Innlent

Rafmagnsskömmtun að mestu lokið á Vestfjörðum

Viðgerð lauk á flutningslínu Landsnets, Breiðadalslínu 1, síðdegis í gær og lauk þar með skömmtunum og keyrslu varaaflsvéla á norðanverðum Vestfjörðum að Þingeyri undanskilinni.

Í frétt á vef orkubús Vestfjarða segir að báðar aðflutningslínur fyrir Þingeyri séu bilaðar og er rafmagn framleitt með dieselvélum sem sjá bænum og sveitinni í Dýrafirði fyrir rafmagni.

Í gærkvöldi var Hrafnseyrarheiðin mokuð og stefnt að því að hefja viðgerð á Hrafnseyrarlínu og Þingeyrarlínu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×