaverðmætið nam 76,7 milljörðum. Verðmæti þorskafla var um 41,5 milljarðar sem er 12,7% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Aflaverðmæti ýsu, sem nam 10,4 milljörðum, jókst um 8,4% milli ára en verðmæti karfaaflans nam 11,9 milljörðum sem er 6,3% aukning frá fyrstu tíu mánuðum ársins 2011. Verðmæti ufsaaflans jókst um 9,1% milli ára og nam 8,0 milljörðum króna í janúar til október 2012.

Aflaverðmæti botnfisks var 81,3 milljarðar sem er 6% aukning frá sama tíma í fyrra þegar aflaverðmætið nam 76,7 milljörðum. Verðmæti uppsjávarafla nam um 42,3 milljörðum króna í janúar til október 2012, sem er 10,4% aukning frá fyrra ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×