Skattar hækkuðu lán um 21 milljarð Þórður Snær Júlíusson skrifar 30. janúar 2013 06:00 Í svari Katrínar Júlíusdóttur við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar kemur fram að meginmarkið stjórnvalda sé að bæta afkomu ríkissjóðs, meðal annars með skattbreytingum.fréttablaðið/stefán Tæplega tíu prósent af nafnverðshækkun íbúðalána frá byrjun árs 2009 og til loka árs 2012 eru vegna skattkerfisbreytinga sem stjórnvöld hafa ráðist í. Alls hafa skattkerfisbreytingarnar hækkað skuldir vegna íbúðalána um 21,6 milljarð króna. Þetta kemur fram í svari Katrínar Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um áhrif aukinnar skattaálagningar ríkisstjórnarinnar á hækkun höfuðstóls íbúðalána. Í svarinu kemur fram að skuldir vegna íbúðakaupa nemi 1.124 milljörðum króna í lok árs 2011. Stærstur hluti þeirra skulda er verðtryggður. Frá byrjun árs 2009 og fram til loka árs 2012 hækkaði vísitala neysluverðs um 20,1 prósent. Það hefur hækkað höfuðstól verðtryggðra íbúðalána um 226 milljarða króna. Af þeirri nafnverðshækkun íbúðalána má rekja 9,6 prósent, eða 21,6 milljarða króna, til skattkerfisbreytinga. Ráðherrann segir í svarinu að taka verði tillit til fleiri þátta. Meginmarkmið stjórnvalda væri að bæta afkomu ríkissjóðs, meðal annars með skattbreytingum, „til þess að draga úr skuldasöfnun og þar með vaxtakostnaði en hann er nú stærsti einstaki gjaldaliðurinn í rekstri ríkissjóðs[…]Hefði ekki verið gripið til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur gert er mjög líklegt að geta heimilanna til að greiða húsnæðislán væri minni en hún er nú". Samkvæmt fjárlögum ársins 2013 mun vanta 3,7 milljarða króna upp á að tekjur ríkissjóðs dugi fyrir gjöldum hans. Vaxtakostnaður vegna lántöku er áætlaður 84,7 milljarðar króna. Þá segir Katrín að ríkisstjórnin hafi meðal annars beitt sér fyrir aðgerðum sem bætt hafi getu lántakenda til að greiða af íbúðalánum sínum, einkum þeirra sem eru með lágar tekjur og þunga vaxtabyrði. „Frá árinu 2008 og til ársins 2011 hækkuðu vaxtabætur og sérstök vaxtaniðurgreiðsla samkvæmt álagningu um 4,6 milljarða," segir í svarinu. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Tæplega tíu prósent af nafnverðshækkun íbúðalána frá byrjun árs 2009 og til loka árs 2012 eru vegna skattkerfisbreytinga sem stjórnvöld hafa ráðist í. Alls hafa skattkerfisbreytingarnar hækkað skuldir vegna íbúðalána um 21,6 milljarð króna. Þetta kemur fram í svari Katrínar Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um áhrif aukinnar skattaálagningar ríkisstjórnarinnar á hækkun höfuðstóls íbúðalána. Í svarinu kemur fram að skuldir vegna íbúðakaupa nemi 1.124 milljörðum króna í lok árs 2011. Stærstur hluti þeirra skulda er verðtryggður. Frá byrjun árs 2009 og fram til loka árs 2012 hækkaði vísitala neysluverðs um 20,1 prósent. Það hefur hækkað höfuðstól verðtryggðra íbúðalána um 226 milljarða króna. Af þeirri nafnverðshækkun íbúðalána má rekja 9,6 prósent, eða 21,6 milljarða króna, til skattkerfisbreytinga. Ráðherrann segir í svarinu að taka verði tillit til fleiri þátta. Meginmarkmið stjórnvalda væri að bæta afkomu ríkissjóðs, meðal annars með skattbreytingum, „til þess að draga úr skuldasöfnun og þar með vaxtakostnaði en hann er nú stærsti einstaki gjaldaliðurinn í rekstri ríkissjóðs[…]Hefði ekki verið gripið til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur gert er mjög líklegt að geta heimilanna til að greiða húsnæðislán væri minni en hún er nú". Samkvæmt fjárlögum ársins 2013 mun vanta 3,7 milljarða króna upp á að tekjur ríkissjóðs dugi fyrir gjöldum hans. Vaxtakostnaður vegna lántöku er áætlaður 84,7 milljarðar króna. Þá segir Katrín að ríkisstjórnin hafi meðal annars beitt sér fyrir aðgerðum sem bætt hafi getu lántakenda til að greiða af íbúðalánum sínum, einkum þeirra sem eru með lágar tekjur og þunga vaxtabyrði. „Frá árinu 2008 og til ársins 2011 hækkuðu vaxtabætur og sérstök vaxtaniðurgreiðsla samkvæmt álagningu um 4,6 milljarða," segir í svarinu.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira