Reglan að rafmagnið fari 30. janúar 2013 06:00 Raflínur. Íbúar á Vestfjörðum eru orðnir langþreyttir vegna langvarandi rafmagnsleysis og -skömmtunar undanfarin misseri. Rafmagnslaust var víða á norðanverðum Vestfjörðum í gær vegna skemmda á flutningslínum í Breiðadal, norður frá Mjólkárvirkjun í Arnarfirði. Er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem Vestfirðingar glíma við rafmagnstruflanir sem raska meðal annars rekstri fyrirtækja. Á fundi sínum í fyrrakvöld skoraði bæjarráð Ísafjarðarbæjar á stjórnvöld, Landsnet og Orkubú Vestfjarða (OV) að hraða uppbyggingu varaaflstöðvar í Bolungarvík og styrkja kerfi svæðisins til að koma í veg fyrir langvarandi rafmagnsleysi. Ljóst væri að afhendingaröryggi raforku á svæðinu væri með öllu óviðunandi og það væri orðin regla frekar en undantekning að tenging norðanverðra Vestfjarða við dreifikerfi dytti út þegar eitthvað væri að veðri. Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, játar að hinir ýmsu annmarkar í rafveitukerfinu geri afhendingaröryggi minna á Vestfjörðum en annars staðar. Varðandi áskorun bæjarráðs segir hann lítið hægt að gera annað en að halda framkvæmdum áfram. „Við getum einfaldlega ekki hraðað þeim þar sem þær eru á fullri fart," segir hann. Gert er ráð fyrir að aflstöðin komist í gagnið næsta haust og nemur kostnaður hundruðum milljóna. Kristján Haraldsson, orkubússtjóri OV, tekur undir orð Guðmundar og segir afhendingaröryggi ábótavant, þó svo það hafi farið batnandi síðustu ár. „Það er mjög langt síðan við höfum lent í svona langvarandi ástandi, en það stafar af því hversu alvarleg línubilunin er núna," segir hann. Guðni Einarsson, framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækisins Klofnings á Suðureyri, segir rafmagnsskammtanirnar orsaka eitthvert framleiðslutap hjá fyrirtækinu, en lítið annað sé hægt að gera en að laga sig að aðstæðum. „Auðvitað er þetta ekki viðunandi," segir Guðni. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, segir Landsnet og OV hafa staðið sig mun betur nú en um jólin varðandi upplýsingaflæði, meðal annars með fjöldaskilaboðum í síma. Bilanirnar hafi haft vond áhrif á tölvukerfi Gunnvarar og annan tæknibúnað en framleiðslan hafi náð að halda sér að mestu. Varaaflstöðvar voru notaðar víða í gær og var rafmagn skammtað á Þingeyri, Flateyri, Ísafirði, Hnífsdal og Bolungarvík þar til viðgerð á Breiðdalslínu lauk síðdegis.- sv / þj Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira
Íbúar á Vestfjörðum eru orðnir langþreyttir vegna langvarandi rafmagnsleysis og -skömmtunar undanfarin misseri. Rafmagnslaust var víða á norðanverðum Vestfjörðum í gær vegna skemmda á flutningslínum í Breiðadal, norður frá Mjólkárvirkjun í Arnarfirði. Er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem Vestfirðingar glíma við rafmagnstruflanir sem raska meðal annars rekstri fyrirtækja. Á fundi sínum í fyrrakvöld skoraði bæjarráð Ísafjarðarbæjar á stjórnvöld, Landsnet og Orkubú Vestfjarða (OV) að hraða uppbyggingu varaaflstöðvar í Bolungarvík og styrkja kerfi svæðisins til að koma í veg fyrir langvarandi rafmagnsleysi. Ljóst væri að afhendingaröryggi raforku á svæðinu væri með öllu óviðunandi og það væri orðin regla frekar en undantekning að tenging norðanverðra Vestfjarða við dreifikerfi dytti út þegar eitthvað væri að veðri. Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, játar að hinir ýmsu annmarkar í rafveitukerfinu geri afhendingaröryggi minna á Vestfjörðum en annars staðar. Varðandi áskorun bæjarráðs segir hann lítið hægt að gera annað en að halda framkvæmdum áfram. „Við getum einfaldlega ekki hraðað þeim þar sem þær eru á fullri fart," segir hann. Gert er ráð fyrir að aflstöðin komist í gagnið næsta haust og nemur kostnaður hundruðum milljóna. Kristján Haraldsson, orkubússtjóri OV, tekur undir orð Guðmundar og segir afhendingaröryggi ábótavant, þó svo það hafi farið batnandi síðustu ár. „Það er mjög langt síðan við höfum lent í svona langvarandi ástandi, en það stafar af því hversu alvarleg línubilunin er núna," segir hann. Guðni Einarsson, framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækisins Klofnings á Suðureyri, segir rafmagnsskammtanirnar orsaka eitthvert framleiðslutap hjá fyrirtækinu, en lítið annað sé hægt að gera en að laga sig að aðstæðum. „Auðvitað er þetta ekki viðunandi," segir Guðni. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, segir Landsnet og OV hafa staðið sig mun betur nú en um jólin varðandi upplýsingaflæði, meðal annars með fjöldaskilaboðum í síma. Bilanirnar hafi haft vond áhrif á tölvukerfi Gunnvarar og annan tæknibúnað en framleiðslan hafi náð að halda sér að mestu. Varaaflstöðvar voru notaðar víða í gær og var rafmagn skammtað á Þingeyri, Flateyri, Ísafirði, Hnífsdal og Bolungarvík þar til viðgerð á Breiðdalslínu lauk síðdegis.- sv / þj
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira